Dagbók frá Grænlandi

Heimsókn til Sukisaar Saarfik. Frá vinstri: Augusta Nathansen, Marie Egede, Börge Egede, Juliana Frederiksen

Heimsókn til Sukisaar Saarfik. Frá vinstri: Augusta Nathansen, Marie Egede, Börge Egede, Juliana Frederiksen

Fréttaskeyti frá Grænlandi: Gleðin tær.

Í dag heimsóttum við stórvini okkar í Sukisaar Saarfik, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og minnir um margt á Vin Athvarf. Við komum með dásamlegar gjafir frá prjónahópi Rauða krossins í Reykjavík, sem fara í jólapakka handa tugum einstaklinga.

Svo lá leiðin líka á fund þeirra merkishjóna Vivi og Isavaraq Petrussen. Þau eru með heimili í Nuuk og Tasiilaq fyrir börn sem ekki geta verið heima hjá sér, vegna erfiðra aðstæðna. Núna eru 19 börn hjá þeim á aldrinum 1-15 ára, og verða öll hjá þeim um jólin. Við komum með jólapakka handa börnunum, og munum í framhaldinu senda föt,

sdfgsdg

Hrafn Jökulsson afhendir Pétri Ásgeirssyni sendiherra smá gjöf í tilefni heimsóknarinnar.

Við heilsuðum að sjálfsögðu upp á Pétur Ásgeirsson sendiherra og Bendó, sem eru ómissandi hjálparhellur við allt stúss okkar Hróksliða.

Síðast en ekki síst er gaman að segja frá því að Einar Benediktsson er með í för, enda mestur áhugamaður um Grænland á sinni tíð þótt þessi mikli heimsborgari næði aldrei að heimsækja okkar næstu nágranna…

Á morgun heldur hátíð vináttunnar áfram á Grænlandi. Kærleikskveðjur.

2

4

 

Facebook athugasemdir