Brosandi Brosbolir.

Værestedet Sukisaarsafik (Afdeling for voksen omsorg) heitir staðurinn sem varaforseti Hróksins heimsótti í dag hér í Nuuk. Þangað getur fólk sem átt hefur við heilsubrest að stríða í lífinu, komið og notið samveru hvors annars og dundað sér m.a. við hannyrðir, myndlist, bakstur og að sjálfsögðu teflt. Þarna ríkir ákaflega góður andi, og minnir hann mig óneitanlega á VIN athvarf í Reykjavík, þó minni í sniðum sé. Ég kom þarna við í dag færandi hendi, eins og sannur jólasveinn gerir fyrir jólin. Færði ég þeim 30 brosboli, sem hannaðir eru gagngert vegna alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins, 10.október. Forstöðukona athvarfsins var ákaflega þakklát fyrir gjafirnar, sérstaklega vegna þess að Værestedet Sukisaarsafik býr við mjög þröngan fjárhag, þegar kemur að rekstri staðarins. Tjáði hún mér einnig, að nú hæfu gestir staðarins handa við að pakka bolunum inn, en þeir verða undir jólatrénu á þeirra árlega „Julefrokost“ þann 19. desember n.k. Svo nú fá allir gestir athvarfsins brosbol og enginn fer í jólaköttinn Sérstakar þakkir fær nefnd 10.október á Íslandi, en hún lagði til brosbolina góðu. Sérstakar kærleikskveðjur með stóru BROSI  frá Nuuk.
.


Created with flickr slideshow.

Facebook athugasemdir