Bodens Krossfestumát – Elvar með það

Kári Elíson skrifar:

Samuel Standidge Boden (1826–1882)

Samuel Standidge Boden (1826–1882)

Það er nauðsyn að hafa augun vakandi fyrir ýmsum mátstefum því þau droppa upp öðru hvoru hjá öllum skákmönnum. Mörg mát hafa hlotið nafn í skáksögunni. Bodens mát sem mætti einnig kalla „krossfestumát“ er tært stef framkallað með drottningarfórn og tveimur biskupum.

Þótt drottningarfórnin virki einföld þá kemur hún andstæðingnum á óvart eins og jafnan þegar sterkasti manni skákborðsins er skyndilega fórnað.

Samuel Boden enskur meistari (1826-1882) Eftir honum heitir einnig svonefnt Bodensbragð:

en það er kannski efni í annan þátt. Skákin sem Bodens mátið kom upp í fyrst að því er talið er var tefld í London 1853 en í ýmsum bókum er hún sögð tefld 1860.


Philidor byrjun

London 1853

Hvítt: Schulder
Svart. Boden

Elvar Guðmundsson

Elvar Guðmundsson

Sagan endurtekur sig.

Nokkrir menn hafa síðan þetta gerðist náð þessu máti upp og þá einnig með hvítu. Flottara þykir þó að vera nær upprunanum með því að sigra með svörtu.

124 árum edtir Boden skákina sitja tveir ungir skákmenn að tafli í Reykjavík. Sá er stýrir hvítu Jón Baldursson er sagður hafa fljótlega eftir skákina sagst ætla að einbeita sér að spilum og hann varð síðan heimsmeistari í bridge 1991 þegar Ísland vann Bermudaskálina, þótt Davíð Oddson hefði að mestu stolið senunni með því að súpa vel á skálinni.

Sá er stjórnaði svarta liðinu Elvar Guðmundsson þótti á sínum tíma  mikið efni en hann einbeitti sér frekar að menntaferlinum og gerðist síðan bankamaður í Englandi. Hann er nú kominn heim í faðm fósturlandsins og teflir öðru hvoru og er með yfir 2300 ELOstig. Elvar mátar menn einnig með hraði í bréfskák á alþjóðavísu.

Reykjavík 1977

Hvítt: Jón Baldursson
Svart: Elvar Guðmundsson

Frönsk vörn

Facebook athugasemdir