Biskup í óvissuferð!

Allir skákáhugamenn ættu að þekkja Walter S. Browne, bandaríska stórmeistarann sem sigraði á Reykjavíkurmótinu 1978. Hann fæddist 10. janúar 1949 í Ástralíu en gerðist bandarískur ríkisborgari á áttunda áratug síðustu aldar.

Browne sigraði 6 sinnum á bandaríska meistaramótinu, aðeins snillingarnir Reshevsky og Fischer gátu státað af fleiri sigrum.

Enginn bandarískur skákmaður hefur unnið fleiri sigra á opnum mótum, auk þess sem Browne náði framúrskarandi árangri ólympíuskákmótum.

Hér er bráðskemmtileg skák frá bandaríska meistaramótinu 1974. Browne hefur hvítt gegn stórmeistaranum Arthur Bisguier — takið eftir 14. leik hvíts!

Facebook athugasemdir