Greinasafn eftir höfundum: Ingvar Þór Jóhannesson

Ingvar er FIDE Meistari og státar af 2371 elóstigi auk þess að vera viðurkenndur FIDE Þjálfari. Ingvar var landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands á Ólympíumótinu í Tromsö 2014 og liðsstjörí karlaliðs á EM í Gautaborg 2005. Óopinber Íslandsmeistari í Leifurskák árið 2013 og annað sætið á Íslandsmótinu í hraðskák 2013. Best 3. sætið á Skákþingi Íslands og þrefaldur Íslandsmeistari á Íslandsmóti Skákfélaga þar af tvisvar með Hróknum.

Gegnumbrotið mikla

Síðasta skákdæmahorn skildi eftir þessa stöðu: Þó langt séð síðan greinarhöfundur hafi sett þetta dæmi inn skulum við engu að síður setja inn lausnina þannig að hægt sé að skoða skákdæmin í röð 🙂 Til að leysa þessa þraut er nauðsynlegt að þekkja eftirfarandi gegnumbrot: Ég man eftir þessu gegnumbroti úr líklegast fyrstu skákbókinni sem ég eignaðist fyrir góðum 30 ...

Lesa grein »

Úrræðagóði biskupinn

Í síðasta skákdæmahorni skildum við þessa þraut eftir. Eins og venjulega er ágætt að reyna að átta sig á hvað er í gangi. Til að vinna þarf hvítur annaðhvort að finna mát eða halda a-peöinu Ef svartur nær a-peðinu er hann mjög nálægt fræðilegu jafntefli þar sem Hrókur+Biskup gegn Hróki er jafntefli með réttri vörn Út frá því áttum við ...

Lesa grein »

Heimsmeistaramót ungmenna – Mikið af Íslandsvinum

Nú er lokið sex umferðum af þrettán á Heimsmeistaramóti Ungmenna sem fram fer á Indlandi. Fyrr á árinu fóru fram Heimsmeistaramót í flokkum U18, U16, U14, U12 og U10 ára en mótið á Indlandi er mjög virt og þar er krýndur Heimsmeistari Ungmenna ár hvert. Helgi Áss Grétarsson hrifsaði þennan titil árið 1994 og með því Stórmeistaratign að auki. Mótin ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Fjórum umferðum lokið

Björn Þorfinnsson lagði Bandaríkjamanninn Matthew J Obrien (1962) og Dagur Arngrímsson náði hefndum fyrir Björn gegn Grikkjanum Hristos Zygouris (2200) í 4. umferð á Milljónamótinu í Las Vegas. Með sigrinum koma þeir félagar sér í stöðu til að eiga góðan endasprett. Báðir hafa þeir 2,5 vinning. Guðmundur Kjartansson tapaði gegn víetnamska ofurstórmeistaranum Le Quang Liem (2706) en skák þeirra var ...

Lesa grein »

Gríðarlega óvænt tap Caruana

Eftir hreint ótrúlega sigurgöngu þar sem 27 kappskákir fóru fram án þess að Fabiano Caruana fengi svo mikið sem skráveifu í átökunum kom loks að því að Ítalinn knái lá í valnum. Sjöunda umferð Grand Prix mótsins í Baku fór fram í dag og það kom í hlut Rússans Dmitry Andreikins að leggja Caruana að velli. Má segja að þetta ...

Lesa grein »

Caruana efstur í Baku – Aðeins 12 stigum á eftir Carlsen!

Þessa dagana fer fram fyrsta mótið í Grand Prix seríu FIDE  í Baku í Azerbaijan. Margir af bestu skákmönnum í heimi eru þátttakendur í seríunni en ástæðan er einföld, tvö efstu sætin í mótaröðinni gefa rétt á Áskorendamót FIDE en sigurvegari þess móts fær einmitt rétt til að skora á ríkjandi Heimsmeistara. Fyrirkomulag mótaraðarinnar er þannig að hver keppandi tekur ...

Lesa grein »

Æsispennandi Íslandsmót skákfélaga: TR í efsta sæti — fjögur lið eiga enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum!

Taflfélag Reykjavíkur er í efsta sæti 1. deildar á Íslandsmóti skákfélaga eftir 4 umferðir af 9. TR, sem er sigursælasta skákfélagið í sögu Íslandsmótsins, gjörsigraði Skákfélag Reykjanesbæjar í 4. umferð, 7-1.Huginn er í 2. sæti eftir 7-1 sigur á Víkingaklúbbnum. Fjórða umferðin einkenndist af stórsigrum:Taflfélag Vestmannaeyja sigraði Skákfélag Íslands 7,5-0,5, Fjölnir vann Bolungarvík 5,5-2,5 og B-sveit Hugsins vann Akureyri með ...

Lesa grein »

Íslandsmót skákfélaga komið af stað — Myndagallerí

Nú um helgina mun fara fram uppáhaldsmót/keppni flestra skákmanna. Um er að ræða fjölmennasta mót hvers árs, Íslandsmót skákfélaga. Keppt er í fjórum deildum og fer fyrri hluti keppninnar að þessu sinni fram í Rimaskóla. Að öllu jöfnu fer keppnin fram yfir tvær helgar, sú fyrri í október og sú seinni jafnan í mars. Efsta deild hófst raunar nú á ...

Lesa grein »

Stórskemmtileg skemmtikvöld hjá T.R.

Taflfélag Reykjavíkur hefur farið vaxandi á síðustu misserum undir styrki stjórn hins metnaðarfulla Björns Jónssonar formanns. Eftir mögur ár er félagið að styrkjast og eflast á öllum sviðum. Í gær varð félagið Hraðskákmeistari Taflfélaga árið 2014 eftir harða baráttu í úrslitaviðureign við Huginn. Einnig virðist félagið ætla að blanda sér í baráttuna á Íslandsmóti Skákfélaga en nokkuð er síðan félagið ...

Lesa grein »

Diemer með Boden-stefið

Í nýlegum pistli frá Kára Elísyni hér á síðunni var minnst á stefið Bodens-mát.  Hér er annað dæmi um þetta stef og að þessu sinni frá nokkuð sögufrægum skákmanni. Emil Joseph Diemer var þýskur skákmaður og er þekktastur fyrir framlag sitt í Blackmar-Diemer bragðið en eftir hann liggja margar fallegar skákir í þeirri byrjun. Diemer virkar nokkuð sérvitur ef marka ...

Lesa grein »

Leiftursókn Cvitans

Skákin að þessu sinni er í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi. Króatinn Ognjen Cvitan á hér eina mögnuðustu afgreiðslu sem sést hefur í kóngsindverskri vörn. Andstæðingurinn var ekki af verri endanum, Ljubomir Ftacnik var lengi einn fremsti skákmaður Tékka og mjög virtur skákskýrandi. Takið eftir lokahnykknum sem er hreint stórkostlegur. Ftacnik gaf reyndar eftir 26…Rh4+ en ég hef tekið mér það ...

Lesa grein »

Fallegt dæmi frá Afek

Í síðasta skákdæmahorni skildum við eftir fallegt dæmi eftir skákdæmahöfundinn Yochanan Afek. Afek er einn ötulasti samtímahöfundurinn og á mörg skemmtileg dæmi í pokahorninu. Afek er einnig sterkur skákmaður og státar af alþjóðlegum meistaratitli.   Staðan sem við skildum eftir lítur svona út: Eins og alltaf er rétt að fara yfir stöðu mála. Hvítur er liði yfir í stöðunni, hefur ...

Lesa grein »

Mótunum lokið í Bilbao

Stórmótinu í Bilbao og Evrópukeppni Taflfélaga lauk í gær. Bæði mótin fóru fram á sama tíma og mynduðu magnaða skákhátíð í Bilbao. Segja má að lokaumferðin hafi verið formsatriði þar sem Viswanathan Anand hafði þegar tryggt sér sigur á stórmótinu og sveit SOCAR frá Azerbaijan hafði meira og minna tryggt sér sigur á EM Taflfélaga. Ef til vill var hugurinn ...

Lesa grein »

Finndu þær bara allar!

Yannick Pelletier er sterkur svissneskur skákmaður og hefur m.a. teflt á Íslandi. Í skák dagsins klúðraði hann vinningsstöðu gegn Andreas Skytte Hagen í magnaðri skák en hafði þó húmor fyrir tapinu. Þegar svartur er að snúa taflinu við í lokin á Pelletier víst að hafa sagt: Þér er óhætt að finna til allar drottningar í salnum! Sjón er sögu ríkari ...

Lesa grein »

Stórmeistaraáfangi hjá Einari Hjalta!

Þrátt fyrir tap í 6. umferð liggur nú ljóst fyrir að FIDE meistarinn (FM) Einar Hjalti Jensson hefur náð sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Ljóst var að áfangi að alþjóðlegum meistaratitli var þegar tryggur en hagstæð pörun í síðustu umferð þýðir að Einar hefur fengið nægilega marga titilhafa og það sterka andstæðinga að 5 vinningar af 7 mögulegum munu duga ...

Lesa grein »

Stórslys Karpovs

Það eru ekki alltaf jólin í bransanum og flestir skákmenn lenda í því að leika hreint skelfilega af sér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á ferlinum. Ekki langt frá hátindi ferils síns lenti fyrrverandi heimsmeistarinn Anatoly Karpov í hreint skelfilegri skákblindu gegn Íslandsvininum Larry Christansen. Karpov gleymdi hreinlega að maður sem er nýbúið að hreyfa getur fært ...

Lesa grein »

Anand á sigurinn vísan í Bilbao

Heimsmeistarinn fyrrverandi, Viswanathan Anand, virðist ætla að mæta í feiknaformi í heimsmeistaraeinvígið við Magnus Carlsen ef marka má frammistöðu hans í Stórmótinu í Bilbao. Ef undan er skilið bragðdauft jafntefli gegn Levon Aronian hefur Anand verið að tefla feykilega skemmtilega og yfirspila andstæðinga sína á strategískan hátt. Í 4. umferðinni mætti Anand aftur heimamanninum Pons Vallejo og aftur var hann ...

Lesa grein »

Vaxandi tvíburar í skákinni

Þeir tvíburar Björn Hólm og Bárður Örn Birkissynir eru ungir og efnilegir skákmenn. Skákstíll þeirra virðist í hvassara lagi  en t.a.m. má búast við að sjá Smith-Morra gambítinn á borðinu í skákum þeirra. Litlu munar á elóstigum þeirra en að þessu sinni lentu þeir í sitthvorum flokknum í Haustmóti TR.  Björn er örlítið stigahærri og slapp inn í B-flokk Haustmótsins ...

Lesa grein »