Greinasafn eftir höfundum: Kári Elíson

Þrefaldur Skákmeistari Akureyrar 1980-1984-1989 auk 1-2 sætis 1979 1.sæti Minningarmót Júlíus Bogason 1984. 2-5 sæti á ýmsum öðrum mótum. Teflt með B-Landsliði Íslands í 5 Landskeppnum við Færeyjar.30 skákir í 10 ár í Deildakeppni fyrir SA. 4.Sæti Áskorendaflokkur 1989. Gömul ELO: 2050 (Hæst 2150) Bréfskák frá 1993, Unnið nokkur alþjóðamót..Teflt í mörgum landskeppnum og sveitakeppnum fyrir Ísland. 1.sæti borð 6 EM landsliða 2011-2013 -Einn AM áfangi. ELO.:2329

Malinin hinn magnaði  (Fyrri hluti)

Ég hef oft verið spurður að því hver sé uppáhalds bréfskákmaður minn? Og svar mitt hefur jafnan verið: Malinin! Kappi þessi heitir fullu nafni Vasily Borisovich Malinin fæddur 1956 í borginni Pedrozavodsk í Rússlandi. Hann er  einn af fáum sem er bæði stórmeistari í skák og bréfskák. Ég veit svo sem ekkert hvað eru hans helstu sigrar en hann hefur ...

Lesa grein »

Slysið í slippnum og riddaramátið gegn Þjóðhátíðarskáldinu

Svona opinberlega hef ég lítið sagt um hversu mikið lyftingar og kraftlyftingar hafa skarast hjá mér við skákina og hvað mörgum áföllum ég hef orðið fyrir sem ég hef síðar snúið upp í sigra í lífi og leik. Það er eitt ár sem er þó mjög sögulegt og dramatískt sem ég ætla aðeins að fjalla um hér. Þetta er árið ...

Lesa grein »

Sókndirfska Sævars

Allir íslenskir skákmenn þekkja á einn eða annan hátt til Sævars Bjarnasonar. Hann er búinn að vera virkur skákmaður í marga áratugi og hefur teflt yfir þúsund skákir reiknaðar til stiga. Sævar fagnaði á síðasta ári sextugsafmæli sínu og hefur nú pistill verið skrifaður um menn af minna tilefni en það. Sævar sem varð alþjóðlegur meistari árið 1985 hefur unnið ...

Lesa grein »

Heiðraður bréfskákfrömuður sest í helgan stein

Þórhallur B Ólafsson læknir úr Hveragerði er samofinn íslenskri bréfskáksögu. Hann var kjörinn fyrsti formaður Félags íslenskra bréfskákmanna þegar það var stofnað 12. september 1991. Um stofnfundinn er þetta sagt í rituðum heimildum: Félag íslenskra bréfskákmanna stofnað Hinn 12. september 1991 var haldinn í húsakynnum Skáksambands Íslands, stofnfundur Félags íslenskra bréfskákmanna. Helstu hvatamenn að stofnun félagsins voru Jón A. Pálsson, ...

Lesa grein »

Skyndimát

Stundum eru hugtök sem notuð eru í skák þau sömu og í læknisfræðinni eða því sem við köllum heilbrigðisgeiranum.Það má nefna: veikleiki,veikur (á svörtu reitunum..á skálínunni,veika kóngsstöðu) kvilli, sjúkur, ólæknandi og hið klassíska hann er dauður.. og ýmislegt fleira. Skyndidauði er t.d. eitt sem við getum heimfært á skyndimát (sudden death!) í skák. Mér hefur alltaf fundist skyndimát vera þannig að það kemur óvænt og ...

Lesa grein »

Myrtir í miðri skák

Skák hefur oft verið líkt við stríð þar sem harmleikir og dramatík gerast og dauðinn er á sveimi í ýmsum myndum. Kvikmyndir hafa verið gerðar um skák, söngleikir samdir og sögur skrifaðar þar sem allt hefur gerst, morðingjar og hvað eina. Allt er þetta raunar að einhverju leyti byggt á raunveruleika. Bréfskák er eitt sem menn tengja kannski ekki almennt ...

Lesa grein »

Aðalsmaður sigrar heimsmeistara

Það er alltaf viss ljómi sem leikur um menn sem bera aðalstign. Eðli málsins samkvæmt er það titill og auðæfi sem menn erfa fyrir ekkert svipað og hjá íslensku sægreifunum. (reyndar leikur enginn ljómi um þá síðarnefndu.) Skákheimurinn átti einu sinni aðalsmann sem var einstakur að atgjörfi og var heiðursmaður fram í fingurgóma og snjall meistari á skákborðinu og á ...

Lesa grein »

Maðurinn sem vildi ekki vera stórmeistari

Það er vitað að nokkrir menn í sögunni hafa hafnað Nóbelsverðlaunum fyrir hitt og þetta… Það hefur þó aðeins einn maður hafnað því að vera stórmeistari í skák þótt hann hafi áunnið sér þann titil. Um áratuga skeið á síðustu öld voru þrír meistarar sem báru höfuð og herðar yfir aðra skákmenn í Svíþjóð eða allt til þess tíma að ...

Lesa grein »

Kaffihúsaskákin við þjóðhetju Færeyja

Færeyjar voru í gær 14 nóv 2014 að vinna sinn fræknasta sigur í fótbolta með því að gera Grikkjum grikk í Grikklandi 0-1 í Evrópukeppni! Í tilefni þess heyrðust strax raddir  koma upp með það að ég yrði að birta hérna tveggja hróksfórna skákina mína við manninn sem varð þjóðhetja í eyjunum þegar Færeyjar unnu Austurríki 1-0 í fótbolta á ...

Lesa grein »

Ísland miðdepill kínverskrar drottningarfórnar gegn Hollandi….

Þar sem sagnir af hollenska stórmeistaranum Jan Hein Donner (1927-1988) hafa ratað inn á Hrókinn í þættinum Skák dagsins þá er ekki úr vegi að rifja hér upp fræga sögu sem tengist Íslandi og byrjuninni á kínverska skákvorinu og því sem í alþjóðlegu samhengi er jafnan kallað. Kínversku drottningarfórnirnar. Á Olympíumótinu í Buenos Aires 1978 var Kína með í fyrsta ...

Lesa grein »

Sigursæll á 64 reitum

Akureyringurinn Gylfi Þórhallsson hefur lengi verið í eldlínunni. Hann varð fyrst Akureyrarmeistari í skák 22 ára árið 1976. Hann hefur nú unnið Skákþingið alls 14 sinnum sem er mikið afrek. Gylfi hefur auðvitað unnið alla titla sem boðið hefur verið upp á Norðurlands en þar má nefna  9 sinnum Skákmeistari SA og a.m.k 8 sinnum Norðurlandsmeistari og fullt af atskák ...

Lesa grein »

Drottningarfórn í Dallas

Hva,hvenær varst þú að tefla í Dallas Kári?..Ég hef aldrei vitað til þess að þú hafir teflt á alþjóðamóti!… Það er nefnilega saga að segja frá því þegar ég tefldi mínar einu skákir á ævinni í Bandaríkjunum… Í nóvember 1984 var ég ásamt Víkingi Traustasyni að fara keppa á Heimsmeistaramóti í kraftlyftingum í Dallas.Fyrst gistum við á Marriott hóteli þar ...

Lesa grein »

Gleymdur glæsileiki

Pólverjar hafa átt marga frækna skákmeistara og einn þeirra sem menn kannast lítt við nú á dögum er  Dr.Joseph Cukierman (einnig verið skrifað Zukerman) Joseph fæddist  í bænum  Białystok  í Póllandi árið 1900. Cuikirman flutti ungur til Rússlands og var orðinn öflugur skákmaður um tvítugt og vann óvæntan sigur á Skákþingi Moskvu 1920-21. Skákir hans þóttu tefldar í léttleikandi sóknarstíl. ...

Lesa grein »

40 ár frá skákmóti kraftamanna í KR-heimilinu

Snemma árs 1974 var haldið  Meistaramót kraftamanna í hraðskák í KR heimilinu að Frostaskjóli. Keppendur voru ýmsir kraftamenn sem æfðu flestir í Sænska frystihúsinu við Arnarhól eða þar sem Seðlabankinn stendur nú. Þar lyftu menn lóðum uppi á 2.hæð og komu reglulega fréttir í blöðunum að nýjar sprungur væru að myndast í húsinu vegna hamagangs lyftingamanna… Það endaði að lokum ...

Lesa grein »

Hörkumát að hausti

Nú er haustið gengið í garð og í tilefni af því er best að rifja upp gamla glæsiskák frá Haustmóti TR árið 1962… Gunnar Gunnarsson, fæddur 1933, er þekktur í skáksögunni og er enn að tefla á níræðisaldri. Hann varð Íslandsmeistari 1966 og einnig Skákmeistari TR fjórum sinnum og Seltjarnarnesmeistari 1986 og hefur teflt á mörgum alþjóðamótum. Hann var einnig ...

Lesa grein »

Hraðskákmeistari hristir fram drottningarfórnir

Akureyringurinn Jón Björgvinsson (1945-2004) var þekktur skákmeistari og sérlega sigursæll. Jón varð 6 sinnum Akureyrarmeistari og vann flestallt sem hægt var að vinna í skák fyrir norðan. Hann var sérstaklega snjall í hraðskák og listfengni hans naut sín þar vel. Jón varð a.m.k. 12 sinnum Hraðskákmeistari Akureyrar ásamt því að vinna Norðurlandstitilinn og Jólahraðskákmótið  og Einisbikarinn oft og mörgum sinnum ...

Lesa grein »

Flóttakóngur á frægðarbraut

Stundum þegar menn fórna þá sjá þeir ekki fyrir beint mát heldur sókn gegn kóngi andstæðingsins og hugsa sem svo: Hann verður einhvernveginn mát,ég hef það á tilfinningunni! En tilfinningar í skák er eitthvað sem er valt að treysta en samt gerir maður það öðru hvoru! Hér annarstaðar á síðunni má sjá skák með Henrik Danielsen sem sleppur með flóttakóng ...

Lesa grein »

Létt viðkynning við Fischer

Kári Elíson skrifar: Það skapar svoldið sérstakt andrúmsloft hjá sjálfum mér þegar ég hugsa til baka allt að febrúar 2006. Esjan skartaði hvítum toppi og svalt vetrarloftið lék um borgarbúa í Reykjavík. Og enginn annar en ég varð samferða Bobby Fischer tvisvar sinnum í strætó þennan mánuð! Ég bjó enn að Skákstöðum á Hringbraut 113 og tók strætó rétt við Loftshúsið. Ég var staddur í ...

Lesa grein »