Troitsky, 1897

Annað prakkarastrik frá Troitsky

TroitzkyÍ síðasta skákdæmahorni (sjá hér) skildum við ykkur eftir með aðra þraut frá meistara A.Troitski. Eins og við sögðum ykkur er Troitsky einn þekktasti og merkasti skákdæmahöfundur sögunnar.

Fyrsta dæmi hans var birt árið 1883 og eftir hann liggja meira en 800 skákdæmi. Troitsky lést í seinni heimsstyrjöldinni í umsátrinu um Leningrad og talið er að við lát hans hafi tapast mikil vinna við óbirt skákdæmi sem aldrei munu líta dagsins ljós.

Við munum vafalítið rekast aftur á dæmi eftir Troitsky í skákdæmahorninu en kíkjum á þrautina sem við skildum eftir í síðasta horni:

Troitsky, 1897

Troitsky, 1897 – Hvítur leikur og vinnur

Yfirleitt þegar maður byrjar að leysa skákþrautir er ágætt að byrja á því að gera sér grein fyrir hvað er að gerast í stöðunni.

  • Hvítur er töluvert af liði yfir, má segja um 5 stig, þ.e. drottningu fyrir hrók ef við teljum peðin sem einn mann. Peðin eru hinsvegar komin nokkuð langt og málið því kannski ekki alveg svo einfalt.
  • Svartur hótar í stöðunni að leika 1…Hb1+ og vinna hvítur drottninguna á h1
  • Strax er vísbending í stöðunni að svarti kóngurinn hefrur ekki yfir mörgum reitum að ráða!

 

Að þessu sögðu þurfum við að finna leik fyrir hvítan. Við gætum reynt að hlaupa með kónginn 1.Kd2!? en þá kemur 1…g2 og drottningin verður að hörfa og svartur vekur upp drottningu í næsta leik. Smá rannsókn sýnir að hvítur á hvergi vinning þar.

Að sama skapi ef við reynum að horfa með drottninguna t.d. 1.Dd5 kemur á daginn að 1…g2 er sterkur leikur og drottningin getur ekki ógnað svarta kóngnum án nokkurn hátt og hvítur tapar meira að segja líklegast!

Eina leiðin til að hreyfa riddarann er í raun að fórna honum með 1.Rf4+ en eftir 1…Hxf4 er hvítur ekki að fara að vinna og staða í raun óljós.

Eftir er aðeins lausnin:

1.Bc6!!

Bíddu? Á að gefa drottninguna?

1…Hb1+ 2.Ke2 Hxh1

Troitsky_6

Eftir 2…Hxh1

Hvað vakir Troitsky til hér? Ef við drepum hrókinn kemur …g2 og við erum í vandræðum. Hér kemur bomba.

3.Bg2!!

Magnaður leikur, Hvítur á aðeins riddara og biskup eftir sem er nóg til að máta gegnum berum kóngi. En hér á svartur þrjú peð og tvo menn til viðbótar og hvítur GEFUR biskupinn sinn! Magnað sjónarspil.

3…Kxg2 4.Rf4+ Kg1

Troitsky_7

Staða eftir 4…Kg1

Svarti kóngurinn er þvingaður í prísund líkt og fyrstu þrautinni sem við sjáum frá Troitsky. Aftur eru menn svarts í raun notaðir gegn honum til að vinna gegn hans eigin flóttaleiðum þannig að nýtni hina fáu hvítu manna sem eftir liggja er fullkomin.

5.Ke1 g2

Með alla þessa menn er peðsleikurinn eini löglegi leikur svarts!

6.Re2#

Troitsky_8

Mögnuð lokastaða, Mát!

Ef við skoðum upphafsstöðuna aftur eru hér á ferðinni ekkert annað en töfrabrögð! Stílbragðið er í raun sama og í fyrstu þrautinni. Hvítur mátar með liðsafla sem væri ekki nægur ef svartur hefði aðeins kónginn eftir á borðinu. Liðsafli hans stendur hinsvegar það illa að hann er fyrir.

 

 

Í næsta skákdæmahorni munum við kíkja á þessa þraut sem er eftir einn sterkasta nútíma höfund þrauta, Yochanan Afek

Afek 1972 - Hvítur á leik og vinnur

Afek 1972 – Hvítur á leik og vinnur

Lausnin kemur í næsta innleggi á hornið, gangi ykkur vel!

Facebook athugasemdir