Andlát: Sæmundur Kjartansson læknir og skákmaður

Sæmundur K

Sæmundur var mjög virkur í skákfélögum eldri meistara.

Sæmundur Kjartansson læknir og skákmaður er látinn, tæplega 85 ára að aldri. Einar S. Einarsson fv. forseti Skáksambands Íslands minnist Sæmundar á Facebook-síðu sinni:

Hinn ötuli og öflugi skákmaður Sæmundur Kjartansson, húðsjúkdóma- og heimilslæknir er fallinn frá tæplega 85 ára að aldri. Hann er mörgum eftirminnilegur fyrir marga hluta sakir. Gamansamur maður léttur í lund og hláturmildur mjög. Hann lét aldrei neitt tækifæri ónotað til að tefla sér til yndis og ánægjuauka. Gott ef hann var ekki Vestmannaeyjameistari á sínum tíma.

Spassky a spitala-1977_thumb

Sæmundur var sérlegur læknir SÍ á Reykjavíkurskákmótunum, sem og í einvígi Spasskys og Horts á Íslandi 1977. Spassky fékk botnlangakast meðan á einvíginu stóð.

Hann gengdi stöðu mótslæknis við Reykjavíkurskákmótin 1976, 1978 og 1980 í minni tíð sem forseta SÍ sem við áskorendaeinvígið Spassky-Hort 1977 og nokkra síðari skákviðburði. Af reynslu sinni sem héraðslæknir út á landi var hann snöggur aðgreina veikindi hins fyrrnefnda sem botnlangabólgu þegar Boris veikist hastarlega eftir 8 skákina af 10, að því mig minnir, og lét flytja hann snarlega á Landspítalann. Þar vildu vakthafandi læknar framkvæma eigin sjúkdómsgreiningu svo heimsmeistgarinn fyrrverandi var látinn bíða uns botnlanginn sprakk og tæpt var um líf hans.

Síðar fór Sæmundur að heimsækja Bobby Fischer á sama spítala og átti við hann áhugavert spjall.

Hin síðari árin tefldi Sæmundur mikið og títt við skákfélaga sína í Visaklúbbnum (frá 1987-2006) en einnig í KR, Riddaranum og Æsum, en hélt einnig hraðskákmót heima hjá sér í Drápuhlíðinni. Fyrir 5 árum eða svo fór skammtímaminni hans mjög að daprast en hann telfdi samt áfram lengi vel þó úrslitin gleymust jafnóðum. Hann eyddi síðustu árum sínum á Grund þar sem hann naut góðrar umönnunnar. Síðasta myndin sem ég tók af honum var tekin í fyrra þegar hann mætti við útför Bjarna heitins Linnets. Minning hans lifir.

VISA04 013

Sæmundur og Einar, hlið við hlið í fjöltefli við Henrik Danielsen í höfuðstöðvum Hróksins 2004.

Facebook athugasemdir