FIDE sló af kröfum sínum: Carlsen að vinna störukeppnina — Ætlar hann að kljúfa Alþjóða skáksambandið? -Uppfært-

Magnús og Espen Agdestein

Magnús og Espen Agdestein

Viðbót

— Rétt í þessu voru að berast tíðindi frá Emil Sutovsky, forseta Félags atvinnuskákmanna. Hann átti í dag fund með Krisian Ilyumzhinov og komust þeir að samkomulagi um að Carlsen fái lengdan frest til 7. september nk.

BREAKING NEWS:

Yours truly just had a very constructive and fruitful conversation with FIDE President, Mr. Kirsan Ilyumzhinov. After hearing all the arguments, FIDE President has accepted my proposal to approve Carlsen’s request, and agreed to extend the deadline for signing the contract till September 7.
Gens una sumus again?

Emil Sutovsky

Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hafi slegið af kröfum sínum og hefur nú framlengt samþykkisfrestinn, sem rann út í dag, til 2. eða 3. september. Dagsetningin miðast við frídag á Sinquefield stórmótinu í Saint Louis; FIDE hyggst þannig gefa Carlsen tækifæri til að íhuga málið á frídeginum.

TV2 í Noregi birtir viðtal við Gelfer Israel, varaforseta FIDE þar sem þetta kemur fram:

„Við getum beðið til 2. eða 3. september, en ekki lengur en það.“

TV2 átti stutt spjall við Carlsen í gær þar sem málið var rætt. Sé tekið mið af þeim samskiptum er ekki líklegt að hann hyggist nýta frídaginn til íhugunar:

„Undirritarðu samninginn á morgun?“

Carlsen: „Við ræðum það síðar“

„Hvenær?“

Carlsen: „Helst ekki fyrr en að mótinu afstöðnu. Ef við þurfum að ræða þetta áður en mótinu líkur þá verður bara svo að vera.“

„Ok, kannski á morgun þá?“

Carlsen: „Varla.“

NRK.no rýnir í stöðuna sem upp er komin. Greina þeir frá því að allt eins líklegt sé að Carlsen hyggist ekki skrifa undir við FIDE og þess í stað stofna ný samtök um heimsmeistaratitilinn. Þá telja þeir að slík niðurstaða yrði þess valdandi að skákheimar skiptist í tvær fylkingar og að slíkt sár yrði áratugi að gróa um heilt.

Þá er talið að líklegt sé að skákheimurinn myndi skiptast í austur-vestur fylkingar, enda hafi lengi verið tveir hópar innan FIDE, sá Rússneski og aðrir vestrænir sem hafi aðra sýn á málefni samtakanna.

Joran Aulin-Jansson, Forseti Norska skáksambandsins og Magnús

Joran Aulin-Jansson, Forseti Norska skáksambandsins og Magnús

Joran Aulin-Jansson, Forseti Norska skáksambandsins, segir í samtali við NRK að FIDE sé í meginatriðum til stjórnað af rússum og austurblokkinni. Þá segir hann að það sé vel þekkt að mörgum hinum vestrænu skákmönnum og umboðsmönnum mislíki þessar áherslur samtakanna.

Hann nefnir að Magús Carlsen hafi margoft bent á hversu illa FIDE standi sig í að markaðssetja skákina á vesturlöndum og laða að vestræna styrktaraðila, heldur snúi sér frekar að ríkum ólígörkum í Rússlandi.

Hrókurinn fylgist náið með framvindunni og birtir frekari upplýsingar um leið og þær berast.

Meira:

Frétt dagbladed.no  – Fresturinn framlengdur

Frétt VG.no – Fresturinn framlengdur

Frétt NRK – Deilan gæti klofið skákheima í austur og vestur.

Facebook athugasemdir