Friðrik Ólafsson, stórmeistari mælti nokkur orð til keppenda og gesta á Barnaskákmótinu og lofaði hann mjög framtakssemi Hrafns Jökulssonar skáklistinni í landinu til framdráttar.

Afmælisskákmót Hrafns í Ráðhúsinu í dag

Hrafn í Rimaskóla með bækur frá Hróknum og Eddu fyrir 3. bekkinga, haustið 2004.

Hrafn í Rimaskóla með bækur frá Hróknum og Eddu fyrir 3. bekkinga, haustið 2004.

Í dag, sunnudaginn 1. nóvember kl. 14 verður haldið Afmælismót Hrafns Jökulssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af fimmtugsafmæli Hrafns.

Meðal keppenda verða stórmeistarar, skákdrottningar, eldri kempur, efnisbörn og kaffihúsakempur. Þá verður því einnig fagnað að í dag kemur út ný útgáfa af bók Hrafns, ,,Þar sem vegurinn endar„, og er hún gefin út í 300 tölusettum og árituðum eintökum í tilefni dagsins.

Afmælismót Hrafns verður vel skipað. Meðal keppenda verða stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson, alþjóðlegu meistararnir Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Sævar Bjarnason, skákkonurnar Guðlaug Þorsteinsdóttir, Sigríður Björg Helgadóttir og Hrund Hauksdóttir og fjöldi annarra skemmtilegra skákmanna, en keppendur eru alls 34.

Skákáhugamenn eru boðnir hjartanlega velkomnir á afmælisskákmótið og útgáfugleðina. Veislunni stjórnar Össur Skarphéðinsson og meðal þeirra sem troða upp er Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður. Boðið verður upp á kaffi og veitingar.

Facebook athugasemdir

Í dag, sunnudaginn 1. nóvember kl. 14 verður haldið Afmælismót Hrafns Jökulssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af fimmtugsafmæli Hrafns. Meðal keppenda verða stórmeistarar, skákdrottningar, eldri kempur, efnisbörn og kaffihúsakempur. Þá verður því einnig fagnað að í dag kemur út ný útgáfa af bók Hrafns, ,,Þar sem vegurinn endar", og er hún gefin út í 300 tölusettum og árituðum eintökum í tilefni dagsins. Afmælismót Hrafns verður vel skipað. Meðal keppenda verða stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson,…

Stjörnugjöf

Stjörnugjöf lesenda: 4.9 ( 1 atkvæði)