Aðventu- og kærleikskveðjur frá Upernavik.

Hér í Upernavik var fagnað fyrsta sunnudegi í aðventu, þegar nálega allir bæjarbúar söfnuðust saman á aðaltorginu, þar sem ljós voru tendruð á jólatrénu. Bæjarbúar þyrpust í fallegu kirkjuna sína, ég held að hér hafi verið fjórar messur í dag. Ingibjörg Gisladottir lóðsaði okkur Jósep Gíslasonum bæinn og uppá litla fjallið þar sem flugvöllurinn er. Þar starfar hún í flugturninum og hefur guðdómlegasta útsýni í heimi.

Sólin er reyndar löngu búin að yfirgefa 73° breiddargráððu en í í 2-3 tíma á sólarhring bjarmar af einhverskonar degi. En gleðin ríkir í gleymda bænum og hver einasti gluggi er skreyttur dýrðlegum ljósum.

.


Created with flickr slideshow.

Facebook athugasemdir