Sir George Thomas

Aðalsmaður sigrar heimsmeistara

Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Það er alltaf viss ljómi sem leikur um menn sem bera aðalstign. Eðli málsins samkvæmt er það titill og auðæfi sem menn erfa fyrir ekkert svipað og hjá íslensku sægreifunum. (reyndar leikur enginn ljómi um þá síðarnefndu.) Skákheimurinn átti einu sinni aðalsmann sem var einstakur að atgjörfi og var heiðursmaður fram í fingurgóma og snjall meistari á skákborðinu og á fleiri sviðum.

Þetta var Sir George Thomas, enskur barón (1881-1972) Hann var mjög virkur í skák, badminton, tennis og hokkí. Raunar má segja að árangur hans í skák, badminton og tennis sé algerlega óviðjafnanlegur. Hann vann ýmis tennismót og komst t.d í undanúrslit í Wimbledon mótinu 1911 og eftir honum er nefnt stórmót, Thomas Cup í Englandi. Thomas varð hvorki meira en minna en 21 sinni breskur meistari í Badminton einliða og tvenndarleik á árunum 1906-1928. Hann var einn af stofnendum Alþjóða badmintonsambandsins og fékk annan sir titil „Hall of fame“ út á það þar sem hann var síðan forseti þess í rúm 20 ár.

ibadmintoni-by-sir-george-thomas-1st-edition_2-400cSkákferill Sir Thomas er einnig frábær. Tvisvar sinnum enskur meistari.Hann tefldi á fjölmörgum skákmótum og hafði líflegan skákstíl þar sem hann ýmist vann glæsilega eða tapaði óviðjafnanlega, sbr. heimsfræga tapskák hans við Edward Lasker 1912. Thomas tefldi við flesta bestu skákmenn heims um sína daga. Aljekín átti í heilmiklum vandræðum með hann. Thomas vann hann einu sinni í Karlsbad 1923 og gerðu þeir sex sinnum jafntefli á mótum. Thomas gerði einnig a.m.k. eitt jafntefli við Capablanca.

Stærsti sigur hans á skákmóti var á Hastings 1934/35 þar sem hann varð í 1.-2. sæti ásamt verðandi heimsmeistara Max Euwe og fyrir ofan kappa eins og Flohr, Aljekín, Capablanca og Botvinnik!. Frábært. Það voru ekki auðæfin sem skópu þennan sigur heldur styrkleiki andans!

Í Karlsbad 1929 í sem núna heitir Tékkland tefldi Sir George við Euwe sem vann þá laglegan sigur. Euwe er auðvitað sér kafli í skáksögunni en hann var hollenskur stórmeistari (1901-1981) Hann var doktor í stærðfræði og kunni vel að reikna út fléttur þegar sá gállinn var á honum. Euwe varð 12 sinnum hollennskur meistari (ennþá met) og heimsmeistari 1935-1937 eftir óvæntan sigur á Aljekín í einvígi. Hann hefur stundum verið kallaður lélegasti heimsmeistarinn en það er fremur ósanngjarnt miðað við ferilskrána. T.d. vann Euwe hvert og eitt einasta mót sem hann tók þátt í í Hollandi úm áratugaskeið 1921-1952 sem er ótrúlegt afrek.

Nokkrir heimsmeistarar á þessari öld gera nú öruggt tilkall til „þeirrar tignar“ að vera kallaður „lélegasti heimsmeistarinn“ og fremstir í þeim flokki eru Ruslan Ponomariov,Alexander Khalifman,Rustam Kasimdzhanov og geta menn spáð í það á öðrum vettvangi.

Í Hastings í Englandi 1945/46 mættust þeir Euwe og Sir Thomas aftur en þeir höfðu reyndar gert nokkur jafntefli á mótum fram að þessu en það er ekkert spes.

Þarna Í Hastings sýndi aðalsmaðurinn hver var aðalmaðurinn:

Hastings 1945/46

Hvítt: Max Euwe
Svart: Sir George A Thomas

Hvítur gafst upp því hann verður mát í 3 leikjum. T.D. 36.Kh3 Rg1+! 37.Kxh4 Hh7+ og mát í næsta.

—————————-

ÞAÐ ER ENGINN MAÐUR MEÐ MÖNNUM NEMA TAPA FALLEGA

Edward og Emanuel Lasker

Edward og Emanuel Lasker

Sumir í skáksögunni lifa sem vissar goðsagnir vegna glæstra sigra en sumir vegna þess að þeir sátu öfugu megin í ódauðlegri skák. Í 100 ár hefur í hundrað bókum eða meira verið birt ein tapskák Sir George Thomas við góðan skákmann sem annars ýmist naut þess eða þjáðist fyrir það að vera næstum alnafni Emanuel Laskers. Þetta var Edward Lasker. Lítum á þá ódauðlegu skák sem er einn frægasti kóngaveiðari allra tíma!

London 1912

Hvítt: Edward Lasker
Svart: Sir George Thomas

Facebook athugasemdir