40 ár frá skákmóti kraftamanna í KR-heimilinu

Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Snemma árs 1974 var haldið  Meistaramót kraftamanna í hraðskák í KR heimilinu að Frostaskjóli. Keppendur voru ýmsir kraftamenn sem æfðu flestir í Sænska frystihúsinu við Arnarhól eða þar sem Seðlabankinn stendur nú. Þar lyftu menn lóðum uppi á 2.hæð og komu reglulega fréttir í blöðunum að nýjar sprungur væru að myndast í húsinu vegna hamagangs lyftingamanna… Það endaði að lokum með niðurrrifi hússins og menn fundu sér annan samastað..

Í sænska æfðu fjölbreyttur hópur íþróttamanna eins og lyftingamenn.. kraftlyftingamenn, judómenn, frjálsíþróttamenn og fleiri. Menn gripu öðru hvoru í skák á milli æfinga og kunnu ótrúlega margir að tefla. Flestir frægustu kapparnir voru liðtækir í skákinni eins og t.d. Björn Lárusson, Óskar Sigurpálsson, Guðmundur Sigurðsson, Friðrik Jósepsson, Hreinn Halldórsson og Erlendur Valdimarsson ofl.

KR-ingurinnn Björn Lárusson stóð síðan fyrir því að halda skákmótið vestur í bæ.

Tefldar voru 18 skákir og urðu úrslit efstu manna þessi:

1.Björn Lárusson 16,5 v
2.Kári Elíson 14,5
3.Ari Stefánsson 11,5
4.Einar Þorgrímsson 8,5

Bjorn_Larusson_litil

Stóri Björn – Nautsterkur

Sigur Björns, sem bar viðurnefnið Stóri-Björn, var öruggur eftir að hafa unnið mig í innbyrðis vðurveignum 1,5 gegn 0,5v. Það kom mér á ávart hversu góður skákmaður Björn var en ég þekkti ekki til styrkleika hans fyrir mótið. Það var vel við hæfi að Björn ynni mótið því á þessum tíma var hann skýlaust sterkasti maður á Íslandi. Björn var fyrstur Íslendinga til að taka 200kg í bekkpressu og 300kg í réttstöðulyftu, Hann var einnig mikill félagsfrömuður. Björn sem lést 1999 var faðir hins kunna skákmeistara Sigurbjörns Björnssonar og tefldi pabbinn í hörkuanda líkt og sonurinn gerir.

Ég orti fyrir stuttu síðan stutt erfiljóð um Björn sem ég læt fylgja hér með:

Björn Lárusson (1942-1999)

Úr fjarska þá ég lít hin fornu vé
á frumherja er lyftu steini og tré,
þá minnist ég þín sem múra braust
og markaðir þau spor er reyndust traust.

Um nokkra aðra keppendur má segja að Ari Stefánsson tefldi traust og tókst að vinna Björn í annarri skákinni. Ari er enn að tefla á skákmótum hjá eldri borgurum með ágætum árangri. Hreinn Halldórsson náði ekki efstu sætum þarna en hann var í andlegri uppbyggingu fyrir Evrópumeistaratitil í kúluvarpi sem hann náði þremur árum síðar. Einar Þorgrímsson tefldi svoldið á skákmótum hjá Taflfélagi TR eftir þetta en er hættur núna að tefla held ég.

BJARTSÝNISVERÐLAUNIN

Í seinni umferð mótsins reyndi ég hvað ég gat til að ná Birni og fórnaði mönnum á báðar hendur og tók alla mögulega sénsa. Sumt gekk upp annað ekki. Skák mín við kringlukastarann Erlend Valdimarsson er gott dæmi um taflmennsku mína á mótinu. Erlendur er einn af mestu frjálsíþróttahetjum íslenskrar íþróttasögu en hann kastaði fyrstur Frónbúa kringlunni yfir 60 metra. Hann þáði allar fórnir gegn mér með hvítu og hefði átt að vinna en ég fékk bjartsýnisverðlaunin eftir skákina…

Reykjavík 1974

Hvítt: Erlendur Valdimarsson (ÍR)
Svart: Kári Elíson (Ármanni)

Ítalskt tafl.

JAFNTEFLI. Þar sem hvítur á ekkert betra en að þráskáka sökum hótunarinnar f1=D

Facebook athugasemdir