30 ár frá upphafi mestu baráttu skáksögunnar.

310px-Kasparov-12Árið 2014 markar merkileg tímamót þar sem 30 ár eru liðin frá upphafi fyrsta einvígis Garrý Kasparov (þá 2715) og Anatoly Karpovs (þá 2705).

Einvígið, sem hófst þann 10. september árið 1984, var hið fyrsta af alls fimm sem þeir tefldu um heimsmeistaratitilinn. Einvígisskákirnar urðu í heildina 144!, þar af vann Kasparov 21 og Karpov 19, 104 lauk með jafntefli.

Fyrsta einvígið taldi alls 48 skákir sem voru tefldar yfir fimm mánuði, en sex sigurskákir þurfti til að hampa titlinum. Lengi leit út fyrir að verkefnið yrði auðvelt fyrir Karpov, enda komst hann í 4-0 eftir aðeins níu skákir. Það varð þó ekki raunin því eftir fimm ósigra og 27 jafntefli fór Kasparov að bíta frá sér. Hann vann 32. skákina og þá 47.. Þá var gert viku hlé og enn vann Kasparov í þeirri 48., staðan allt í einu orðin 5-3 og allt gat allt gerst. Einvígið hlaut skjótan enda þegar FIDE ákvað – þvert á vilja keppenda – að binda endi á einvígið og hélt Karpov því titlinum enn um sinn.

Boðið var upp á Keres árás (6. g4) sem mótsvar við Scheveningen Sikileyjarvörn Kasparovs en hann hafði árið 1982 skrifað bókina Everything about the Scheveningen. Um 8.. h5 hafði Kasparov skrifað að leikurinn leysti ekki vandamál svarts og vildi frekar 8..d5 sem hann taldi bestan í stöðunni.

Hvorki gekk né rak hjá þeim félögum í þessari fyrstu skák og bauð Kasparov jafntefli eftir 36 leiki þegar báðir áttu aðeins tvær mínútur eftir til að ljúka fyrstu 40 leikjunum. Karpov þáði.

Facebook athugasemdir