Yfir skákborðinu: Dominic Lawson teflir við Murray Campbell og Hou Yifan

Blaðamaðurinn Dominic Lawson bryddar upp á sérdeilis skemmtilegri útgáfu af útvarpsþætti í seríunni „Across the board“ sem mætti kannski kalla „Yfir skákborðinu“ á hinu ilhýra. Lawson, sem er bróðir sjónvarpskokksins Nigellu Lawson, er þéttur skákmaður og hefur m.a. komið að skipulagningu heimsmeistaraeinvígis þeirra Karpovs og Kasparovs árið 1984, skrifað bókina „The inner game“ sem fjallar um einvígi Kasparovs og Nigel Short ásamt því að skrifa vikulegan skákdálk í tímaritið Standpoint.

Að þessu sinni teflir Dominic við Murray Campbell og Hou Yifan, heimsmeistara kvenna. Flestir þekkja til afreka Murray Campbell á skáksviðinu án þess að hafa hugmynd um hver maðurinn er. Hann er heilinn á bak við Dimmblá, tölvuna sem lagði skrímslið með þúsund augun, Garry Kasparov í vel þekktu einvígi. Áður hafði Murray þróað fjölmörg skákforrit, t.d:  HiTech,  ChipTest og Deep Thought.  Forritið HiTech var það fyrsta sem náði meistarastyrkleika, Deep Thought það fyrsta sem náði stórmeistarastyrkleika og Dimmblá sú fyrsta sem lagði ríkjandi heimsmeistara.

kasparov-grins-deepblue

Garry Kasparov djúpt hugsi í baráttunni gegn Dimmblá – Murray Campbell er í hlutverki tölvunnar.

 

Össur og Hue Yifan

Össur og Hou Yifan

 

Facebook athugasemdir