Viltu tefla í trillu?

10405555_10152658908529511_6312219394097803236_nSkákljónið Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, býður gestum Menningarnætur á laugardaginn milli kl. 13 og 16, að mæta um borð í trébátinn Óskar Matt VE 17 og taka eina bröndótta. Róbert er nýkominn frá Tromsö, þar sem hann var dómari á Ólympíuskákmótinu, ásamt fjórum öðrum Íslendingum.

10378314_10152658907789511_7898159367182906746_nÓskar Matt er með glæsilegri bátum íslenska flotans, rammíslensk trilla sem var endursmíðuð frá kili og upp úr af Auðuni Jörgenssyni. Báturinn er bundinn við bryggju í gömlu höfninni, beint fyrir neðan veitingastaðinn Kopar, Geirsgötu 3. Auðunn skipstjóri verður áskorendum til halds og trausts, og ættu áhugamenn að nota þetta tækifæri til að spreyta sig gegn einhverjum skemmtilegasta og sókndjarfasta skákmanni landsins.

Róbert mun örugglega krydda taflmennskuna með sögum frá Tromsö!

Facebook athugasemdir