Viltu gefa taflsett til Grænlands?

Hróksmenn hafa gefið um 2000 taflsett á Grænlandi, með dyggri aðstoð margra velunnara. Á síðasta ári  lagði Flugfélag Íslands til 300 taflsett handa börnum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.

Börnin hafa tekið skákinni fagnandi. Taflsett eru nú á flestum heimilum á austurströndinni. Skákin slær hvarvetna í gegn á Grænlandi. Hrókurinn hefur heimsótt byggðir, vítt og breitt um Grænland. Við höfum verið í Upernavik. Páskaskákhátíðin í Ittoqqortoormiit er einn af hápunktum ársins fyrir börnin, í þessu afskekktasta þorpi Grænlands. Framundan eru ferðir á nýjar slóðir.

Þau sem vilja leggja okkur lið geta til dæmis fjármagnað kaup á taflsetti með 2.500 króna framlagi.  Sendu okkur línu. V

,,Saman erum við sterkari!“

 

Facebook athugasemdir