Tómas Veigar er atskákmeistari Akureyrar 2014

Tómas Veigar er Atskákmeistari Akureyrar 2014

Tómas Veigar er Atskákmeistari Akureyrar 2014

Atskákmóti Akureyrar lauk í dag. Átta vaskir sveinar tóku þátt: Jón Kristinn Þorgeirsson, fráfarandi meistari, Áskell Örn Kárason, Smári Ólafsson, Haraldur HaraldssonKristjan HallbergGabriel Freyr Bjornsson, allir frá SA og Huginsmaðurinn Tómas Veigar Sigurðarson.

Fyrri hluti mótsins var tefldur fimmtudaginn 30. október og tók Jón Kristinn Þorgeirsson strax forystuna, vann allar skákirnar þrjár og var vinningi á undan næstu mönnum, þeim Tómasi Veigari og Áskatli Erni Kárasyni.

Á sunnudag fór svo fram síðari hluti mótsins. Allir þessir þrír, Jón Kristinn, Tómas Veigar og Áskell Örn unnu fyrstu tvær skákir sínar (af fjórum) og voru því efstir og jafnir þegar tvær umferðir voru eftir. Ljóst var að Tómas Veigar átti erfiðasta prógrammið eftir, enda átti hann eftir að tefla við báða úr hópi efstu manna.

Tómas Veigar hafði hvítt gegn Jóni Kristni og upp kom Grand Prix árás gegn Sikileyjarvörn Jóns. Jón missteig sig snemma tafls og fékk mjög erfiða stöðu.

 

Staðan eftir 9. leik svarts

Staðan eftir 9. leik svarts

Hér lék Jón 9..d5 sem er ekki hægt að mæla með því hann má aldrei taka á e4 – tvípeðin á c-línunni verða afar veikluleg.

Staðan eftir 13. leik hvíts

Staðan eftir 13. leik hvíts

Staðan eftir 13. leik hvíts (Ba3) er orðin verulega erfið. C-peðið fellur og staða svarts nær varla að rétta úr kútnum eftir þetta. 13..He8 14. Rxc5 Db6 15. Df2 Dc7 16. Bb2 e6 17. a4 f5 18. Ba3 a5 19. Rd4

Staðan eftir 19. leik hvíts

Staðan eftir 19. leik hvíts

Vera má að hvítur hafi leikið Hae1 í 19. leik og Rd4 í þeim 20.. Leikjaröðin hefur orðið gleymsku pistlahöfunds að bráð. Í framhaldinu lék svartur g5 g4 h5 h4 h3 og hvítur c3 b4 b5 b6 og b7. Hvítur vann skiptamun og Riddara og eftirleikurinn var auðveldur eftir það, að vísu mátti hvítur passa sig að verða ekki mát, svart peð á h3 og hvítur hafði leikið g3 en svartur hafði ekki nægt mótspil til að notfæra sér það. 1-0.

Staðan var þá orðin þannig að Tómas Veigar, Jón Kristinn og Áskell Örn Karason voru allir efstir með 5 vinninga af 6 og Tómas átti að mæta Áskatli í lokaumferðinni.

Í viðtali við hrokinn.is kvaðst Tómas ekki hafa verið bjartsýnn um sigur þegar tvær umferðir voru eftir:

Staðan var þannig að ég gat fræðilega jafnað Jón Kristinn, en til þess þyrfti ég að vinna þá báða [innsk: Jón og Áskel]. Ég var ekki sérstaklega bjartýnn fyrir þessar skákir, enda er Jón einfaldlega sterkasti skákmaður Norðurlands um þessar mundir; þá er Áskell alltaf afar erfiður, en ég hef þó stundum grísað á hann í atskákum, s.s. árið 2012 þegar ég vann þetta sama mót með fullu húsi, 7 af 7. Ég tók reyndar ekki þátt árið 2013 þannig að sigurinn nú er sá annar í röð á þessu móti.

Í lokaumferðinni hafði Tómas svart gegn hinum grjótharða Áskatli. Upp kom einhverskonar Kóngsindverji sem greinarhöfundur kann ekki að nefna. Svartur stóð ágætlega framan af en tapaði svo peði eftir leikfléttu Áskels. Um stöðuna sagði Tómas:

Ég misreiknaði mig eitthvað, ég sá að hvítur hótaði að leika f3 en athugaði ekki að eftir hrókaskiptin var peðið á b4 óvaldað, ég var þó ekkert sérstaklega hissa á þessari yfirsjón, enda með ADHD. Eftir það ákvað ég að gera allt sem ég gæti til að grípa frumkvæðið á nýjan leik, það tókst mjög fljótlega og hvítur missteig sig svo í flækjunum sem fylgdu.

tafla

Mótið á Chess-Results
Frétt SA

 

Facebook athugasemdir