Stórslys Karpovs

LarryCÞað eru ekki alltaf jólin í bransanum og flestir skákmenn lenda í því að leika hreint skelfilega af sér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á ferlinum. Ekki langt frá hátindi ferils síns lenti fyrrverandi heimsmeistarinn Anatoly Karpov í hreint skelfilegri skákblindu gegn Íslandsvininum Larry Christansen.

Karpov gleymdi hreinlega að maður sem er nýbúið að hreyfa getur fært sig til baka þaðan sem hann kom! Einfaldur vinningsleikur hjá Christansen og sönnun á því að alltaf skal gæta vel að óvölduðum mönnum…. jafnvel þó þú hafir orðið heimsmeistari í skák!

 

Facebook athugasemdir