Talsvert hefur verið rætt um hið fræga krossfestumát Bodens sem svo vel var lýst í nýjasta pistli Kára Elísonar.
Í gær var fjallað um skák Emil Joseph Diemer.
Að þessu sinni víkur sögunni að öðrum og ekki síður sögufrægum skákmanni sem lætur gjarnan reka á reiðanum í skákum sínum, hr. Stefáni Bergssyni.
Dæmi dagsins er frá 110 ára afmælismóti TR árið 2010, en þar krossfestir Stefán vin sinn Jóhann Hjört Ragnarsson.
Gjöriði svo vel!