Róbert Lagerman er einhver allra skemmtilegasti sóknarskákmaður landsins og þótt víðar væri leitað.
Skákáhugamenn af öllum stærðum og gerðum ættu því að nota tækifærið á Menningarnótt, á laugardag, milli 13 og 16, en þá mun meistarinn tefla við áskorendur um borð í trillunni Óskari Matt VE sem er bundin við bryggju í gömlu höfninni, beint fyrir neðan veitingastaðinn Kopar, Geirsgötu 3.
Skák dagsins var tefldi Róbert árið 2001 gegn alþjóðameistaranum Gaby Livshits frá Ísrael. Þetta er sannkölluð sprengjuveisla!