Sotsí: Jafntefli í 9. skákinni – Anand verður að taka áhættu á morgun

Maggi fór rakleitt út á körfuboltavöll eftir umferðina.

Maggi fór rakleitt út á körfuboltavöll eftir umferðina.

9. skákin í einvígi Viswanathan Anands og Magnúsar Carslen verður líklega ekki fóður fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar þegar þeir skrifa um skáksöguna. Anand tefldi Berlínarmúrinn líkt og í 7. skákinni og virtist mun betur undirbúinn en Magnús; Þannig notaði Anand aðeins rúmar 15 mínútur í alla skákina á meðan Maggi þurfti heilar 50 mínútur. Maggi leiðir sem fyrr, nú með 5 vinninga gegn 4.

Anand virðist hafa fundið rétta planið í einvíginu, 1.d4 á hvítt og Berlínarmúrinn með svart – Vandinn er bara að nú eru aðeins þrjár skákir eftir og ekki er með öllu öruggt að 12. og lokaskákin verði tefld, því Magga vantar nú aðeins 1,5 vinning til að ná 6,5 í heildina sem gerir út um einvígið. Anand verður því að pressa af öllum lífs og sálar kröftum á morgun (10. skákin, Anand með hvítt) til að jafna stöðuna og annað hvort reyna að vinna í 12. skákinni (með hvítt) eða gera jafntefli og tryggja sig áfram í úrslitakeppni.

Maggi virtist frekar óhress með taflmennsku sína í dag og reyndar almennt í einvíginu. Þannig birti hann skilaboð á Twitter eftir skákina sem hugsanlega mætti kalla kaldhæðnisleg; þjáningarbróðir hans í Berlínarfræðum var fljótur að svara:

Anand er talsvert gagnrýndur fyrir daufa taflmennsku í síðustu umferðum. Sem dæmi birtir Dagbladed.no viðtal við spánska skákblaðamanninn Leontxo Garcia sem lýst illa á áætlun Anands í einvíginu:

Stóra spurningin er: Hvers vegna tekur Anand enga áhættu? Það er ólíkt honum. Eina rökrétta svarið er að áhætta sé bara ekki hluti af hans karakter. En hann verður að taka sénsa. Hann hefur ekkert val. Hann á tvær hvítar skákir eftir, en það er alls ekki víst að lokaumferðin verði tefld.

Garcia segist vera nokkuð ánægður með taflmennsku Anands í einvíginu í heild. en er ekki viss um að hann hafi það sem þarf til að standast pressuna sem einkennir einvígið nú:

Áætlun hans í einvíginu er að eyðileggja fyrir honum. Hann verður að taka áhættu. Ef þú ætlar að vinna Carlsen, þá verður þú að tefla dýnamískar stöður. Að skipta upp á drottningum í upphafi skákar er ekki rétta leiðin.

Skák dagsins var í styttra lagi líkt og þekkt er og verður ekki rannsökuð sérstaklega. Bent er á myndbönd neðst í fréttinni þar sem skákinn er krufin til mergjar.

Hvað sem öðru líður, þá er nokkuð ljóst að skákin á morgun verður spennandi og gæti ráðið úrslitum, takist Anand ekki að rétta sinn hlut.

Viðtal við Anastasíu Karlovich, fjölmiðlafulltrúa FIDE

anastasya_karlovichAnastasía Karlovich hefur verið nokkuð áberandi í öllum helstu atburðum FIDE undanfarin ár. Hún hefur það erfiða hlutverk að taka á móti keppendum eftir oft langar og erfiðar skákir og krefja þá svara um allt milli himins og jarðar sem fjölbreyttri flóru blaðamanna dettur í hug að spyrja um. Anastasía er sjálf stórmeistari kvenna og státar af rúmum 2200 skákstigum; sem slík veit hún og skilur hvernig þeim félögum líður eftir erfiðar skákir og/eða tap.

Anastasía útskrifaðist úr Lagadeild Háskólans í Úkraínu (The National University Yaroslav the Wise Law Academy of Ukraine) þar sem hún kennir nú stjórnskipunarrétt erlendra ríkja meðfram doktorsnámi.

Anastasía er líka ljósmyndari og tekur hluta ljósmynda sem sýndar eru á heimasíðu mótsins.

Myndagallerí mótsins.

Dagbladed.no tók viðtal við Anastasíu eftir maraþonskákina í 6. umferð:

Facebook athugasemdir