Heyrst hefur að síðastliðinn föstudag hafi Dagur B. Eggertsson tekið á mótri vaskri sveit skákdýrkenda, þeim: Páli G. Jónssyni, kaupsýslumanni, Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Flugleiða og formanni Samtaka atvinnulífsins, Einari S. Einarssyni, forseta Skáksögufélagins og Gunnari Björnssyni, forseta Skáksamband Íslands.
Ljósmyndari Hróksins var að sjálfsögðu á staðnum, en þegar á reyndi var hann ófáanlegur til að ræða um efni fundarins. Hann sagði þó að umræður um „hvað borgin getur gert til að vekja athygli á skáklistinni – í staðinn fyrir það hvað skáklistinn hefur gert fyrir borgina“ hafi að sjálfsögðu verið á dagskránni – þó ekki verði farið út í þau mál nánar að sinni.