Skákhátíðin í Ittoqqortoormiit 2014

Rúmlega 50 börn og unglingar mættu í dag á fyrsta skákviðburð Hróksins hér í Ittoqqortoormiit. Röð glaðbeittra krakka beið leiðangursmanna þegar þeir mættu vel tímanlega til að undirbúa mótstað.

Skákmeistari, leiðangurstjóri ferðarinnar og varaforseti Hróksins, Róbert Lagerman, tefldi síðan fjöltefli. Ljóst er að skákgyðjunni er vel sinnt á milli páskaferða Hróksins enda þurfti hinn reynslumikli varaforseti ítrekað að staldra við í glímu sinni við glaðleg, en einbeitt ungmennin. Þó svo enginn hafi lagt íslenska skáktrúboðann að velli náðu tveir upprennandi skákmeistarar þeim stórgóða árangri að knýja fram jafntefli.
Við setningu skákhátíðar Hróksis var Knud Elisen, fyrrum skólastjóri grunnskólans í Ittoqqortomiit og hjálparhella Hróksmanna, heiðraður fyrir ómetanlega aðstoð sem spannar nú hartnær áratug.

Á morgun verður verður blásið til páskaeggjamóts þar sem vegleg páskaegg verða í verðlaun. Hrókliðar hafa mætt klyfjaðir páskaeggjum undanfarin ár og búast má við að heimamenn geri þeim góð skil nú yfir páskahátíðina.

.


Created with flickr slideshow.

Facebook athugasemdir