Palestína leggur Guernsey í Tromsö

Hin hrjáða Palestína á sína fulltrúa á Ólympíuskákmótinu. Oddviti sveitar þeirra í opnum flokki er Ahmed Shobaita, sem fæddur er 1983 og er með 2067 skákstig.

Palestínumenn byrjuðu illa: töpuðu 4-0 í 1. umferð og mættu svo aðeins of seint í 2. umferð, svo skákirnar voru dæmdar þeim tapaðar. En nú þeir komnir í gang, gerðu jafntefli við Jórdaníu í hörkuviðureign og unnu harðsnúna sveit Guernsey.

Og skák dagsins er einmitt viðureign Shobaita og Christofers Hollands (2270 skákstig) hins knáa 1. borðs manns Guernseyinga. Hér er hart barist!

Facebook athugasemdir