Forsíða

 • Gleðikveðja frá Tasiilaq!

  Útiskákmót í Tasillaq, höfuðstað Austur-Grænlands.

 • Gleðibros, gotterí og grænlenskt skákkver

  Grænlensk stúlka í Nuuk, með ,,gula kverið" og nammi frá Nóa Síríus.

 • Sannkölluð Vin!

  Skákmót í Vin, athvarfi Rauða krossins. Þar eru höfuðstöðvar Vinaskákfélagsins.

 • Teflt við ysta haf

  Jóhann Hjartarson stórmeistari og Kidda Svarfdal búa sig undir taflmennsku í Djúpavík í Árneshreppi.

 • Sigurvegarar!

  Hrókurinn var óstöðvandi á Íslandsmóti skákfélaga á árunum 1998-2004, en þá var pakkað saman með stæl og áhersla lögð á útbreiðslu fagnaðarerindisins.

 • Kátir krakkar í ,,gleymda bænum

  Þessi dásamlegu börn eru frá Upernavik á Vestur-Grænlandi, en þar voru Hróksmenn á ferð í desember 2013. Upernavik er kallaður gleymdi bærinn, því þangað koma fáir og lítið er í boði fyrir börnin.

 • Bikarbros

  Glaðbeittar stöllur, Magdalena og Þórhildur Helga, með nokkur af sigurlaunum Hróksins á Íslandsmóti skákfélaga.

 • Galdur á jónsmessunótt

  Róbert Lagerman og Hrafn Jökulsson í Kolgrafarvík í Árneshreppi, á jónsmessunótt.

 • Fáni norðursins!

  Stúlka í Ittoqqortoormiit, einu afskekktasta þorpi norðurslóða. Hróksmenn hafa staðið fyrir skákhátíð í bænum um hverja páska síðan 2005.

 • ,,Saman erum við sterkari!

  Together we are stronger! sagði Jonatan Motzfeldt eftir að þeir Ivan Sokolov höfðu lagt færeyska mótherja í tvískák á Grænlandi 2003.

 • Með sveiflu!

  Hinn eini sanni Raggi Bjarna er einn af fjölmörgum listamönnum sem hefur lagt Hróknum og skákinni lið.

 • Skákgleði!

  Hrafn Jökulsson og kátir krakkar í Kuummiut. Hrókurinn hefur með dyggum stuðningi fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja gefið um 2000 taflsett á Grænlandi.

 • Gjafir meistarans

  Goðsögnin Friðrik Ólafsson færir Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur gjöf við upphaf afmælismóts Friðriks, sem haldið var í Djúpavík sumarið 2010.

 • Skák og mát!

  Hrókurinn og Edda útgáfa færðu fimm árgöngum barna bókina Skák og mát. Alls lagði Edda til 25 þúsund eintök af bókinni. Hróksmenn heimsóttu alla grunnskóla á Íslandi og öll sveitarfélög, og gleðin var allsstaðar við völd.

 • Ævintýri í Eyjum

  Stór hópur Hrókskrakka í Vestmannaeyjum 2004. Ýmsir úr þessum frábæra hópi hafa síðan látið að sér kveða í íslensku skáklífi.

 • Skák er skemmtileg!

  Skák er skemmtileg -- á grænlensku. Æfið ykkur endilega að bera orðin fram!

 • Gleði

  Þessir eldheitu aðdáendur Barcelona í litlu grænlensku þorpi kunnu svo sannarlega að meta skákina.

 • Goðsagnir mætast

  Alexei Shirov og Viktor Kortsnoj á Stórmóti Hróksins á Kjarvalsstöðum 2003. Báðir hafa þeir teflt um heimsmeistaratitilinn í skák.

 • Glaðbeittur stubbur

  Þessi ungi maður, sem sannarlega á framtíðina fyrir sér, er frá Ittoqqortoormiit.

 • Skáktrúboðar

  Róbert Lagerman og Stefán Herbertsson, þrautreyndir skáktrúboðar á Grænlandi. Báðir eru þeir í stjórn Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands.

 • Skákin heillar

  Hrókurinn hefur á síðustu 18 mánuðum skipulagt fjölmargar hátíðir í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Börnin þyrpast að taflborðinu

 • Norðurlandameistarar

  Hrókurinn varð Norðurlandameistari skákfélaga árið 2003 og því var fagnað með glæsilegu hófi í Gamla bíó. Fyrirliðinn Róbert lyftir bikarnum.

 • Skákgrallarar

  Stemmningin á skákmótum Hróksins er engu lík: Hér má sjá Elísabetu Jökulsdóttur og Heimi Pál Ragnarsson á skákmóti í Trékyllisvík.

 • Lært um leyndardóma

  Skákin er heillandi og skemmtileg. Skák hefur líka góð áhrif á námsárangur, enda eflir hún bæði rökhugsun og sköpunargáfu.

 • Sögulegt einvígi

  Friðrik Ólafsson og Bent Larsen voru meðal bestu skákmanna heims um árabil og háðu marga orustu. Hrókurinn efndi til einvígis þeirra 2003. Bjarni Felixson leikur fyrsta leikinn undir vökulum augum Einars S. Einarssonar dómara.

 • Tveir snillingar

  Ofurstórmeistarinn Ivan Sokolov, lykilmaður í Hróknum, og Haukur Angantýsson, Íslandsmeistari 1976, að tafli í Vin.

 • Söngur á Selfossi

  Hrókurinn stóð fyrir gríðarsterkum skákmótum á Selfossi 2002 og 2003. Barnakór syngur við setningu hátíðarinnar 2002.

 • Öld skilur að!

  Mjög söguleg mynd: Kempan Guðmundur Daðason, 103 ára, mætir Alfreð B. Valencia, 5 ára, á skákhátíð Hróksins á Broadway 2003. Heil 98 ár skilja keppendur að.

 • Sigurkrans Shirovs

  Þórólfur Árnason, þv. borgarstjóri í Reykjavík, afhendir snillingnum Alexei Shirov sigurlaun á Stórmóti Hróksins á Kjarvalsstöðum.

 • Það er engin leið að hætta!

  Stúlka á Selfossi með Skák og mát á leiðinni heim úr skólanum. Alls gáfu Edda útgáfa og Hrókurinn 25.000 eintök af þessari frábæru bók Karpovs, sem myndskreytt er af snillingum Walt Disney og íslenskuð af Helga Ólafssyni.

 • Skákdrottningin

  Regina Pokorna frá Slóvakíu tefldi með skáksveitum Hróksins og dvaldi auk þess marga mánuði á Íslandi við að útbreiða fagnaðarerindið.

 • Stórlaxar á Stórmóti.

  Keppendur á Stórmóti Hróksins í marsmánuði árið 2003. Efri röð frá vinstri: Michael Adams, Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Ivan Sokolov, Stefán Kristjánsson, Etienne Bacrot. Fremri röð frá vinstri: Bartlomiej Macieja, Viktor Kortsnoj, Alexei Shirov og Luke McShane.

 • Skipstjóraskák

  Teflt á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Í kjölfarið var svo slegið upp stórmóti í Flatey.

 • Undrabörn

  Enski snillingurinn Luke McShane afhendir verðlaun á barnaskákmóti Hróksins.

 • Regla númer eitt!

  Allar alvöru skákir hefjast á handabandi. Og helst brosi líka.

 • Skák brúar öll bil

  Allir geta teflt: Ungir og gamlir, strákar og stelpur. Hér eru hin unga og efnilega Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Böðvar Böðvarsson (1936-2014).

 • Melasystur

  Smávinir fagrir líða um loftið við setningu skákhátíðar í Árneshreppi. Árný og Ellen Björnsdætur frá Melum heilluðu skákmenn og gesti.

 • Guðmundar í Ávík minnst

  Skákhátíð í Árneshreppi 2009 var tileinkuð minningu Hróksmannsins Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Hér er Jóhann Hjartarson ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og fjölskyldu.

 • Sigurmerkið

  Grænlensk bros, fáni Hróksins og sigurmerkið!

 • Jakans minnst

  Minningarmót Guðmundar J. Guðmundssonar var eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á Íslandi. Hér leikur Elín Torfadóttir, ekkja jakans, fyrsta leikinn í skák Topalovs og Gunnars Björnssonar.

 • Páskaeggjagleði!

  Bónus gefur börnunum í Ittoqqortoormiit páskaegg á hverju ári. Páskaeggjamótið er jafnan hápunktur skákhátíðar Hróksins í þessu afskekkta þorpi.

 • Sigurvegari

  Mikail Gurevich sigraði á hinu gríðarlega sterka minningarmóti Guðmundar J. Guðmundssonar og hlaut að sjálfsögðu sigurkrans.

 • Enginn venjulegur bikar!

  Guðjón Kristinsson listamaður frá Dröngum lagði til verðlaunagripinn á minningarmóti Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Fjölmargir listamenn hafa lagt Hróknum lið í gegnum árin.

 • Hrókurinn í Sarajevo

  Hrókurinn og utanríkisráðuneytið stóðu að skákskóla í Sarajevo veturinn 2003-4, en borgin varð mjög illa úti í borgarastyrjöld Júgóslavíu. Mörg hundruð börn tóku þátt í dásamlegu og gefandi verkefni.

 • Skáksnillingur og skáldjöfur

  Ivan Sokolov og Einar Kárason saman í liði í tvískák.

 • Keisari í verðlaun!

  Rúnar Sigurpálsson fékk ekki hefðbundinn bikar fyrir glæstan sigur á stórmóti í Trékyllisvík: Hrafn Jökulsson afhenti honum hausinn af sjálfum Daríusi Persakeisara!

 • Litrík blindskák!

  Guðmundur Jónsson óðalsbóndi í Stóru-Ávík og Paulus Napatoq, blindur piltur frá Grænlandi, að tafli í Kaffi Norðurfirði. Paulus er frá Ittoqqortoormiit, ótrúlega snjall piltur af miklum veiðimannsættum.

 • Friðrik hylltur

  Hrókurinn hélt afmælismót Friðriks Ólafssonar 2010. Katrín Jakobsdóttir þv. menntamálaráðherra (og glúrin skákkona) flytur setningarávarp.

Skák er áhættuíþrótt!

Dauði tveggja keppenda á Ólympíuskákmótinu í Tromsö vakti mikla athygli um allan heim. Skákáhugamaðurinn Stephen Moss greinahöfundur hjá Guardian segir að skák útheimti mikla líkamlega og andlega áreynslu og sé áhættuíþrótt. Margir skákmenn eru hinsvegar í slæmu líkamlegu formi og hugsa lítt um hreyfingu eða mataræði. Moss skrifar: Mér fannst þetta einhver sérkennilegasta tilviljun sem sögur fara af: tveir skákmenn dóu ...

Lesa grein »

Stríðshetjan sem vann Fischer — Drepinn á skrifstofu skáktímarits og troðið inn í peningaskáp

Hann lærði að tefla þar sem hann lá 19 ára gamall á hersjúkrahúsi í seinni heimsstyrjöldinni árið 1943. Hann hafði barist af hreysti, fengið í sig sprengjubrot og lá nú í sjúkrarúminu og hafði ekkert við líf sitt að gera. Hann drap tímann með skák. Sjaldgæft er að þau sem læra skák svo seint nái langt, en Abe Turner var ...

Lesa grein »

Dauðinn í Tromsö: Skákheimurinn syrgir Meier og Anarkulov — Síðustu skákir meistaranna sem dóu á Ólympíumótinu

Skákheimurinn syrgir nú tvo skákmeistara sem dóu á lokadegi Ólympíuskákmótsins í Tromsö. Kurt Meier lést við skákborðið á fimmtudag og um kvöldið lést Alisher Anarkulov frá Úsbekistan á hóteli í Tromsö. Anarakulov var fæddur 1968 og tefldi með liði Alþjóðasambands heyrnarlausra skákmanna. Kurt Meier var 67 ára og tefldi á 2. borði fyrir Seychelles-eyjar. Meier var ættaður frá Sviss en ...

Lesa grein »

Simen Agdestein hættur: Sérvitringur sem neyddist til að tefla – Hættir á toppnum

Simen Agdestein einn þekktasti skákmaður Noregs, fyrir utan Carlsen kannski,  hefur ákveðið að hætta á toppnum sem atvinnumaður og snúa sér alfarið að kennslu. Hann hefur átt nokkuð litríkan feril, bæði sem knattspyrnumaður og sem atvinnuskákmaður og er því rétt að líta aðeins yfir farinn veg. Simen er mikill örlagavaldur norskrar skáklistar – bæði sem skákmaður og þjálfari, en frægt er ...

Lesa grein »

Tími Asíu runninn upp:  Kínverjar vinna glæsilegan sigur á Ólympíumótinu í Tromsö! Indverjar með brons — keppandi lést í lokaumferðinni

Það var skrifað í stjörnurnar: Ungu, kínversku snillingarnir unnu glæsilegan sigur á 41. Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Ungverjar hrepptu silfrið og Indverjar náðu bronsinu mjög óvænt. Ísland tapaði illa fyrir Egyptalandi og endaði í 39. sæti af um 180. Sorgarfréttir voru að berast frá Tromsö: Á fimmtudagskvöld var greint frá því í fréttum að keppandi frá Seychelles-eyjum hefði hnigið niður á ...

Lesa grein »

Lokaumferð Ólympíuskákmótsins: Kínverjar hársbreidd frá fyrsta gullinu!

Lokaumferðin á Ólympíuskákmótinu í Tromsö hófst klukkan 9 á fimmtudagsmorgun. Kínverjar sitja nú að tafli við Pólverja, og sigur í viðureigninni tryggir þeim fyrsta sigur Kína á ólympíuskákmóti. Ungu kínversku snillingarnir blésu til stórsóknar, og hafa undirtökin í flestum skákunum þegar þetta er skrifað kl. 11:21. Kínverjar voru efstir fyrir síðustu umferð með 17 stig, en næstir komu Ungverjar með ...

Lesa grein »

Stórfréttir: Judit Polgar hætt – Besta skákkona sögunnar – ,,Þú ert ekki stúlka, þú ert undantekning!“

Judit Polgar fremsta skákkona sögunnar hefur upplýst að hún ætli að hætta atvinnumennsku eftir Ólympíumótið í Tromsö, sem lýkur á fimmtudag. Judit, sem er 38 ára, hefur verið besta skákkona heims í 25 ár, og sigrað flesta bestu skákmenn heims, m.a. Karpov, Kasparov, Anand og Carlsen. Í viðtalinu við Times lýsir Judit Polgar bernsku sinni og æskuárum. Hún er yngst þriggja ...

Lesa grein »

Aumingja Magnús!

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen er farinn frá Tromsö, þótt enn sé ein umferð eftir af 41. Ólympíuskákmótinu. Hann teflir því ekki gegn Malasíu, en þar hefði alþjóðameistarinn Lim (2311) fengið uppfylltan þann draum allra skákmanna að kljást við heimsmeistara. Viðureign Noregs og Malasíu í síðustu umferð hefur engin áhrif á toppbaráttuna: Carlsen og kempur hans eru í 39. sæti… Bjartar vonir ...

Lesa grein »

Spennan nálgast suðumark í Tromsö: Kínverjar í dauðafæri fyrir síðustu umferð —  Úkraína sigraði Rússa í kvennaflokki! — Ísland efst Norðurlanda!

Þvílíkur dagur í Tromsö! Hinn tvítugi undradrengur Yu (2668) tryggði Kína sigur á firnasterkri sveit Frakklands, og fyrsta ólympíugull Kínverja er innan seilingar. Síðasta umferð mótsins verður tefld á fimmtudag. Meðan Kínverjar murkuðu líftóruna úr franska liðinu gerðu Úkraínumenn og Azerar 2-2 jafntefli, en Ungverjar unnu góðan 3-1 sigur á Rúmeníu. Ungverjar eru nú komnir upp í 2. sætið, stigi ...

Lesa grein »

Háspenna í Tromsö: Frakkar ná Kínverjum, Ísland heldur sjó, Palestínumaður með bestan árangur einstaklinga

Jafnteflisdraugurinn gekk ljósum logum um 69. breiddargráðu þegar 9. umferð Ólympíuskákmótsins í Tromsö fór fram á mánudag. Spútniklið Kínverja mætti sveit Úkraínu sem er komin á flug eftir brösótta byrjun.  Jafntefli var niðurstaðan í öllum skákunum fjórum, og viðureignin fór því 2-2. Kínverjar halda efsta sæti, með 15 stig af 18 mögulegum, en þeir hafa fengið félagsskap á toppnum: Frakkar ...

Lesa grein »

Afhroð Kasparovs í Tromsö: Maðurinn sem var numinn brott af geimverum áfram forseti FIDE

Garry Kasparov beið mikinn ósigur gegn Kirsan Ilyumzhinov í forsetakosningum í FIDE, alþjóðaskáksambandinu, sem fram fóru í Tromsö á mánudag. Ilyumzhinov, sem verið hefur forseti FIDE síðan 1995, fékk 101 atkvæði en Kasparov 61. Þetta er þriðja atlagan sem gerð er að forsetanum. Áður höfðu Bessel Kok, hollenskur kaupsýslumaður og skákfrömuður, og Anatoly Karpov fv. heimsmeistari farið flatt á tilraunum til ...

Lesa grein »

Flugeldasýning Kínverja í Tromsö! Ofursveit Rússa úr leik — Íslendingar á sigurbraut

Kínversku snillingarnir halda áfram að fara á kostum í Tromsö: Í áttundu umferð lögðu þeir Azera 3-1 og hrifsuðu þannig af þeim efsta sætið, þegar þrjár umferðir af 11 eru eftir. Íslendingar héldu  áfram á sigurbraut, lögðu Skota 3-1, og eru í 22. sæti af tæplega 180 keppnissveitum. Kína er í efsta sæti með 14 stig af 16 mögulegum, eftir ...

Lesa grein »

Stórtíðindi í Tromsö! Carlsen tapar, Tékkar rústa Rússum — Íslendingar gjörsigra Pakistan

Þvílíkur dagur í Tromsö! Azerar sigruðu Kúbverja og eru einir á toppnum. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2877 skákstig)  tapaði fyrstu skák sinni á mótinu, fyrir Þjóðverjanum Arkadij Naiditsch (2709) sem er þessa stundina í 35. sæti heimslistans. Öðrum skákum lauk með jafntefli, svo Þýskaland sigraði Noreg með 2,5 vinningi gegn 1,5. Vonir Norðmanna um verðlaun á mótinu eru nú að litlu ...

Lesa grein »

Hetjurnar frá Manila! (Og skákkonan sem hefur náð enn betri árangri)

Íslendingar mættu fyrst til leiks á Ólympíuskákmótinu í Hamborg árið 1930. Alls hafa Íslendingar teflt á 36 af 41 ólympíumóti, að mótinu í Tromsö meðtöldu. Skákirnar eru því orðnar býsna margar, eða 2184 til að allrar nákvæmni sé gætt. Hrókurinn rýndi í tölfræði íslenska landsliðsins á ólympíuskákmótum og skoðaði sérstaklega árangur þeirra sem nú sitja að tafli í Tromsö… Íslendingar ...

Lesa grein »

Andlát: Arinbjörn Guðmundsson skákmeistari — Hann tefldi við Fischer og Tal

Látinn er í Ástralíu Arinbjörn Guðmundsson skákmeistari og járnsmiður, sem var meðal bestu skákmanna Íslands milli 1955 og 1970. Hann var fulltrúi Íslands á fjórum Ólympíuskákmótum með frábærum árangri. Arinbjörn fæddist 22. maí 1932 á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum, sonur Guðmundar Björnssonar verkamanns frá Efstu-Grund og Guðmundu Ágústsdóttur úr Skagafirði. Arinbjörn var orðinn 17 ára þegar hann lærði mannganginn, og var ...

Lesa grein »

Ólympíuskákmótið: Carlsen lék á krónprinsinn

Kúba og Azerbæjan eru efst á Ólympíuskákmótinu í Tromsö eftir sex umferðir af ellefu. Azerar sigruðu í dag Georgíumenn og Kúbverjar gjörsigruðu Kazaka. Kínverjar, Rússar, Norðmenn unnu í dag og eru skammt frá toppnum, ásamt fleiri landsliðum. Íslendingar og Færeyingar gerðu jafntefli, þar sem okkar menn hefðu átt að gera betur. En augu skákheimsins beindust í dag að 23 ára ...

Lesa grein »

Hálfleikur á Ólympíuskákmótinu í Tromsø: Hvernig standa Íslendingarnir sig?

Nú er lokið fimm umferðum af ellefu á Ólympíuskákmótinu í Tromsø. Keppendur fengu frí á fimmtudag, og framundan eru sex æsispennandi umferðir. Íslendingar eru í 45. sæti en alls taka rúmlega 170 skáksveitir þátt í 41. Ólympíuskákmótinu og hafa aldrei verið fleiri. Kvennasveit Íslands er í 51. sæti af rúmlega 130. Hvernig hefur okkar fólk verið að standa sig? Rýnum aðeins ...

Lesa grein »

Æsispennandi Ólympíuskákmót: Kramnik jarðar erkióvininn — Íslendingar mala blinda

Fimmta umferðin á Ólympíuskákmótinu í Tromsö var æsispennandi og dramatísk. Tveir stigahæstu skákmenn heims mættust í viðureign Noregs og Armeníu. Þar átti heimsmeistarinn Carlsen í vök að verjast gegn Aronian, en niðurstaðan varð jafntefli. Vladimir Kramnik var hinsvegar  í engum jafnteflishugleiðingum þegar hann settist niður á móti erkióvini sínum, Veselin Topalov frá Búlgaríu. Þeir tókust ekki í hendur við upphaf ...

Lesa grein »