Forsíða

 • Gleðikveðja frá Tasiilaq!

  Útiskákmót í Tasillaq, höfuðstað Austur-Grænlands.

 • Gleðibros, gotterí og grænlenskt skákkver

  Grænlensk stúlka í Nuuk, með ,,gula kverið" og nammi frá Nóa Síríus.

 • Sannkölluð Vin!

  Skákmót í Vin, athvarfi Rauða krossins. Þar eru höfuðstöðvar Vinaskákfélagsins.

 • Teflt við ysta haf

  Jóhann Hjartarson stórmeistari og Kidda Svarfdal búa sig undir taflmennsku í Djúpavík í Árneshreppi.

 • Sigurvegarar!

  Hrókurinn var óstöðvandi á Íslandsmóti skákfélaga á árunum 1998-2004, en þá var pakkað saman með stæl og áhersla lögð á útbreiðslu fagnaðarerindisins.

 • Kátir krakkar í ,,gleymda bænum

  Þessi dásamlegu börn eru frá Upernavik á Vestur-Grænlandi, en þar voru Hróksmenn á ferð í desember 2013. Upernavik er kallaður gleymdi bærinn, því þangað koma fáir og lítið er í boði fyrir börnin.

 • Bikarbros

  Glaðbeittar stöllur, Magdalena og Þórhildur Helga, með nokkur af sigurlaunum Hróksins á Íslandsmóti skákfélaga.

 • Galdur á jónsmessunótt

  Róbert Lagerman og Hrafn Jökulsson í Kolgrafarvík í Árneshreppi, á jónsmessunótt.

 • Fáni norðursins!

  Stúlka í Ittoqqortoormiit, einu afskekktasta þorpi norðurslóða. Hróksmenn hafa staðið fyrir skákhátíð í bænum um hverja páska síðan 2005.

 • ,,Saman erum við sterkari!

  Together we are stronger! sagði Jonatan Motzfeldt eftir að þeir Ivan Sokolov höfðu lagt færeyska mótherja í tvískák á Grænlandi 2003.

 • Með sveiflu!

  Hinn eini sanni Raggi Bjarna er einn af fjölmörgum listamönnum sem hefur lagt Hróknum og skákinni lið.

 • Skákgleði!

  Hrafn Jökulsson og kátir krakkar í Kuummiut. Hrókurinn hefur með dyggum stuðningi fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja gefið um 2000 taflsett á Grænlandi.

 • Gjafir meistarans

  Goðsögnin Friðrik Ólafsson færir Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur gjöf við upphaf afmælismóts Friðriks, sem haldið var í Djúpavík sumarið 2010.

 • Skák og mát!

  Hrókurinn og Edda útgáfa færðu fimm árgöngum barna bókina Skák og mát. Alls lagði Edda til 25 þúsund eintök af bókinni. Hróksmenn heimsóttu alla grunnskóla á Íslandi og öll sveitarfélög, og gleðin var allsstaðar við völd.

 • Ævintýri í Eyjum

  Stór hópur Hrókskrakka í Vestmannaeyjum 2004. Ýmsir úr þessum frábæra hópi hafa síðan látið að sér kveða í íslensku skáklífi.

 • Skák er skemmtileg!

  Skák er skemmtileg -- á grænlensku. Æfið ykkur endilega að bera orðin fram!

 • Gleði

  Þessir eldheitu aðdáendur Barcelona í litlu grænlensku þorpi kunnu svo sannarlega að meta skákina.

 • Goðsagnir mætast

  Alexei Shirov og Viktor Kortsnoj á Stórmóti Hróksins á Kjarvalsstöðum 2003. Báðir hafa þeir teflt um heimsmeistaratitilinn í skák.

 • Glaðbeittur stubbur

  Þessi ungi maður, sem sannarlega á framtíðina fyrir sér, er frá Ittoqqortoormiit.

 • Skáktrúboðar

  Róbert Lagerman og Stefán Herbertsson, þrautreyndir skáktrúboðar á Grænlandi. Báðir eru þeir í stjórn Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands.

 • Skákin heillar

  Hrókurinn hefur á síðustu 18 mánuðum skipulagt fjölmargar hátíðir í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Börnin þyrpast að taflborðinu

 • Norðurlandameistarar

  Hrókurinn varð Norðurlandameistari skákfélaga árið 2003 og því var fagnað með glæsilegu hófi í Gamla bíó. Fyrirliðinn Róbert lyftir bikarnum.

 • Skákgrallarar

  Stemmningin á skákmótum Hróksins er engu lík: Hér má sjá Elísabetu Jökulsdóttur og Heimi Pál Ragnarsson á skákmóti í Trékyllisvík.

 • Lært um leyndardóma

  Skákin er heillandi og skemmtileg. Skák hefur líka góð áhrif á námsárangur, enda eflir hún bæði rökhugsun og sköpunargáfu.

 • Sögulegt einvígi

  Friðrik Ólafsson og Bent Larsen voru meðal bestu skákmanna heims um árabil og háðu marga orustu. Hrókurinn efndi til einvígis þeirra 2003. Bjarni Felixson leikur fyrsta leikinn undir vökulum augum Einars S. Einarssonar dómara.

 • Tveir snillingar

  Ofurstórmeistarinn Ivan Sokolov, lykilmaður í Hróknum, og Haukur Angantýsson, Íslandsmeistari 1976, að tafli í Vin.

 • Söngur á Selfossi

  Hrókurinn stóð fyrir gríðarsterkum skákmótum á Selfossi 2002 og 2003. Barnakór syngur við setningu hátíðarinnar 2002.

 • Öld skilur að!

  Mjög söguleg mynd: Kempan Guðmundur Daðason, 103 ára, mætir Alfreð B. Valencia, 5 ára, á skákhátíð Hróksins á Broadway 2003. Heil 98 ár skilja keppendur að.

 • Sigurkrans Shirovs

  Þórólfur Árnason, þv. borgarstjóri í Reykjavík, afhendir snillingnum Alexei Shirov sigurlaun á Stórmóti Hróksins á Kjarvalsstöðum.

 • Það er engin leið að hætta!

  Stúlka á Selfossi með Skák og mát á leiðinni heim úr skólanum. Alls gáfu Edda útgáfa og Hrókurinn 25.000 eintök af þessari frábæru bók Karpovs, sem myndskreytt er af snillingum Walt Disney og íslenskuð af Helga Ólafssyni.

 • Skákdrottningin

  Regina Pokorna frá Slóvakíu tefldi með skáksveitum Hróksins og dvaldi auk þess marga mánuði á Íslandi við að útbreiða fagnaðarerindið.

 • Stórlaxar á Stórmóti.

  Keppendur á Stórmóti Hróksins í marsmánuði árið 2003. Efri röð frá vinstri: Michael Adams, Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Ivan Sokolov, Stefán Kristjánsson, Etienne Bacrot. Fremri röð frá vinstri: Bartlomiej Macieja, Viktor Kortsnoj, Alexei Shirov og Luke McShane.

 • Skipstjóraskák

  Teflt á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Í kjölfarið var svo slegið upp stórmóti í Flatey.

 • Undrabörn

  Enski snillingurinn Luke McShane afhendir verðlaun á barnaskákmóti Hróksins.

 • Regla númer eitt!

  Allar alvöru skákir hefjast á handabandi. Og helst brosi líka.

 • Skák brúar öll bil

  Allir geta teflt: Ungir og gamlir, strákar og stelpur. Hér eru hin unga og efnilega Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Böðvar Böðvarsson (1936-2014).

 • Melasystur

  Smávinir fagrir líða um loftið við setningu skákhátíðar í Árneshreppi. Árný og Ellen Björnsdætur frá Melum heilluðu skákmenn og gesti.

 • Guðmundar í Ávík minnst

  Skákhátíð í Árneshreppi 2009 var tileinkuð minningu Hróksmannsins Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Hér er Jóhann Hjartarson ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og fjölskyldu.

 • Sigurmerkið

  Grænlensk bros, fáni Hróksins og sigurmerkið!

 • Jakans minnst

  Minningarmót Guðmundar J. Guðmundssonar var eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á Íslandi. Hér leikur Elín Torfadóttir, ekkja jakans, fyrsta leikinn í skák Topalovs og Gunnars Björnssonar.

 • Páskaeggjagleði!

  Bónus gefur börnunum í Ittoqqortoormiit páskaegg á hverju ári. Páskaeggjamótið er jafnan hápunktur skákhátíðar Hróksins í þessu afskekkta þorpi.

 • Sigurvegari

  Mikail Gurevich sigraði á hinu gríðarlega sterka minningarmóti Guðmundar J. Guðmundssonar og hlaut að sjálfsögðu sigurkrans.

 • Enginn venjulegur bikar!

  Guðjón Kristinsson listamaður frá Dröngum lagði til verðlaunagripinn á minningarmóti Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Fjölmargir listamenn hafa lagt Hróknum lið í gegnum árin.

 • Hrókurinn í Sarajevo

  Hrókurinn og utanríkisráðuneytið stóðu að skákskóla í Sarajevo veturinn 2003-4, en borgin varð mjög illa úti í borgarastyrjöld Júgóslavíu. Mörg hundruð börn tóku þátt í dásamlegu og gefandi verkefni.

 • Skáksnillingur og skáldjöfur

  Ivan Sokolov og Einar Kárason saman í liði í tvískák.

 • Keisari í verðlaun!

  Rúnar Sigurpálsson fékk ekki hefðbundinn bikar fyrir glæstan sigur á stórmóti í Trékyllisvík: Hrafn Jökulsson afhenti honum hausinn af sjálfum Daríusi Persakeisara!

 • Litrík blindskák!

  Guðmundur Jónsson óðalsbóndi í Stóru-Ávík og Paulus Napatoq, blindur piltur frá Grænlandi, að tafli í Kaffi Norðurfirði. Paulus er frá Ittoqqortoormiit, ótrúlega snjall piltur af miklum veiðimannsættum.

 • Friðrik hylltur

  Hrókurinn hélt afmælismót Friðriks Ólafssonar 2010. Katrín Jakobsdóttir þv. menntamálaráðherra (og glúrin skákkona) flytur setningarávarp.

Frábærar undirtektir við fatasöfnun Hróksins fyrir börn á Grænlandi — Safnað fyrir öll þorpin á austurströndinni!

Hrókurinn, í samvinnu við fjölmarga aðila, stendur nú fyrir söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn á Austur-Grænlandi, en þar búa næstu nágrannar Íslendinga. Skólar víða um land, fyrirtæki og einstaklingar taka þátt í söfnunni sem stendur út september. Verndari söfnunarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands. Til söfnunarinnar var stofnað í samvinnu við skólastjórnendur í Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund, ...

Lesa grein »

Carlsen getur grætt milljarða með því að segja skilið við Kirsan og FIDE

Tómas Veigar Sigurðarson skrifar. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um þá tvísýnu stöðu sem nú er innan FIDE, alþjóðaskáksambandsins. Carlsen heimsmeistari hefur frest til 7. september til að skrifa undir samning um heimsmeistaraeinvígið við Anand, sem Kirsan Ilymzhinov ákvað einhliða að færi fram í Rússlandi. Það getur haft afdrífaríkar afleiðingar fyrir Carlsen að tefla í Rússlandi — en Kirsan ...

Lesa grein »

Sláturtíð hjá Caruana – Með örugga forystu

Ítalinn Fabiano Caruana heldur áfram að vinna skákir í Sinquefield Bikarnum og hefur nú unnið allar fjórar skákir sínar! Á ýmsum stigum skákarinnar er ekkert stórkostlega merkilegt að vinna fjórar skákir í röð en þegar komið er í elítuna þá er ekki margir sem ná því. Carlsen hefur að sjálfsögðu náð viðlíka árangri og greinarhöfundi detta í hug Topalov og ...

Lesa grein »

FIDE sló af kröfum sínum: Carlsen að vinna störukeppnina — Ætlar hann að kljúfa Alþjóða skáksambandið? -Uppfært-

Viðbót — Rétt í þessu voru að berast tíðindi frá Emil Sutovsky, forseta Félags atvinnuskákmanna. Hann átti í dag fund með Krisian Ilyumzhinov og komust þeir að samkomulagi um að Carlsen fái lengdan frest til 7. september nk. BREAKING NEWS: Yours truly just had a very constructive and fruitful conversation with FIDE President, Mr. Kirsan Ilyumzhinov. After hearing all the ...

Lesa grein »

Vaskur hópur í skákkennslunni hjá TR: Laugardagsæfingarnar að byrja!

Hinar margrómuðu laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný eftir sumarfrí laugardaginn 30. ágúst. Taflfélag Reykjavíkur er elsta og stærsta skákfélag landsins og þar er haldið úti mjög metnaðarfullu barna- og ungmennastarfi. Í vetur hefur göngu sína nýr flokkur, byrjendaflokkur, sem er fyrir yngstu iðkendurna sem eru að stíga sín fyrstu skref á reitunum 64. Sá flokkur byrjar æfingar laugardaginn 13. ...

Lesa grein »

Caruana leiðir í St. Louis

Hinn smái en knái Fabiano Caruana heldur forystu sinni í Sinqufield Bikarnum sem fram fer í St. Louis í Bandaríkjunum. Caruna hefur nú einn keppenda unnið báðar sína skákir og fer vel af stað eins og hann hefur verið að gera í mótum á þessu ári. Levon Aronian er einn í öðru sæti með 1,5 vinning en hann bar sigurorð ...

Lesa grein »

Sinquefield Bikarinn farinn af stað – Magnað jafntefli hjá Carlsen í fyrstu umferð

Eitt sterkasta skákmót allra tíma fór af stað í gær í Bandaríkjunum. Nánast allir sterkustu skákmenn heims eru mættir til leiks og meðalstig í mótinu eru hvorki fleiri né færri en 2802! Sú tala gerir mótið að því sterkasta í sögunni ef tekið er mið af meðalstigunum. Við þorum  þó ekki alveg að fullyrða að mótið sé hið sterkasta í ...

Lesa grein »

Er Magnús Carlsen að lenda í sömu stöðu og Fischer árið 1992? – Viðskiptaþvinganir gætu komið í veg fyrir að hann haldi titlinum!

Hrókurinn heldur áfram að rýna í stöðuna sem upp er komin í samskiptum Magnúsar Carlsen og Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Áður hefur komið fram að Magnús hefur frest til föstudags til þess að undirrita samning vegna heimsmeistaraeinvígisins sem á að hefjast þann 7. nóvember í Sochi í Rússlandi. Þá hefur komið fram að Espen Agdestein, umboðsmaður Magnúsar hefur í tvígang óskað eftir ...

Lesa grein »

Magnús Carlsen tapar heimsmeistaratitlinum á morgun skrifi hann ekki undir!

Það hefur varla farið fram hjá lesendum Hróksins að mikið uppnám einkennir stórviðburði hjá FIDE, alþjóða-skáksambandinu, um þessar mundir. Einvígi Carlsens og Andands er í tómu rugli, heimsmeistaramót kvenna einnig og Grand Prix mótaröðin sem er undanfari næsta áskorendamóts stendur lítið betur. –          Skákheimar loga stafna á milli –          Heimsmeistaraeinvígið í uppnámi: Beiðni um frestun hafnað Enn bætist í óvissuna ...

Lesa grein »

Skákheimar loga stafna á milli: FIDE hótar að svipta Carlsen titlinum – Fordæmalaust ástand segir Félag atvinnuskákmanna og hótar klofningi – Heimsmeistaramót kvenna í fullkomnu uppnámi

Það er skammt stórra högga á milli í skákheimum þessa dagana. Nýlega sagði Hrókurinn frá því að FIDE hefði hafnað beiðni liðsmanna Magnúsar Carlsens um að fresta heimsmeistaraeinvíginu sem á að hefjast þann 7. nóvember í bænum Sochi í Rússlandi. Enn dregur til tíðinda því nú hefur lið Magnúsar aftur sent erindi til FIDE og óskað eftir að einvíginu verði ...

Lesa grein »

Fötum og skóm safnað fyrir börn í afskekktasta þorpi Grænlands: Sýnum vináttu í verki!

Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi. Hrókurinn hefur heimsótt þorpið, sem er þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli, síðustu átta árin, haldið skákhátíðir og dreift gjöfum frá Íslandi. Tekið verður við fatnaði á skrifstofu Norræna félagsins, ...

Lesa grein »

Trilluskákin sló í gegn: Næst er það skákmót á skemmtiferðaskipi á Miðjarðarhafi!

Skákljónið Róbert Lagerman fór á kostum á Menningarnótt þegar gestum var boðið að taka eina bröndótta um borð í glæsifleyinu Óskar Matt VE 17. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Róbert teflir á skipsfjöl — hann varð á sínum tíma heimsmeistari með skáksveit Flugleiða um borð í risastóru skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu! Skákáhugamaðurinn Auðunn Jörgensson eyddi 33 mánuðum í að ...

Lesa grein »

Taflborðs-morðinginn: Skrímslið sem ætlaði að drepa jafn marga og reit­irn­ir eru á skák­borðinu

Alexander Yuryevich Pichushkin fæddist 9. apríl 1974 í grennd við Moskvu. Hann var kallaður Sasha og þótti ljúft barn. Árið 2007 var hann dæmdur fyrir 49 morð. Sjálfur sagðist hann hafa myrt mun fleiri. Hann hafði einsett sér að drepa 64 — eitt fórnarlamb fyrir hvern reit á taflborðinu. Sasha litli þótti ósköp venjulegt barn, en hegðun hans tók gagngerum ...

Lesa grein »

Hraðskákkeppni taflfélaga: Vinaskákfélagið lagði Hauka að velli

Vinaskákfélagið lagði Skákdeild Hauka að velli í viðureign félaganna sem fram fór í Vin í gær. Lokatölur urðu 39-33 heimamönnum í Vin í vil. Róbert Lagerman fór mikinn og hlaut 9,5 vinning af 11 mögulegum. Ágúst Sindri Karlsson var bestur gestanna með 11 vinninga í 12 skákum.  Bestum árangri heimamanna náðu: Róbert Lagerman 9,5 v. af 11 Sævar Bjarnason 8,5 ...

Lesa grein »

Heimsmeistaraeinvígið í uppnámi: Beiðni um frestun hafnað –  Styrktaraðili einvígisins hulinn leyndarhjúp

Þegar aðeins rúmir tveir mánuðir eru þar til fyrsta leiknum verður leikið í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsens og Indverjans Viswanathan Anands er fjölmörgum spurningum um einvígið enn ósvarað. Áður hafði komið fram að teflt yrði í Sochi í Rússlandi, en hvar í borginni er óljóst; þá er óljóst hversu hár verðlaunasjóðurinn verður. Þá virðist leynd hvíla yfir hvaða fyrirtæki keypti réttinn ...

Lesa grein »

Sterkasta skákmót allra tíma: Setja óeirðir strik í reikninginn, eða Bárðarbunga? – Vinnur Nakamura gegn Carlsen?

Í næstu viku, eða þann 27. ágúst, hefst Sinquefield Cup sannkallað ofurmót í borginni Saint Louis í Missouri í Bandaríkjunum. Mótið er framhald frá í fyrra, en mótið það ár markaði tímamóti í bandarískri skáksögu, bæði sem sterkasta skákmót allra tíma þar í landi og sem fyrsta ofurstórmeistaramótið í borginni Saint Louis. Keppendalistinn var ekki af lakari endanum í fyrra; ...

Lesa grein »

Viltu tefla í trillu?

Skákljónið Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, býður gestum Menningarnætur á laugardaginn milli kl. 13 og 16, að mæta um borð í trébátinn Óskar Matt VE 17 og taka eina bröndótta. Róbert er nýkominn frá Tromsö, þar sem hann var dómari á Ólympíuskákmótinu, ásamt fjórum öðrum Íslendingum. Óskar Matt er með glæsilegri bátum íslenska flotans, rammíslensk trilla sem var endursmíðuð frá kili ...

Lesa grein »

Stærsta skákhátíð ársins – Á Korsíku!

Korsíka lítil og snotur eyja í Miðjarðarhafi,  8.680 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir 320 þúsund. Eyjan er þekkt af mörgu, en fyrir flesta er hún fæðingarstaður Napóleons Bonaparte (1769) og jafnframt telja margir að sjálfur Kristófer Kólumbus hafi fæðst í smábænum Calci á norður Korsíku. Þetta var fortíðin – nútíminn er ekki síður merkilegur. Á eyjunni fór nefnilega fram fjölmennasta ...

Lesa grein »