Heimsmeistaraeinvíginu í Sotsí er lokið með sigri Magnúsar Carlsen í 11. skákinni í dag. Magnús komst þannig í 6,5 vinninga gegn 4,5 vinningum Viswanathan Anands og er því útilokað að Anand geti jafnað metin í 12. og lokaumferðinni; hún verður því eðli máls skv. ekki tefld. Anand byrjaði einvígið nokkuð vel, virtist vel undirbúinn og kom Magnúsi á óvart í fyrstu ...
Lesa grein »Forsíða
Einvígið í St. Louis: Nakamura fór niður í logum eftir „lærðan afleik“
2. skákin í einvíginu í St. Louis á laugardag var endurtekning á 1. skákinni ef horft er framhjá því að nú var það Nakamura sem var með svart og lenti í talsverðu tímahraki og fór niður í logum. Mætti jafnvel segja að taflmennska þeirra sé eins og svart og hvítt þegar skákirnar eru lagðar saman. Aronian jafnaði metin eftir tapið í fyrstu umferðinni. ...
Lesa grein »Einvígið í St. Louis: Aronian niður í logum í fyrstu skákinni
Hikaru Nakamura (2780) og Levon Aronian (2791) tefla nú 20 skáka einvígi í borginni Saint Louis í Missuri í Bandaríkjunum. Tefldar verða fjórar kappskákir og 16 hraðskákir og fær sigurvegarinn betri helminginn af $100.000 verðlaunafé. Einvígið hófst í gær. Fyrir einvígið hafa þeir félgar teflt 23 kappskákir. Þar hefur Aronian yfirhöndina með 9 sigra gegn 5 sigrum Nakamura og 9 skákir hafa ...
Lesa grein »Hikaru Nakamura og Levon Aronian tefla einvígi í St. Louis
Til allrar hamingju eiga Viswanathan Anand og Magnús Carlsen ekki einkaleyfi á skákeinvígjum, enda eru þeir lítið að slá um sig með skemmtanagildi. Hikaru Nakamura og Levon Aronian tefla einvígi í St. Louis í BNA næstu daga og vonandi eru þeir hugrakkari en kollegarnir í Sotsí. Nakamura (2775) er stigahæsti skákmaður Bandaríkjanna, en ekki er sjálfgefið að hann haldi þeim ...
Lesa grein »THE IVORY VIKINGS – SKÁKVÍKINGARNIR
Leyndardómurinn um frægustu taflmenn í heimi og konuna sem skóp þá. NÝ BÓK VÆNTANLEG: Á ofanverðri 19. öld, afhjúpaði sjórinn fornan fjársjóð á gullnri sandströnd á Suðureyjum: Níutíu og þrjár smástyttur úr röstungstönnum og sylgjuna af skinnskjóðu sem þær hafði geymt. Sjötíu og átta þeirra voru taflmenn – The Lewis Chessmen – sögualdartaflmennirnir frá Ljóðshúsum – frægustu taflmenn sögunnar. Þeir ...
Lesa grein »Sotsí: Jafntefli í 9. skákinni – Anand verður að taka áhættu á morgun
9. skákin í einvígi Viswanathan Anands og Magnúsar Carslen verður líklega ekki fóður fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar þegar þeir skrifa um skáksöguna. Anand tefldi Berlínarmúrinn líkt og í 7. skákinni og virtist mun betur undirbúinn en Magnús; Þannig notaði Anand aðeins rúmar 15 mínútur í alla skákina á meðan Maggi þurfti heilar 50 mínútur. Maggi leiðir sem fyrr, nú með 5 ...
Lesa grein »Jafntefli í Sotsí – Þráseta varð að þrætuepli
Viswanathan Anand varðist af mikilli hörku í 7. skákinni í dag og hélt jöfnu. Árangurinn er gríðarlega mikilvægur í ljósi þess að nú á Anand þrjár hvítar skákir eftir en Magnús Carlsen aðeins tvær, en eins og bent var á í síðustu grein þá er Maggi í bullandi vandræðum með svörtu mennina gegn 1.d4.. Þá virðist Anand loksins hafa teflt það ...
Lesa grein »Glæsilegt MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar: Símon Þórhallsson sigraði
Frétt frá Hróknum og Taflfélagi Reykjavíkur: Símon Þórhallsson frá Akureyri sigraði á MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar, sem Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur stóðu fyrir í Ráðhúsinu á degi íslenskrar tungu. Um sextíu börn og unglingar kepptu á mótinu. Símon sigraði í öllum skákum sínum og hlaut 7 vinninga. Næstur kom Þorsteinn Magnússon með 6 vinninga og í 3.-4. sæti urðu ...
Lesa grein »MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag
Mörg efnilegustu börn og ungmenni landsins eru skráð til leiks á MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 14. Jónas fæddist 16. nóvember 1807 og því eru í dag 207 ár frá fæðingu þjóðskáldsins. Taflfélag Reykjavíkur og Hrókurinn standa saman að mótinu, enda hafa skák og skáldskapur átt samleið á Íslandi frá öndverðu. Heiðursgestir við setningu mótsins ...
Lesa grein »Ótrúleg heppni Magnúsar í Sotsí
Heimsmeistarinn Magnús Carlsen stýrði hvítu mönnunum til sigurs gegn vini sínum Viswanathan Anand í 6. skák einvígisins í Sotsí. Sigurinn var langt því frá öruggur enda lék Maggi svo vondum leik í 26. leik að líklega hefði hann átt að kosta tap í umferðinni – Anand hins vegar tók ekki eftir því og hélt áfram sínu plani sem reyndist honum ...
Lesa grein »Kaffihúsaskákin við þjóðhetju Færeyja
Færeyjar voru í gær 14 nóv 2014 að vinna sinn fræknasta sigur í fótbolta með því að gera Grikkjum grikk í Grikklandi 0-1 í Evrópukeppni! Í tilefni þess heyrðust strax raddir koma upp með það að ég yrði að birta hérna tveggja hróksfórna skákina mína við manninn sem varð þjóðhetja í eyjunum þegar Færeyjar unnu Austurríki 1-0 í fótbolta á ...
Lesa grein »Indverska hraðlestin á ráspól í Sotsí
Það hefur vart farið framhjá nokkru mannsbarni að peðin eru farin að rúlla í Ólympíuþorpinu Sotsí í Rússlandi. Þar mætast vinirnir Viswanathan Anand sem er í hlutverki áskorandans og Magnús Carlsen heimsmeistari í skák. Þessir sömu mættust einmitt í Chennai á Indlandi fyrir tæpu ári síðan, en þá voru hlutverkin öfug; Carlsen vann örugglega og nú fær Anand tækifæri til ...
Lesa grein »Taflfélag Reykjavíkur og Hrókurinn: MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur
Mót fyrir börn á grunnskólaaldri — Sunnudagur 16. nóvember kl. 14 — Mjög vegleg verðlaun — Skráið ykkur sem fyrst! Skákfélagið Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Mótið er haldið á fæðingardegi þjóðskáldsins sem jafnframt er Dagur íslenskrar tungu. Mjög vegleg verðlaun eru á mótinu og má búast ...
Lesa grein »Nýleg flökkusögn: Langskip ferst við Skotlandsstrendur
Það haustaði snemma árið 1199 á Íslandi. Páll biskup Jónsson í Skálholti hafði falið prestmaddömunni Margrétu hinni högu og völundinum Þorsteini skrínsmið að ljúka sem fyrst við gerð taflmanna sem þau höfðu unnið kappsamlega við að skera út úr rostungstönnum og hvalbeini ásamt lærlingum sínum allt sumarið. Þeir voru hluti af handverksmunum sem ætlaðir voru til útflutnings. Sendingu sem átti að ...
Lesa grein »THE ENIGMA OF THE LEWIS CHESSMEN – THE ICELANDIC THEORY: ERU HINIR FORNU SÖGUALDARTAFLMENN ÍSLENSK LISTASMÍÐ?
Ritið The Enigma of the Lewis Chessmen – The Icelandic Theory um hina fornu sögualdartaflmenn og mögulegan íslenskan uppruna þeirra, eftir Guðmund G. Þórarinsson, verkfræðing, kom í vor út í þriðja sinn í aukinni og endurbættri útgáfu á ensku í ritstjórn Einars S. Einarssonar. Þeirri áhugaverðu kenningu Guðmundar að þessir fornfrægu taflmenn séu að öllum líkindum íslenskir að uppruna, en ...
Lesa grein »Fyrsta skákkona Íslands: Teikning af Ingunni Arnórsdóttur afhent ráðherra
Þann 6. nóvember s.l. afhentu þeir Einar S. Einarsson og Páll G. Jónsson, Illuga Gunnarsyni mennta- og menningarmálaráðherra forláta teikningu af Ingunni Arnórsdóttur fyrstu menntakonu Íslands eftir Svölu Sóleygu Jónsdóttur. Ingunn Arnórsdóttir er fyrsta nafnkunna skákkona landsins og hugsanlega í heiminum. Hún var í vist hjá Jóni helga Ögmundssyni biskupi á Hólum 1102 og lærði latínu af því að hlusta á kennslu skólasveina. ...
Lesa grein »Sigursæll á 64 reitum
Akureyringurinn Gylfi Þórhallsson hefur lengi verið í eldlínunni. Hann varð fyrst Akureyrarmeistari í skák 22 ára árið 1976. Hann hefur nú unnið Skákþingið alls 14 sinnum sem er mikið afrek. Gylfi hefur auðvitað unnið alla titla sem boðið hefur verið upp á Norðurlands en þar má nefna 9 sinnum Skákmeistari SA og a.m.k 8 sinnum Norðurlandsmeistari og fullt af atskák ...
Lesa grein »Útvarpsviðtal við dr. Alexander Aljekín
Fjórði heimsmeistarinn, dr. Alexander Aljekín fæddist í Pétursborg árið 1892 og lést í Lissabon árið 1946, þá 54 ára. Árið 1927 sigraði hann Capablanca í einvígi um heimsmeistaratitilinn en tapaði honum í einvígi við dr. Euwe árið 1935. Hann endurheimti titilinn árið 1937. Þessa sögu þekkja felstir. Áhugaverðara er: þurfa skákmenn að hafa gott minni? Er mikilvægt fyrir skákmann að ...
Lesa grein »