Forsíða

 • Gleðikveðja frá Tasiilaq!

  Útiskákmót í Tasillaq, höfuðstað Austur-Grænlands.

 • Gleðibros, gotterí og grænlenskt skákkver

  Grænlensk stúlka í Nuuk, með ,,gula kverið" og nammi frá Nóa Síríus.

 • Sannkölluð Vin!

  Skákmót í Vin, athvarfi Rauða krossins. Þar eru höfuðstöðvar Vinaskákfélagsins.

 • Teflt við ysta haf

  Jóhann Hjartarson stórmeistari og Kidda Svarfdal búa sig undir taflmennsku í Djúpavík í Árneshreppi.

 • Sigurvegarar!

  Hrókurinn var óstöðvandi á Íslandsmóti skákfélaga á árunum 1998-2004, en þá var pakkað saman með stæl og áhersla lögð á útbreiðslu fagnaðarerindisins.

 • Kátir krakkar í ,,gleymda bænum

  Þessi dásamlegu börn eru frá Upernavik á Vestur-Grænlandi, en þar voru Hróksmenn á ferð í desember 2013. Upernavik er kallaður gleymdi bærinn, því þangað koma fáir og lítið er í boði fyrir börnin.

 • Bikarbros

  Glaðbeittar stöllur, Magdalena og Þórhildur Helga, með nokkur af sigurlaunum Hróksins á Íslandsmóti skákfélaga.

 • Galdur á jónsmessunótt

  Róbert Lagerman og Hrafn Jökulsson í Kolgrafarvík í Árneshreppi, á jónsmessunótt.

 • Fáni norðursins!

  Stúlka í Ittoqqortoormiit, einu afskekktasta þorpi norðurslóða. Hróksmenn hafa staðið fyrir skákhátíð í bænum um hverja páska síðan 2005.

 • ,,Saman erum við sterkari!

  Together we are stronger! sagði Jonatan Motzfeldt eftir að þeir Ivan Sokolov höfðu lagt færeyska mótherja í tvískák á Grænlandi 2003.

 • Með sveiflu!

  Hinn eini sanni Raggi Bjarna er einn af fjölmörgum listamönnum sem hefur lagt Hróknum og skákinni lið.

 • Skákgleði!

  Hrafn Jökulsson og kátir krakkar í Kuummiut. Hrókurinn hefur með dyggum stuðningi fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja gefið um 2000 taflsett á Grænlandi.

 • Gjafir meistarans

  Goðsögnin Friðrik Ólafsson færir Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur gjöf við upphaf afmælismóts Friðriks, sem haldið var í Djúpavík sumarið 2010.

 • Skák og mát!

  Hrókurinn og Edda útgáfa færðu fimm árgöngum barna bókina Skák og mát. Alls lagði Edda til 25 þúsund eintök af bókinni. Hróksmenn heimsóttu alla grunnskóla á Íslandi og öll sveitarfélög, og gleðin var allsstaðar við völd.

 • Ævintýri í Eyjum

  Stór hópur Hrókskrakka í Vestmannaeyjum 2004. Ýmsir úr þessum frábæra hópi hafa síðan látið að sér kveða í íslensku skáklífi.

 • Skák er skemmtileg!

  Skák er skemmtileg -- á grænlensku. Æfið ykkur endilega að bera orðin fram!

 • Gleði

  Þessir eldheitu aðdáendur Barcelona í litlu grænlensku þorpi kunnu svo sannarlega að meta skákina.

 • Goðsagnir mætast

  Alexei Shirov og Viktor Kortsnoj á Stórmóti Hróksins á Kjarvalsstöðum 2003. Báðir hafa þeir teflt um heimsmeistaratitilinn í skák.

 • Glaðbeittur stubbur

  Þessi ungi maður, sem sannarlega á framtíðina fyrir sér, er frá Ittoqqortoormiit.

 • Skáktrúboðar

  Róbert Lagerman og Stefán Herbertsson, þrautreyndir skáktrúboðar á Grænlandi. Báðir eru þeir í stjórn Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands.

 • Skákin heillar

  Hrókurinn hefur á síðustu 18 mánuðum skipulagt fjölmargar hátíðir í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Börnin þyrpast að taflborðinu

 • Norðurlandameistarar

  Hrókurinn varð Norðurlandameistari skákfélaga árið 2003 og því var fagnað með glæsilegu hófi í Gamla bíó. Fyrirliðinn Róbert lyftir bikarnum.

 • Skákgrallarar

  Stemmningin á skákmótum Hróksins er engu lík: Hér má sjá Elísabetu Jökulsdóttur og Heimi Pál Ragnarsson á skákmóti í Trékyllisvík.

 • Lært um leyndardóma

  Skákin er heillandi og skemmtileg. Skák hefur líka góð áhrif á námsárangur, enda eflir hún bæði rökhugsun og sköpunargáfu.

 • Sögulegt einvígi

  Friðrik Ólafsson og Bent Larsen voru meðal bestu skákmanna heims um árabil og háðu marga orustu. Hrókurinn efndi til einvígis þeirra 2003. Bjarni Felixson leikur fyrsta leikinn undir vökulum augum Einars S. Einarssonar dómara.

 • Tveir snillingar

  Ofurstórmeistarinn Ivan Sokolov, lykilmaður í Hróknum, og Haukur Angantýsson, Íslandsmeistari 1976, að tafli í Vin.

 • Söngur á Selfossi

  Hrókurinn stóð fyrir gríðarsterkum skákmótum á Selfossi 2002 og 2003. Barnakór syngur við setningu hátíðarinnar 2002.

 • Öld skilur að!

  Mjög söguleg mynd: Kempan Guðmundur Daðason, 103 ára, mætir Alfreð B. Valencia, 5 ára, á skákhátíð Hróksins á Broadway 2003. Heil 98 ár skilja keppendur að.

 • Sigurkrans Shirovs

  Þórólfur Árnason, þv. borgarstjóri í Reykjavík, afhendir snillingnum Alexei Shirov sigurlaun á Stórmóti Hróksins á Kjarvalsstöðum.

 • Það er engin leið að hætta!

  Stúlka á Selfossi með Skák og mát á leiðinni heim úr skólanum. Alls gáfu Edda útgáfa og Hrókurinn 25.000 eintök af þessari frábæru bók Karpovs, sem myndskreytt er af snillingum Walt Disney og íslenskuð af Helga Ólafssyni.

 • Skákdrottningin

  Regina Pokorna frá Slóvakíu tefldi með skáksveitum Hróksins og dvaldi auk þess marga mánuði á Íslandi við að útbreiða fagnaðarerindið.

 • Stórlaxar á Stórmóti.

  Keppendur á Stórmóti Hróksins í marsmánuði árið 2003. Efri röð frá vinstri: Michael Adams, Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Ivan Sokolov, Stefán Kristjánsson, Etienne Bacrot. Fremri röð frá vinstri: Bartlomiej Macieja, Viktor Kortsnoj, Alexei Shirov og Luke McShane.

 • Skipstjóraskák

  Teflt á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Í kjölfarið var svo slegið upp stórmóti í Flatey.

 • Undrabörn

  Enski snillingurinn Luke McShane afhendir verðlaun á barnaskákmóti Hróksins.

 • Regla númer eitt!

  Allar alvöru skákir hefjast á handabandi. Og helst brosi líka.

 • Skák brúar öll bil

  Allir geta teflt: Ungir og gamlir, strákar og stelpur. Hér eru hin unga og efnilega Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Böðvar Böðvarsson (1936-2014).

 • Melasystur

  Smávinir fagrir líða um loftið við setningu skákhátíðar í Árneshreppi. Árný og Ellen Björnsdætur frá Melum heilluðu skákmenn og gesti.

 • Guðmundar í Ávík minnst

  Skákhátíð í Árneshreppi 2009 var tileinkuð minningu Hróksmannsins Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Hér er Jóhann Hjartarson ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og fjölskyldu.

 • Sigurmerkið

  Grænlensk bros, fáni Hróksins og sigurmerkið!

 • Jakans minnst

  Minningarmót Guðmundar J. Guðmundssonar var eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á Íslandi. Hér leikur Elín Torfadóttir, ekkja jakans, fyrsta leikinn í skák Topalovs og Gunnars Björnssonar.

 • Páskaeggjagleði!

  Bónus gefur börnunum í Ittoqqortoormiit páskaegg á hverju ári. Páskaeggjamótið er jafnan hápunktur skákhátíðar Hróksins í þessu afskekkta þorpi.

 • Sigurvegari

  Mikail Gurevich sigraði á hinu gríðarlega sterka minningarmóti Guðmundar J. Guðmundssonar og hlaut að sjálfsögðu sigurkrans.

 • Enginn venjulegur bikar!

  Guðjón Kristinsson listamaður frá Dröngum lagði til verðlaunagripinn á minningarmóti Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Fjölmargir listamenn hafa lagt Hróknum lið í gegnum árin.

 • Hrókurinn í Sarajevo

  Hrókurinn og utanríkisráðuneytið stóðu að skákskóla í Sarajevo veturinn 2003-4, en borgin varð mjög illa úti í borgarastyrjöld Júgóslavíu. Mörg hundruð börn tóku þátt í dásamlegu og gefandi verkefni.

 • Skáksnillingur og skáldjöfur

  Ivan Sokolov og Einar Kárason saman í liði í tvískák.

 • Keisari í verðlaun!

  Rúnar Sigurpálsson fékk ekki hefðbundinn bikar fyrir glæstan sigur á stórmóti í Trékyllisvík: Hrafn Jökulsson afhenti honum hausinn af sjálfum Daríusi Persakeisara!

 • Litrík blindskák!

  Guðmundur Jónsson óðalsbóndi í Stóru-Ávík og Paulus Napatoq, blindur piltur frá Grænlandi, að tafli í Kaffi Norðurfirði. Paulus er frá Ittoqqortoormiit, ótrúlega snjall piltur af miklum veiðimannsættum.

 • Friðrik hylltur

  Hrókurinn hélt afmælismót Friðriks Ólafssonar 2010. Katrín Jakobsdóttir þv. menntamálaráðherra (og glúrin skákkona) flytur setningarávarp.

Íslandsmót skákfélaga komið af stað — Myndagallerí

Nú um helgina mun fara fram uppáhaldsmót/keppni flestra skákmanna. Um er að ræða fjölmennasta mót hvers árs, Íslandsmót skákfélaga. Keppt er í fjórum deildum og fer fyrri hluti keppninnar að þessu sinni fram í Rimaskóla. Að öllu jöfnu fer keppnin fram yfir tvær helgar, sú fyrri í október og sú seinni jafnan í mars. Efsta deild hófst raunar nú á ...

Lesa grein »

Fjórða Flugfélagsmótið á föstudag: Héðinn efstur — Allir geta unnið ferð til Grænlands!

Fjórða og næstsíðasta mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins verður haldið í hádeginu föstudaginn 3. október í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Sigurvegari í heildarkeppninni fær ferð fyrir tvo til Grænlands í verðlaun. Þá er einn heppinn keppandi dreginn út og hlýtur sömu verðlaun. Héðinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni eftir þrjú fyrstu mótin. Mótið á föstudag hefst klukkan 12:10 í Pakkhúsi Hróksins, sem er til húsa í ...

Lesa grein »

Viltu vera Liðsmaður Hróksins? Hjálpaðu okkur að vinna í þágu barna á Íslandi og Grænlandi — með gleði og kærleika að leiðarljósi!

Hrókurinn hefur hrint af stað átaki til að fjölga LIÐSMÖNNUM HRÓKSINS, sem standa á bak við hin fjölbreyttu verkefni félagsins í þágu barna á Íslandi og Grænlandi. Liðsmenn Hróksins greiða árlega upphæð að eigin vali og fá í staðinn mynd úr starfi Hróksins á Grænlandi, félagsskírteini og boð á viðburði. Hægt er að gerast liðsmaður Hróksins hér: http://hrokurinn.is/lidsmenn/ Hrókurinn hefur á ...

Lesa grein »

Andlát: Sæmundur Kjartansson læknir og skákmaður

Sæmundur Kjartansson læknir og skákmaður er látinn, tæplega 85 ára að aldri. Einar S. Einarsson fv. forseti Skáksambands Íslands minnist Sæmundar á Facebook-síðu sinni: Hinn ötuli og öflugi skákmaður Sæmundur Kjartansson, húðsjúkdóma- og heimilslæknir er fallinn frá tæplega 85 ára að aldri. Hann er mörgum eftirminnilegur fyrir marga hluta sakir. Gamansamur maður léttur í lund og hláturmildur mjög. Hann lét ...

Lesa grein »

Frábær Flugfélagssyrpa Hróksins: Fullt hús hjá Þresti á þriðja mótinu — Héðinn efstur í heildarkeppninni

Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2432) var í banastuði á 3. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins. Þröstur sigraði í öllum skákum sínum, hlaut 5 vinninga, en með 4 vinninga komu Helgi Áss Grétarsson (2488), Dagur Arngrímsson (2400), Héðinn Steingrímsson (2543) og Ingvar Þór Jóhannesson (2349). Héðinn hefur forystu í heildarkeppninni, þegar þremur mótum af fimm ...

Lesa grein »

Rafmögnuð spenna á heimsmeistaramóti drengja — Vignir Vatnar stendur sig með sóma

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði heimamanninn Paul Gluckman í 7. umferð heimsmeistaramóts barna í Suður-Afríku á fimmtudag. Vignir hefur nú 4,5 vinning og er í 22. sæti af 105. Vignir teflir í flokki drengja, 12 ára og yngri, og er eini íslenski keppandinn. Alls er keppt í sex aldursflokkum, bæði drengja og stelpna, og því má að segja að 12 stórmót ...

Lesa grein »

Friðrik mætir til leiks í Flugfélagssyrpunni: Þriðja mótið í hádeginu á föstudag

Goðsögnin Friðrik Ólafsson mætir til leiks á 3. Flugfélagsmóti Hróksins sem fram fer í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins við Geirsgötu 11. Alls eru mótin 5 og fær sigurvegari heildarkeppninnar ferð fyrir 2 til Grænlands. Aðrir keppendur geta einnig unnið slíkan vinning í happdrætti Flugfélagssyrpunnar. Héðinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni með 9,5 vinning, eftir að hafa sigrað ...

Lesa grein »

Dýrðlegur dagur í Pakkhúsi Hróksins: Grill og grænlensk gleði!

Gleðin er allsráðandi hjá börnunum frá litlu þorpunum austurströnd Grænlands, sem komu hingað til lands í síðustu viku til að læra sund og kynnast íslenskum jafnöldrum og samfélagi. Á laugardag bauð Þjóðleikhúsið þeim á sýninguna vinsælu um Latabæ og á eftir var dýrðleg grillveisla og skákfjör í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Börnin, sem eru 11 ára, eru frá þorpunum á ...

Lesa grein »

Mótunum lokið í Bilbao

Stórmótinu í Bilbao og Evrópukeppni Taflfélaga lauk í gær. Bæði mótin fóru fram á sama tíma og mynduðu magnaða skákhátíð í Bilbao. Segja má að lokaumferðin hafi verið formsatriði þar sem Viswanathan Anand hafði þegar tryggt sér sigur á stórmótinu og sveit SOCAR frá Azerbaijan hafði meira og minna tryggt sér sigur á EM Taflfélaga. Ef til vill var hugurinn ...

Lesa grein »

Heimsmeistaramót barna byrjar í dag: Vignir Vatnar og félagar í ævintýra(skák)ferð til Afríku!

Í dag sest hinn 11 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson að tafli á heimsmeistaramóti barna, sem haldið er í borginni Durban í Suður-Afríku. Með Vigni Vatnari í för eru foreldrar hans og Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Mörg hundruð af efnilegustu börnum og ungmennum heims taka þátt í skákveislunni miklu í Suður-Afríku. Alls er teflt í 12 flokkum, ...

Lesa grein »

Héðinn sigraði á 2. móti Flugfélagssyrpu Hróksins — Róbert og Helgi Áss í 2.-3. sæti

Héðinn Steingrímsson (2536) sigraði á 2. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í Pakkhúsi Hróksins í hádeginu á föstudag. Héðinn, sem sigraði líka á 1. mótinu, er því efstur í heildarkeppninni en þrjú mót eru eftir og allt getur gerst. Átján vaskir skákmeistarar mættu til leiks á föstudaginn, þar af þrír stórmeistarar. Héðinn hélt áfram sigurgöngu sinni frá fyrsta mótinu, en ...

Lesa grein »

Viswanathan Anand sigrar á Stórmótinu í Bilbao – Fer yfir 2800 stig með sigri í lokaumferðinni

Viswanathan Anand innsiglaði sigur á Stórmótinu í Bilbao á föstudag. Anand gerði jafntefli við fyrv. Heimsmeistarann Ruslan Ponomariov og er nú með 11 stig, sem tryggir fjögura stiga forskot á Levon Aronian (2801), sem vermir annað sætið með 7 stig. Þrjú sig fást fyrir vinning í mótinu og eitt fyrir jafntefli. Anand svaraði drottningarpeðs byrjun (1. d4) Ruslan með Drottnignarbragði ...

Lesa grein »

Stórmeistaraáfangi hjá Einari Hjalta!

Þrátt fyrir tap í 6. umferð liggur nú ljóst fyrir að FIDE meistarinn (FM) Einar Hjalti Jensson hefur náð sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Ljóst var að áfangi að alþjóðlegum meistaratitli var þegar tryggur en hagstæð pörun í síðustu umferð þýðir að Einar hefur fengið nægilega marga titilhafa og það sterka andstæðinga að 5 vinningar af 7 mögulegum munu duga ...

Lesa grein »

Anand á sigurinn vísan í Bilbao

Heimsmeistarinn fyrrverandi, Viswanathan Anand, virðist ætla að mæta í feiknaformi í heimsmeistaraeinvígið við Magnus Carlsen ef marka má frammistöðu hans í Stórmótinu í Bilbao. Ef undan er skilið bragðdauft jafntefli gegn Levon Aronian hefur Anand verið að tefla feykilega skemmtilega og yfirspila andstæðinga sína á strategískan hátt. Í 4. umferðinni mætti Anand aftur heimamanninum Pons Vallejo og aftur var hann ...

Lesa grein »

Mót númer 2 í Flugfélagssyrpu Hróksins í hádeginu á föstudag: Allir geta unnið ferð fyrir 2 til Grænlands

Mót númer 2 í Flugfélagssyrpu Hróksins í hádeginu á föstudag: Allir geta unnið ferð fyrir 2 til Grænlands Annað mótið af fimm í Flugfélagssyrpu Hróksins verður haldið föstudaginn 19. september kl. 12:00 í Pakkhúsi Hróksins, við Geirsgötu 11 í Reykjavík. Til mikils er að vinna í Flugfélagsyrpunni, því sigurvegari í heildarkeppninni fær ferð til Grænlands í verðlaun. Þá er heppinn ...

Lesa grein »

Paco Vallejo Ruslað upp á Ofurmótinu – Trent og Jan ekki lögregluþjónar

Þriðja umferð Ofurmeistaramótsins í Bilbao var tefld í dag. Nokkur eftirvænting ríkti fyrir umferðina þar sem Indverska Hraðlestin (Viswanathan Anand) mætti stigahæsta manni mótsins, honum Levon Aronian #2. Jafnvel var búist við hressilegri skák, enda hefði Hraðlestin nánast verið öruggur um sigur með fullt hús í hálfleik. Svo fór þó ekki, heldur tefldu þeir rólega skák, skiptu upp á öllu ...

Lesa grein »

Indverska hraðlestin stingur af í Bilbao

Fimmfaldi heimsmeistarinn, Viswanathan Anand, lagði Spánverjann Fransisco Vallejo Pons í 2. umferð Ofurmótsins í Bilbao sem fram fór á mándudag. Anand, sem gárungarnir eru farnir að nefna Indversku Hraðlestina, er nú með fullt hús eftir tvær umferðir sem gera 6 stig, enda er notast við stigagjöf sem svipar til þeirrar sem notuð er í knattpyrnu, þ.e. þrjú stig fyrir sigur ...

Lesa grein »

Einar Hjalti lagði Shirov!

Þau stórtíðindi voru að berast frá Evrópukeppni Taflfélaga að Einar Hjalti Jensson (2349) var að leggja að velli einn þekktasta stórmeistara samtímans, sjálfan Alexei Shirov (2701)! Einar og félagar hjá Huginn voru að etja kappi við eina sterkustu sveit mótsins og virðast ætla að komast mjög virðulega frá þessari viðureign. Shirov á ekki að þurfa að kynna fyrir skákáhugamönnum en ...

Lesa grein »