Ólympíumótið hefst eftir viku: Hvað gera Íslendingar í Tromsø?

DSC_0537

Guðmundur Kjartansson

41. ólympíumótið í skák fer fram í Tromsø  í Noregi  1. til 14. ágúst. Töluverðar jarðhræringar eru kringum mótið, enda fer samhliða fram FIDE-þing þar sem hinn mikli Kasparov freistar þess að fella Kirsan Nikolayevich Ilyumzhinov úr forsetastóli. Barátta þeirra er mjög tvísýn, og harðar ásakanir um svindl og spillingu. En baráttan á skákborðinu verður ekki síður tvísýn. Íslendingar ganga hóflega bjartsýnir til keppni, enda mælumst við í 34. sæti heimslistans yfir öflugustu skákþjóðir heims.

Rússar eru efstir á heimslistanum, en hann er reiknaður út frá meðalstigum 10 bestu skákmanna hvers lands. Tíu stigahæstu Rússarnir hafa að meðaltali 2748 stig — hvorki meira né minna! — en næstir koma fjendur þeirra í Úkraínu með 2695. En stigin segja ekki alla söguna: Armenar lúra þannig í fimmta sæti með 2654 stig, en hafa engu að síður verið allra þjóða sigursælastir: Ólympíumeistarar, 2006, 2008 og 2012. Aðeins Úkraínumönnum tókst að rjúfa sigurgöngu þeirra árið 2010.

DSC_0066

Hannes Hlífar Stefánsson og Hou Yfan, heimsmeistari kvenna

Hjörvar Steinn

Hjörvar Steinn Grétarsson

Kínverjar eru í 3. sæti heimslistans, með ungan og harðsnúin stórmeistaraflokk, þar af nokkra snillinga og undrabörn. Besti árangur Kínverja er silfur frá ólympíumótinu 2006. Þeir hljóta að iða í skinninu, og ef liðið smellur saman eru þeir nú til alls vísir.

Frakkar eru nú í 4. sæti heimslistans. Þar hefur orðið mikil skáksprenging síðustu árin, og stórmeistarar koma á færibændi, þar af sumir efnilegustu skákmenn heims.

Flestir veðja á Armena. En svo verður líka gaman að fylgjast með sveit Noregs, sem Magnus Carlsen mun leiða. Norðmenn vænta mikils af sínum mönnum.

En Íslendingar? Að vanda mun aðalbaráttan snúast um að verða efst Norðurlandaþjóða. Við munum tæpast tefla mikið við háborðið. Nýr landsliðseinvaldur teflir fram liði sem er blanda af gamalreyndum meisturum og ungum vígamönnum.

DSC_0130

Þröstur Þórhallsson

Jón L. Árnason tók nýverið við landsliðinu af Helga Ólafssyni, sem ákvað að gefa sjálfur kost á sér í liðið. Val Jóns á landsliðinu er athyglisvert um margt. Þar stingur í augu að þrír stórmeistarar, sem allir eru á launum hjá launasjóði stórmeistara, hljóta ekki náð fyrir augum einvaldsins. Þetta eru Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsen og Stefán Kristjánsson.

Liðið er skipað Hannesi H. Stefánssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Guðmundi Kjartanssyni, Þresti Þórhallssyni og Helga Ólafssyni. Sá síðastnefndi er varamaður sveitarinnar, en skákáhugamenn óska þess að sjá Helga Ólafsson sem oftast við skákborðið. Hann náði frábærum árangri á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu fyrr á árinu.

Helgi ÓlafssonÍ þessu liði fann Jón L. ekki pláss fyrir Héðin, þótt hann sé 4. stigahæsti skákmaður landsins. Fjarvera Henriks vekur ekki minni athygli. Hann er sá stórmeistari okkar sem langmest teflir, hefur mikla reynslu og er traustur liðsmaður.

En landsliðseinvaldur á síðasta orðið.

Helgi ÓlafssonGaman verður að fylgjast með framgöngu ungu mannnanna, Hjörvars Steins og Guðmundar Kjartanssonar. Báðir eiga mikið inni.

Helgi ÓlafssonHannes Hlífar dregur vagninn, og mun örugglega skila sínu.

Helgi ÓlafssonHelgi ÓlafssonOg allir hlakka til sjá skákir Helga Ólafssonar.

Þröstur þarf að sýna að hann verðskuldi sæti í liðinu, þótt hann sé mun stigalægri en Héðinn og Henrik.

Svo allir hafa að einhverju að keppa…

Ólympíuskákið er uppskeruhátíð skákmanna, haldið annað hvert ár, og langstærsti skákviðburðurinn í heiminum.

Og ,,fjórði stærsti íþróttaviðburður í heimi“ samkvæmt heimasíðu stoltra mótshaldara í Noregi!

Facebook athugasemdir