Ólympíumótið: Glæsileg veisla að hefjast!

Tromsö

Tromsö

Senn fara skákklukkurnar af stað í Tromsø, þegar 41. ólympíuskákmótið hefst.  Tromsø er allnokkuð fyrir norðan heimskautsbaug, á 69° og eru íbúar liðlega 72 þúsund. Talsverð vandræði og uppnám hafa einkennt undirbúning mótsins.

Stjórnvöld í Noregi leggja hvorki meira né minna en einn og hálfan milljarð króna í púkkið.

Noregur hefur á skömmum tíma orðið stórveldi í skák. Ekki þarf að hafa mörg orð um ástæðuna: Norski undradrengurinn Magnus Carlsen sem orðinn er heimsmeistari og almennt viðurkenndur sem einn mesti meistara allra tíma.

Afrek Carlsens hafa skapað skákæði í Noregi. Norðmenn eiga fleiri snjalla stórmeistara og eru nú langfremstir Norðurlandaþjóða. Það hefði einu sinni þótt saga til næsta bæjar — meðan Íslendingar státuðu af fleiri stórmeisturum en öll önnur Norðurlönd samanlagt, og þegar sá ágæti drengur Leif Ögaard var helsta ógn Norðmanna við íslenska stórveldið…

tromso05Íslendingar ganga hóflega bjartsýnir til leiks. Flestir spá því að Armenar, Rússar og Kínverjar berjist um gullið, en við skulum ekki afskrifa Azera eða Úkraínumenn. Jafnvel gætu Frakkar blandað sér í slaginn…

Við eigum marga góða fulltrúa í  Tromsø, ekki bara skáklandsliðin í opnum flokki og kvennaflokki, heldur líka dómarafjöld og fyrirmenni. Samhliða Ólympíumótinu fór fram þing FIDE, og þar mun sannarlega draga til tíðinda:

Tekst geimveruvininum Kirzan að standa af sér áhlaup hins mikla Kasparovs?

Gens una sumus, eins og þar stendur!

Ítarefni: 

41. Ólympíumótið í Tromsø  

Saga Ólympíumótanna í skák

Facebook athugasemdir