Dagur Arngrímsson

Milljón jafntefli Dags Arngrímssonar

Dagur Arngrímsson (2376) stendur best að vígi í opna flokknum á Milljónaskákmótinu í Vegas.

Í seinni umferð gærdagsins mætti hann Giorgi Kacheishvili 2597 og gerði gríðarlega mikilvægt jafntefli með svörtu, sérstaklega þegar litið er til þess að aðeins eru tefldar sjö umferðir í mótinu.

Í þriðju umferð – sem hefst kl. 19:00 stýrir Dagur hvítu mönnunum gegn bandaríska stórmestaranum Gregory S Kaidanov (2569).

Skákin er fjörug – gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir