Mikail Tal með flugeldasýningu á fyrsta Reykjavíkurskákmótinu

Fyrsta Reykjavíkurmótið í skák var haldið 1964. Þorsteinn Skúlason skrifaði afar læsilega og fróðlega grein í Skinfaxa um vorið. Þorsteinn skrifar:

Þetta mót mun vera næst sterkasta mót, sem háð hefur verið hér á landi. En hið öflugasta var Heimsmeistaramót stúdenta, er hér var haldið sumarið 1957. Þá var Michail Tal einnig meðal keppenda, en fyrr á því ári hafði hann skotizt upp á stjörnuhimin skákarinnar með því að sigra á Skákþingi Sovétríkjanna.

 Á stúdentamótinu vakti hann mesta athygli allra keppenda og náði beztum árangri. Svo varð einnig nú og kom engum á óvart.

 Hann tefldi af krafti og áræði og lagði m. a. að velli tvo skæðustu keppinauta sína, þá stórmeistarana Friðrik og Gligoric. 12½  vinningur úr 13 skákum á þetta sterku móti er árangur, sem jafnvel hinir sterkustu geta verið ánægðir með.

gligoric

Heimsmaðurinn Gligoric heillaði alla með framgöngu sinni.

 Júgóslavneski stórmeistarinn Svetosar Gligoric, sem varð í 2. sæti með 11½ vinning, hefur verið einn af fremstu skákmeisturum heims síðasta áratuginn. Hann varð fjörutíu og eins árs daginn, sem síðasta umferð var tefld, og kom því árangurinn í mótinu honum sem bezta afmælisgjöf.

 Þetta var í fyrsta sinn sem hann gisti Ísland, en það hafði lengi staðið til, þótt eigi  gæti  orðið  af  því  fyrr. Gligoric  er fleira til lista lagt en skáksnilldin ein.

 Hann er stúdent að mennt, hefur stundað háskólanám í ensku og talar hana mjög vel auk fleiri tungumála. Hann er einnig vel ritfær, og nú um þessar mundir er að koma út bók eftir hann í heimalandi hans. Hún hefur inni að halda þætti um menn og málefni, sem hann hefur kynnzt á ferðum sínum um heiminn. Gligoric hafði við orð, þegar hann var hér, að hann myndi kannske rita eitthvað um Íslandsferð sína er heim kæmi.

Jafnir í þriðja, sæti með 9 vinninga hvor, urðu þeir Friðrik Ólafsson og Norðmaðurinn Svein Johannessen, sem er alþjóðlegur meistari. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Johannessen heimsækir Ísland.

Hann var þátttakandi í Minningarmóti Eggerts Gilfers, sem haldið var hér 1960. Hann varð þá í 5. sæti af 12 keppendum og þótti ekki standa sig eins vel og búast hefði mátt við, þar eð hann var þáverandi Norðurlandameisari. Nú tefldi hann miklu betur, og má hann vel við sinn árangur una, að komast þarna á hlið við einn af fremstu stórmeisturum heimsins.

fridrik

Friðrik Ólafsson var meðal bestu skákmanna heims.

 Friðrik tefldi fyrstu sjö umferðir mótsins mjög vel, en eftir það slakaði hann mjög á klónni og varð frammistaða hans í mótinu því eigi svo góð, sem menn höfðu vænzt og vonazt eftir.

 Í 5. sæti kom svo hinn nýsjálenzki alþjóðameistari Robert Wade með 7½  vinn. Wade fór hægt  af stað, hafði einungis hlotið 2 vínninga, er sex umferðir höfðu verið tefldar, en í síðustu sjö umferðunum hlaut hann hvorki meira né minna en 5½  vinn. Og lagði bæði Friðrik og Inga að velli í þeirri hrotu.

Wade hefur komið til Íslands áður. Það var árið 1947, er hann tefldi hér ásamt Kanadamanninum Yanovsky. Þeir skákunnendur, sem lengra muna, ættu því að kannast við hann.

Guðmundur Pálmason, sem varð sjötti með 7 vinninga, átti einnig örðugt uppdráttar í upphafi, en, þegar kom fram í mitt mót, tók hann mjög að sækja í sig veðrið.

Þegar hann tefldi við Tal í 7. umferð, hafði hann einungis hlotið 2½  vinn. Með hinu frækilega jafntefli við Tal sneri hann blaðinu við og tefldi af miklu öryggi allt til loka mótsins.

Ingi R. Jóhannsson varð í 7. og jafnframt síðasta verðlaunasæti með 6 vinninga. Þetta var hans fyrsta mót eftir að hann hlaut útnefningu sem alþjóðlegur meistari. Frammistaða hans olli mönnum vonbrigðum, en hafa verður það í huga, að allir, jafnvel hinir beztu meistarar, geta verið mistækir.

Einnig ber að taka tillit til þess, að hann var mjög óheppinn með liti. Hann hafði svart á móti flestum sterkustu mönnunum (Tal, Gligoric, Friðrik, Johannessen, Wade).

Í 8. sæti komu þau Magnús Sólmundarson og Nona Gaprindashvili, heimsmeistari kvenna, með 5 vinninga hvort. Magnúsi hafði yerið spáð neðsta sætinu fyrir mótið, en hann lét þau spádómsorð ekki á sér sannast og tefldi af öryggi í flestum skákum sínum. Hlaut hann sízt fleiri vinninga en efni stóðu til.

nona

Nona Gaprindashvili var 23 ára heimsmeistari kvenna. Vakti mikla athygli á Reykjavíkurskákmótinu, eina konan af 14 keppendum.

Nona byrjaði allvel, en slakaði á, þegar líða tók á mótíð. Líklegt er að þreyta hafi  valdið þar mestu um. Hún var nýkomin frá sterku skákmóti í Hastings. Að Tal undanskildum, mun hún hafa vakið mesta athygli allra keppenda, enda ekki hversdagslegur viðburður, að kona veiti karlmönnum svo harða keppni í skákinni.

Í 10.—12. sætí komu svo þeir Arinbjörn Guðmundsson, Freysteinn Þorbergsson og Trausti   Bjórnsson með 4   vinninga  hver.

Fyrir mótið var Arinbjörn talinn líklegur, til að geta áunnið sér „hálfan alþjóðameistaratitil“, en frammistaða hans varð nokkru lakari en búizt hafði verið við.

Freysteinn, fyrrverandi Íslandsmeistarí, var nokkuð misjafn, þegar á heildina er litið, en hann getur þó státað af því, að hann hafði næst bezta hlutfall út úr skákum sínum við útlendingana. Hann vann nefnilega bæði Nonu og Wade.

Trausti Björnsson er ungur og upprennandi skákmaður, og verður frammistaða hans að teljast mjög góð, með tilliti til þess, að þetta er þriðja mótið, sem hann teflir í síðan hann ávann sér meistaraflokksréttindi.

Í 13. sæti varð Jón Kristinsson, sem varð annar í síðustu landsliðskeppni, og í neðsta sæti var enginn annar en Ingvar Ásmundsson, og hefði það þótt fyrirsögn, ef einhver hefði spáð því fyrir mótið.

Að móti þesu stóðu Skáksamband Íslands og Taflfélag Reykjavíkur í sameiningu. Var framkvæmd þess mög til sóma öllum aðstandendum þess.

Sérstaklega vil ég nefna eitt atriði, sem var mjög vinsælt, en það var, að allar skákir hverrar umferðar voru gefnar út prentaðar að henni lokinni.

Hinir erlendu keppendur rómuðu mjöð aðbúnað allan, bæði á skákstað og á Hótel Sögu, þar sem þeir bjuggu meðan mótið stóð yfir.

Mótið var haldið í minningu Péturs Zóphaníasarsonar, en 31. maí 1946 voru liðin 85 ár frá fæðingu hans.

Hann var frumkvöðull að stofnun Taflfélags Reykjavíkur árið 1900. Hann var um langt árabil snallasti skákmaður á Íslandi og fyrsti Íslandsmeistari í skák. Hann skrifaði fyrsta skákþátt í íslenzkt blað, Þjóðólf, og hann skrifaði einnig fyrstu kennslubók í skák, sem út kom á íslandi.

Sonur hans, Áki Pétursson, sem einnig var kunnur skákmaður á sínum tíma, var skákstóri mótsins.

Það mun vera ætlun þeirra, er að mótinu stóðu, að halda slík mót framvegis á tveggja ára fresti og bjóða til þeirra erlendum meísturum eins og nú. Tíminn, sem valinn er til mótsins, er einkar heppilegur vegna þess, að þá er hinum árlegu skákmótum í Hastings og Bewerwick nýlokið og handhægt að fá hingað einhverja þeirra, sem þar hafa teflt.

Ber að fagna mjög þessari glæsilegu fyrirætlan forystumanna íslenzkra skákmála, því ekki er að efa að slík mót munu verða mjög til eflingar skákmennt í landinu.

Facebook athugasemdir