Taggasafn: Skák dagsins

Hvatvísi á hvatskákmóti

Skák- og listasmiðjan Gallerý Skák stendur fyrir „hvatskákmótum“ alla fimmtudaga í Skákmiðstöð TR, Faxafeni 12. Hin vikulegu Gallerýskákkvöld eru öllum opin og ætluð brennheitum ástríðuskákmönnum á öllum aldri, í æfinga-  og keppnisskyni – óháð félagsaðild.  Í Gallerý Skák er teflt af list og fyrir fegurðina,  keppendum  og áhorfendum  til yndisauka undir fororðinu “Sjáumst og kljáumst” og Kaissu gyðju skáklistarinnar til dýrðar. Forstöðumenn Gallerý Skákar ...

Lesa grein »

Bakarí Friðriks Ólafssonar

Hollendingar eru sögufrægir skákmeistarar. Á sjötta áratug 20. aldar ríkti Jan Hein Donner yfir hollensku skáklífi, varð meistari þar í landi 1954, 1957 og 1958. Hann jafnaðist að sönnu ekki á við Max Euwe (1901-1981) sem borið hafði krúnu heimsmeistara 1935-37, né var hann jafn eitursnjall og Timman (f. 1951) sem var um langa hríð meðal heimsins bestu skákmanna. Donner ...

Lesa grein »

Loftskeytaárás á Færeyjar!

Árið 1945 var efnt til einskonar landskeppni Íslands og Færeyja í skák. Tefldar voru tvær loftskeytaskákir, eftir því sem næst verður komist og unnu Íslendingarnir báðar. Um var að ræða samráðsskák og voru þrír í hverju liði.  Hér lítum við á skák sem þrír af bestu skákmönnum Íslands tefldu í sameiningu: Ásmundur Ásgeirsson (1906-1986), Eggert Gilfer (1892-1960) og Guðmundur S. ...

Lesa grein »

Elsta varðveitta skák íslenskrar skáksögu: Læknir leggur gullsmið

Á síðari hluta 19. aldar var Þorvaldur Jónsson (1837-1916)  læknir besti skákmaður Íslands. Hann bjó á Ísafirði og beitti sér fyrir stofnun taflfélags á staðnum haustið 1901. Frá því segir í skemmtilegri grein sem lesa má hér. Þorvaldur skrifaðist á við Willard Fiske (1831-1904)  einhvern besta og kærleiksríkasta vin sem Ísland hefur átt. Læknir á Ísafirði skrifar Fiske í Flórens um aldamótin ...

Lesa grein »

Nýjasta stjarna Kínverja skellir Carlsen!

13 er happatala Kasparovs og Lu Shanglei var einmitt 13. stigahæsti keppandinn á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem lauk um helgina. Veðbankar gáfu Lu lítinn gaum í upphafi móts, og flestra augu beindust að ungstirninu Wei Yi sem er aðeins 15 ára og var lengst af efstur á mótinu, en varð að gera sér silfrið að góðu. En Lu ...

Lesa grein »

Skipti um hótel og vann þrjár í röð

Grand Prix mótinu í Baku er lokið. Fabiano Caruana og Boris Gelfand komu hnífjafnir í mark og deildu með sér verðlaunafénu, 35.000 evrum, en Fabiano var úrskurðaður sigurvegari enda með fleiri sigurskákir en Boris. Rússar hafa oft staðið betur á lista 10 sterkustu skákmanna heims. Alexander Grishuk er þeirra maður á listanum, en hann er þó „bara“ í 5. sæti ...

Lesa grein »

Ungur heimsmeistari tekur gamlan heimsmeistara í bakaríið…

Í tilefni af því að heimsmeistaramót ungmenna stendur nú sem hæst er viðeigandi að skoða skák með Helga Áss Grétarssyni sem varð heimsmeistari 20 ára og yngri 1994. Mótið var fyrst haldið á Englandi 1951 og þangað var 16 ára Friðrik Ólafsson mættur. Hann stóð sig með miklum sóma þrátt fyrir að vera meðal yngstu keppenda. Meðal þeirra sem hafa ...

Lesa grein »

Vel smurðar vélar í Vegas

Dagur Arngrímsson heldur áfram að gera gott mót í Las Vegas. Í gærkveldi tryggði hann sér laust sæti í milljónamánudeginum, en þar verður tekist á um peningaverðlaun sem veitt eru í ýmsum flokkum. Dagur teflir í u/2499 stiga flokki, sem er að vísu eitthvað nær því að vera u/2399 stiga flokkur, því 100 elóstigum er bætt við FIDE-stig allra keppenda ...

Lesa grein »

Davíð lagði Golíat sem heitir reyndar Liem

Liem Le Quang (2706) er þriðji stigahæsti keppandinn á milljónamótinu í Vegas. Árangur hans hefur þó verið langt því frá sá þriðji besti, enda hefur hann tapað tveim skákum. Það sem er enn merkilegra er að báðar tapskákirnar eru gegn mönnum með færri en 2500 skákstig! Í 2. umferð tapaði hann gegn IM Yunguo Wan (2489), sem hlýtur að teljast ...

Lesa grein »

Hermann mátar á Milljónamótinu

Hermann Aðalsteinsson er á meðal íslenskra keppenda á Milljónamótinu sem fram fer í Las Vegas nú um mundir. Eftir fjórar umferðir er Hermann með 2,5 vinninga og stendur ágætlega í mótinu, enda möguleikar á peningaverðlaunum fyrir fjölmörg sæti. Í skák dagsins, sem tefld var í aðfararnótt sunnudags að íslenskum tíma, stýrir Hermann hvítu mönnunum gegn Abdullah Abdul Bashir (1505). Skákin ...

Lesa grein »

Milljón jafntefli Dags Arngrímssonar

Dagur Arngrímsson (2376) stendur best að vígi í opna flokknum á Milljónaskákmótinu í Vegas. Í seinni umferð gærdagsins mætti hann Giorgi Kacheishvili 2597 og gerði gríðarlega mikilvægt jafntefli með svörtu, sérstaklega þegar litið er til þess að aðeins eru tefldar sjö umferðir í mótinu. Í þriðju umferð – sem hefst kl. 19:00 stýrir Dagur hvítu mönnunum gegn bandaríska stórmestaranum Gregory S Kaidanov (2569). ...

Lesa grein »

Mögnuð frá Milljónaskákmótinu

Í dag hófst Milljónaskákmótið í Las Vegas. Íslendingar eiga þar sína fulltrúa líkt og greint hefur verið frá áður á síðunni. Þegar þetta er ritað eru nýjustu fregnir á þá leið að Hermann Aðalsteinsson, sem teflir í u/1600 stiga flokki, sigraði í fyrri skák dagsins og Dagur Arngrímsson einnig. Skák dagsins er frá stórmeistaranum frá Filipseyjum, Wesley So 2755. Sá ...

Lesa grein »

Reyknesingur í fljúgandi gír um helgina.

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn var hörð um nýafstaðna helgi. A-sveit Hugins leiðir í 1. deildina að loknum fimm umferðum, en A-sveit TR er aðeins hálfum vinningi á eftir. Taflfélag Reykjavíkur leiðir í öllum öðrum deildum. Eftir helgina liggur aragrúi af skákum, fléttum, afleikjum og unnum eða töpuðum skákstigum. Skák dagsins vakti nokkra athygli um helgina, en hún er frá viðureign Skákfélags ...

Lesa grein »

Kóngur á flótta undan skákdrottningu Hróksins!

Stórmeistarinn Henrik Danielsen var lykilmaður í liði Hróksins sem var ósigrandi á Íslandsmóti skákfélaga upp úr aldamótum. Hann hefur líka tekið virkan þátt í skáklandnáminu á Grænlandi. Henrik hreifst svo af skáklífinu á Íslandi að hann skipti út eldrauða, danska vegabréfinu sínu og varð íslenskur ríkisborgari. Hann hefur mjög auðgað íslenskt skáklíf, og á hér marga vini og aðdáendur. Skák dagsins ...

Lesa grein »

Íslandsmót skákfélaga að hefjast

Í ljósi þess að Íslandsmót skákfélaga hefst í kvöld í Rimaskóla, er ekki úr vegi að birta eins og eina skák úr keppni fyrri ára. Á mótinu mætast öll skákfélög landsins ásamt ýmiskonar skákklúbbum úr ýmsum áttum. Keppnin veitir ungum og óreyndum skákmönnum tækifæri til að tefla við eldri og reyndari menn og stundum sjóuðum skákmönnum færi á að tefla ...

Lesa grein »

Stefán krossfestir Jóhann með Bodensaðferð

Talsvert hefur verið rætt um hið fræga krossfestumát Bodens sem svo vel var lýst í nýjasta pistli Kára Elísonar. Í gær var fjallað um skák Emil Joseph Diemer. Að þessu sinni víkur sögunni að öðrum og ekki síður sögufrægum skákmanni sem lætur gjarnan reka á reiðanum í skákum sínum, hr. Stefáni Bergssyni. Dæmi dagsins er frá 110 ára afmælismóti TR árið ...

Lesa grein »

Diemer með Boden-stefið

Í nýlegum pistli frá Kára Elísyni hér á síðunni var minnst á stefið Bodens-mát.  Hér er annað dæmi um þetta stef og að þessu sinni frá nokkuð sögufrægum skákmanni. Emil Joseph Diemer var þýskur skákmaður og er þekktastur fyrir framlag sitt í Blackmar-Diemer bragðið en eftir hann liggja margar fallegar skákir í þeirri byrjun. Diemer virkar nokkuð sérvitur ef marka ...

Lesa grein »

Leiftursókn Cvitans

Skákin að þessu sinni er í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi. Króatinn Ognjen Cvitan á hér eina mögnuðustu afgreiðslu sem sést hefur í kóngsindverskri vörn. Andstæðingurinn var ekki af verri endanum, Ljubomir Ftacnik var lengi einn fremsti skákmaður Tékka og mjög virtur skákskýrandi. Takið eftir lokahnykknum sem er hreint stórkostlegur. Ftacnik gaf reyndar eftir 26…Rh4+ en ég hef tekið mér það ...

Lesa grein »