Taggasafn: Meistaraskákir

Létt viðkynning við Fischer

Kári Elíson skrifar: Það skapar svoldið sérstakt andrúmsloft hjá sjálfum mér þegar ég hugsa til baka allt að febrúar 2006. Esjan skartaði hvítum toppi og svalt vetrarloftið lék um borgarbúa í Reykjavík. Og enginn annar en ég varð samferða Bobby Fischer tvisvar sinnum í strætó þennan mánuð! Ég bjó enn að Skákstöðum á Hringbraut 113 og tók strætó rétt við Loftshúsið. Ég var staddur í ...

Lesa grein »

Fjögurra drottninga skák íslendings á OL 1954

Það er ekkert grín að birta tapskákir íslendinga aftur í aldir en það verður að hafa það. Ég hef rekist á tvær slíkar skemmtilegar og hér kemur önnur þeirra. Ísland stóð sig vel á Olympíumótinu í Amsterdam 1954 og varð í 12 sæti í A-flokki.. Í sveitinni var m.a. 17 ára unglingur Ingi R Jóhannsson sem síðar varð Norðurlandameistari, þrisvar ...

Lesa grein »

Ódauðlega skák Ólafs

Kári Elíson skrifar: Akureyringurinn Ólafur Kristjánsson á glæsilegan skákferil að baki í meira en 50 ár!.. Það er langur tími enda sigrarnir margir. Ólafur hefur nokkrum sinnum orðið Skákmeistari Akureyrar og Skákmeistari SA og unnið mörg helgarskákmót og teflt í landsliðflokki og allt hvað eina. Á þessu ári kominn á áttræðisaldur sigraði hann á 60 ára afmælismóti Gylfa Þórhallssonar yfirmeistara ...

Lesa grein »

Þrjár stuttsveiflur við norðlenskan karakter

Kári Elíson skrifar. Á þeim 13 árum sem ég bjó á Akureyri tefldi ég við marga sérstaka karaktera. Einn af þeim eftirminnilegri er Sveinbjörn Sigurðsson. Hann teflir í sönnum kaffihúsastíl þar sem kjörorðið er: Leika fyrst OG hugsa svo! Hann er jafnan frísklegur í framkomu og við skákborðið, hættulegur í opnum stöðum og er alltaf til í að fórna. Þegar ...

Lesa grein »

FYRSTA MÓTIÐ OG ÓDAUÐLEGA SKÁKIN MÍN

Kári Elíson skrifar: Það er hverjum eftirminnilegt þegar hann teflir á sínu fyrsta kappmóti. Eftir miklar hraðskákæfingar veturinn 1974 tók ég þátt í Haustmóti TR sem fór fram í september. Eftir því sem ég best man fékk ég 6v. af 9 og varð í þriðja sæti og samkvæmt brons verðlaunapeningnum var þetta í F -flokki!.. Þegar flóðhestar tefla í F-flokki ...

Lesa grein »

Bodens Krossfestumát – Elvar með það

Kári Elíson skrifar: Það er nauðsyn að hafa augun vakandi fyrir ýmsum mátstefum því þau droppa upp öðru hvoru hjá öllum skákmönnum. Mörg mát hafa hlotið nafn í skáksögunni. Bodens mát sem mætti einnig kalla „krossfestumát“ er tært stef framkallað með drottningarfórn og tveimur biskupum. Þótt drottningarfórnin virki einföld þá kemur hún andstæðingnum á óvart eins og jafnan þegar sterkasti ...

Lesa grein »

„Eigum við ekki bara að stilla upp í aðra vinur?“

Kári Elíson skrifar. Fyrsti stórmeistari íslendinga Friðrik Ólafsson er inngreyptur í vitund þjóðarinar. Óbreyttir skákmenn muna því vel eftir samskiptum sínum við meistarann þótt mjög gamlar sögur dúkki æ sjaldnar upp.  Hér koma tvö alls óþekkt og áður óbirt sögukorn af honum sem gerðust þó á sama tíma. Faðir minn Elí Gunnarsson (1923-1997) bróðir Gunnars Gunnarssonar Skákmeistara Íslands 1966 var ...

Lesa grein »

Sterkasti skákmaður Íslands: Tefldi við Smyslov og Bronstein

Kári Elíson skrifar: Áskorandinn David Bronstein sem er frægur snillingur í skáksögunni hélt jöfnu við heimsmeistarann Botvinnik 12-12 árið 1951.. David Bronstein kom til Íslands 1974 og tefldi á Reykjavíkurskákmótinu ásamt fyrrverandi heimsmeistara Vasily Smyslov sem sigraði… Núna 40 árum síðar minnist ég þess að ég tefldi við báða þessa meistara í tengslum við þennan viðburð. Þetta var fyrsta árið ...

Lesa grein »