Minningarmót Birnu E. Norðdahl verður haldið á Reykhólum við Breiðafjörð laugardaginn 20. ágúst og hefst kl. 14. Mótið er öllum opið og meðal keppenda verða margar helstu hetjur íslenskrar skáksögu: Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Tefldar verða 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Teflt verður í íþróttahúsinu á Reykhólum og verða veitingar ...
Lesa grein »Taggasafn: Íslenskar skákkonur
Guðlaug Þorsteinsdóttir: Fyrsti Íslandsmeistari kvenna og 14 ára Norðurlandameistari!
Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, 14 ára stúlka úr Kópavogi, var ein af stjörnum ársins á Íslandi árið 1975. Hún byrjaði með því að sigra á fyrsta kvennaskákmótinu í íslenskri skáksögu, varð svo fyrsti Íslandsmeistari kvenna og fylgdi því eftir með glæstum sigri á sjálfu Norðurlandamótinu! Guðlaug hefur alls sex sinnum orðið Íslandsmeistari: 1975, 1982, 1989, 2002, 2005 og 2007. Guðlaug leiddi ...
Lesa grein »Minningarorð Sigurlaugar um Birnu Norðdahl : Merk kona og mikil hetja
Birna Eggertsdóttir Norðdahl fæddist í Hólmi í Reykjavíkursókn í Kjósarsýslu, 30. mars 1919. Hún lést á Akranesi 8. febrúar 2004. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir skrifaði falleg og fróðleg minningarorð, sem birtust í Mbl. 23. febrúar 2004. Mín mæta vinkona Birna Norðdahl, merk kona og mikil hetja, kvaddi þennan heim 8. febrúar síðastliðinn. Birna var alveg einstök manneskja. Hún var bæði bóndi ...
Lesa grein »Viðtal við Birnu Norðdahl: ,,Spenningurinn heillar mest í skákinni — hvort maður lifir eða deyr“
Stórfróðlegt og skemmtilegt viðtal sem Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir tók við Birnu Norðdahl og birtist í SKÁK 1981. Birna var merkilegur brautryðjandi í íslenskri skáksögu. Myndir með viðtalinu tók þriðja skákdrottningin, Áslaug Kristinsdóttir. Á sólríkum sumardegi átti ofanrituð eftirfarandi viðtal við Birnu Norðdahl, núverandi Íslandsmeistara kvenna í skák. Það var auðséð að húsmóðirin í Bakkakoti hafði ekki með öllu setið auðum ...
Lesa grein »