Taggasafn: Íslandsmeistarar

SKÁKÞING ÍSLANDS 2015 – HÉÐINN STEINGRÍMSSON ÍSLANDSMEISTARI

Íslandsmótinu í skák lauk með yfirburða sigri Héðins Steingrímssonar, stórmeistara, sem hlaut 9.5 vinning af 11 mögulegum og landaði sínum þriðja Íslandsmeistara titli með glæsilegri lokaskák. Mótið sem fram fór við kjöraðstæður í Háaloftum Hörpu snerist upp í einvígi milli Héðins og Hjörvars Steins Grétarsson, yngsta stórmeistara okkar, en þeir voru komnir með 2.5 vinning umfram næstu menn að 7 ...

Lesa grein »

SKÁKÞING ÍSLANDS – LANDSLIÐSFLOKKUR 2015 HJÖRVAR STEINN OG HÉÐINN EFSTIR OG JAFNIR EFTIR SJÖ UMFERÐIR

Íslandsmótið í skák stendur nú sem hæst í Hörpunni þar sem því er búin glæsileg umgerð í hásölum vinda upp á 8. hæð þar sem stutt er í arnsúg innblásturs hugarflugsins. Þetta er sterkasta Íslandsmót sögunnar með sex stórmeistara meðal keppenda, einn kvenstórmeistara, 3 alþl. meistara og tvo FM-era. Tíðindamaður síðunnar brá sér á mótstað í dag og sá þar þrjár kyngimagnaðar skákir sem ...

Lesa grein »

„Lífið er eins og skák, til þess að ná árangri í því þarf maður að vera undirbúin undir það óvænta“

Hótelstjórinn og skákmeistarinn FM Davíð Kjartansson hefur borið höfuð og herðar yfir flesta andstæðinga sína á skákvellinum á nýliðnu ári. Sigrar hans koma engum á óvart en eru þrátt fyrir það merkilegir í ljósi að hann hefur afar lítinn tíma aflögu til að sinna skákrannsóknum, enda fjölskyldumaður í rúmlega fullu starfi. Davíð hefur haft í mörgu að snúast síðustu árin. ...

Lesa grein »

Friðriksmót Landsbankans: Héðinn Steingrímsson Íslandsmeistari í hraðskák

Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák fór fram í dag í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11. 82 keppendur tóku þátt, þar af 6 stórmeistarar og 4 alþjóðlegir meistarar. Staðan fyrir lokaumferðina var þannig að Héðinn Steingrímsson var efstur með 8,5 vinninga af 10 og tefldi við Jón Viktor Gunnarsson í lokaumferðinni. Jón Viktor, Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen voru allir með ...

Lesa grein »