Taggasafn: Friðrik Ólafsson

Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita!

Skáksamband Íslands sendir vaska sveit á HM skáksveita, 50 ára og eldri, sem fram fer í Dresden í Þýskalandi 26. júní til 4. júlí. Sveitin er skipuð Gullaldarliði Íslands í skák: Jóhanni Hjartarsyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni. Meðaldur er 61 ár og liðsstjóri er Halldór Grétar Einarsson. Um 60 skáksveitir eru skráðar til leiks ...

Lesa grein »

Ein stærsta stund íslenskrar skáksögu: Friðrik Ólafsson heiðursborgari í Reykjavík

Það var hátíðlegt og skemmtileg stund í Höfða þegar borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, útnefndi Friðrik Ólafsson heiðursborgara í Reykjavík. Hér eru fleiri myndir frá athöfninni, eftir Önnu Fjólu Gísladóttur ljósmyndara.

Lesa grein »

FRIÐRIK ÓLAFSSON GERÐUR AÐ HEIÐURSBORGARA REYKJAVÍKUR

Það ríkti mikil ánægja í Höfða í dag þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri lýsti við hátíðlega athöfn Friðrik Ólafsson, stórmeistara, heiðursborgara Reykjavíkur, fyrir framlag hans til skáklistarinnar og íslensks skáklífs.  Ennfremur fyrir að hafa haldið nafni lands og þjóðar og ekki hvað síst  Reykjavíkur á lofti með miklum sóma. Friðrik Ólafs­son er sjötti maður­inn sem gerður er að heiðurs­borg­ara Reykja­vík­ur­borg­ar. ...

Lesa grein »

Sjávarvík: Er Vassily Ivanchuck hættur að fylgjast með?

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að nú um mundir fer fram sannkallað ofurmót í Sjávarvík – hið svokallaða Tata Steel mót sem gjarnan er nefnt Wiijk ann Zee sökum staðsetningar þess. Mótið á sögu að rekja aftur til ársins 1938 en í þá daga var mótið haldið í bænum Beverwijk. Mótið hefur farið fram árlega allar götur ...

Lesa grein »

Bakarí Friðriks Ólafssonar

Hollendingar eru sögufrægir skákmeistarar. Á sjötta áratug 20. aldar ríkti Jan Hein Donner yfir hollensku skáklífi, varð meistari þar í landi 1954, 1957 og 1958. Hann jafnaðist að sönnu ekki á við Max Euwe (1901-1981) sem borið hafði krúnu heimsmeistara 1935-37, né var hann jafn eitursnjall og Timman (f. 1951) sem var um langa hríð meðal heimsins bestu skákmanna. Donner ...

Lesa grein »

Friðrik mætir til leiks í Flugfélagssyrpunni: Þriðja mótið í hádeginu á föstudag

Goðsögnin Friðrik Ólafsson mætir til leiks á 3. Flugfélagsmóti Hróksins sem fram fer í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins við Geirsgötu 11. Alls eru mótin 5 og fær sigurvegari heildarkeppninnar ferð fyrir 2 til Grænlands. Aðrir keppendur geta einnig unnið slíkan vinning í happdrætti Flugfélagssyrpunnar. Héðinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni með 9,5 vinning, eftir að hafa sigrað ...

Lesa grein »

„Eigum við ekki bara að stilla upp í aðra vinur?“

Kári Elíson skrifar. Fyrsti stórmeistari íslendinga Friðrik Ólafsson er inngreyptur í vitund þjóðarinar. Óbreyttir skákmenn muna því vel eftir samskiptum sínum við meistarann þótt mjög gamlar sögur dúkki æ sjaldnar upp.  Hér koma tvö alls óþekkt og áður óbirt sögukorn af honum sem gerðust þó á sama tíma. Faðir minn Elí Gunnarsson (1923-1997) bróðir Gunnars Gunnarssonar Skákmeistara Íslands 1966 var ...

Lesa grein »