Íslandsmeistarinn Lenka Ptáčníková og stórmeistarinn Jón L. Árnason sigruðu á Minningarmóti Birnu Norðdahl á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst. Keppendur komu hvaðanæva af landinu og var mikil stemmning í íþróttahúsinu þar sem mótið fór fram við frábærar aðstæður. Mótið var haldið til að minnast Birnu E. Norðdahl (1919-2004) sem var brautryðjandi í kvennaskák á Íslandi. Birna var bóndi og listakona og ...
Lesa grein »Taggasafn: Birna Norðdahl
Minningarmót Birnu á laugardaginn: Fjöldi skákmeistara á Reykhólum
Fjórir stórmeistarar og kvennalandsliðið í skák eru meðal þeirra sem skráð eru til leiks á Minningarmóti Birnu Norðdahl á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst kl. 14. Mótið er öllum opið og eru skákáhugamenn hvattir til að skrá sig sem fyrst. Mótið verður hið sterkasta sem haldið er utan höfuðborgarsvæðisins á árinu. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur mótið með stuðningi Reykhólahrepps, Þörungaverksmiðjunnar, Skáksambands Íslands ...
Lesa grein »,,Fyrirgefðu, mát elskan“
Guðfinnur Kjartansson hefur um árabil verið einn af máttarstólpum skáklífs á Íslandi. Hann átti hugmyndina að stofnun kvennadeildar Taflfélags Reykjavíkur 1975, sem átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. Hér rifjar Guðfinnur upp stofnun deildarinnar og kynni sín af Birnu Norðdahl. Það var í upphafi á því herrans ári 1975, ég þá nýkjörinn formaður TR og kvennaárið ...
Lesa grein »Minningarmót Birnu Norðdahl á Reykhólum 20. ágúst: Keppendur hvattir til að skrá sig sem fyrst
Áhugasamir keppendur á Minningarmóti Birnu Norðdahl skákmeistara ættu að skrá sig sem fyrst. Mótið fer fram í íþróttahúsinu í hinu fallega og vinalega þorpi á Reykhólum við Breiðafjörð og verður vel tekið á móti öllum, enda Reykhólamenn þekktir fyrir gestrisni. Mótið hefst laugardaginn 20. ágúst kl. 14 og verða tefldar 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Kvenfélagskonur munu bjóða upp á ljúffengar veitingar að íslenskum sið ...
Lesa grein »Minningarmót Birnu E. Norðdahl – Reykhólum 20. ágúst 2016
Minningarmót Birnu E. Norðdahl verður haldið á Reykhólum við Breiðafjörð laugardaginn 20. ágúst og hefst kl. 14. Mótið er öllum opið og meðal keppenda verða margar helstu hetjur íslenskrar skáksögu: Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Tefldar verða 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Teflt verður í íþróttahúsinu á Reykhólum og verða veitingar ...
Lesa grein »Minningarorð Sigurlaugar um Birnu Norðdahl : Merk kona og mikil hetja
Birna Eggertsdóttir Norðdahl fæddist í Hólmi í Reykjavíkursókn í Kjósarsýslu, 30. mars 1919. Hún lést á Akranesi 8. febrúar 2004. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir skrifaði falleg og fróðleg minningarorð, sem birtust í Mbl. 23. febrúar 2004. Mín mæta vinkona Birna Norðdahl, merk kona og mikil hetja, kvaddi þennan heim 8. febrúar síðastliðinn. Birna var alveg einstök manneskja. Hún var bæði bóndi ...
Lesa grein »Viðtal við Birnu Norðdahl: ,,Spenningurinn heillar mest í skákinni — hvort maður lifir eða deyr“
Stórfróðlegt og skemmtilegt viðtal sem Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir tók við Birnu Norðdahl og birtist í SKÁK 1981. Birna var merkilegur brautryðjandi í íslenskri skáksögu. Myndir með viðtalinu tók þriðja skákdrottningin, Áslaug Kristinsdóttir. Á sólríkum sumardegi átti ofanrituð eftirfarandi viðtal við Birnu Norðdahl, núverandi Íslandsmeistara kvenna í skák. Það var auðséð að húsmóðirin í Bakkakoti hafði ekki með öllu setið auðum ...
Lesa grein »