Taggasafn: Alexander Aljekín

Af því ég er Bogoljubov!

Efim Dimitrievich Bogoljubov fæddist 14. apríl 1889 í Kænugarði, sem tilheyrði rússneska keisaraveldinu. Hann var hreint ekkert undrabarn í skákinni en kleif metorðastigann hægt og bítandi. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst 1914 sat Bogoljubov að tafli á skákmóti í Mannheim í Þýskalandi og var kyrrsettur ásamt tíu öðrum rússneskum skákmönnum. Fjórum var sleppt um haustið (þeirra á meðal Alekhine) en Bogoljubov ...

Lesa grein »

Magnús Carlsen teflir þrjár blindhraðskákir samtímis!

Það er engin nýlunda að stórmeistarar tefli blindskákir, jafnvel margar í einu, það hafa þeir gert frá öræfi alda. Elsta þekkta tilfellið er líklega frá 7. öld, en lögmaðurinn Sa’id Bin Jubair er talinn hafa teflt blindskák fyrstur manna. Fyrsta þekkta dæmið frá Evrópu er frá Fagurborg (Florence) árið 1266. Skákmeistarinn André Danican Philidor sýndi hæfni sína á þessu sviði og ...

Lesa grein »

Meira af Bogoljubov: Aljekín kjöldreginn í Pétursborg

Nafnið Bogoljubov merkir „hinn heittelskaði guð“ á úkraínsku. Óvíst er hvort hann hafi staðið undir nafni í hefðbundinni merkingu orðsins en sannarlega má segja að hann hafi verið guð þegar kom að taktík enda með ótrúlega rómantískan skákstíl og gott innsæi. Andstæðingur Bogo í skák dagsins er enginn annar en Alexander Aljekín. Þeir félagarnir þekktust vel enda þurftu þeir að dúsa saman ...

Lesa grein »

Ódauðleg skák Aljekíns – Bogoljubov er enginn skákmaður

Alexander Aljekín og Efim Bogoljubov elduðu saman grátt silfur um árabil. Þeir tefldu heimsmeistaraeinvígi í tvígang þar sem Aljekín bar höfuð og herðar yfir andstæðing sinn. Bogo átti þó til að spyrna við fótum og leggja Alla að velli með miklum flugeldasýningum sem nánar verða skoðaðar á næstu dögum. Í dag lítum við á ódauðlega skák Aljekíns þar sem hann ...

Lesa grein »

„Þegar ég hef hvítt, þá vinn ég vegna þess að ég er með hvítt – Þegar ég er með svart, þá vinn ég vegna þess að ég er Bogoljubov.“

Alexander Aljekín varð fyrst heimsmeistari árið 1927 eftir sigur í einvígi við José Raúl Capablanca. Fljótlega eftir einvígið samþykkti Aljekín að tefla annað einvígi við Capablanca með sömu skilyrðum og hann sjálfur þurfti að samþykkja fyrir fyrra einvígið. Skilyrðin voru að áskorandinn (Capablanca) varð að leggja fram $10.000 í gulli og að heimsmeistarinn (Aljekín) fengi rúman helming þess, jafnvel þótt hann ...

Lesa grein »

Útvarpsviðtal við dr. Alexander Aljekín

Fjórði heimsmeistarinn, dr. Alexander Aljekín fæddist í Pétursborg árið 1892 og lést í Lissabon árið 1946, þá 54 ára. Árið 1927 sigraði hann Capablanca í einvígi um heimsmeistaratitilinn en tapaði honum í einvígi við dr. Euwe árið 1935. Hann endurheimti titilinn árið 1937. Þessa sögu þekkja felstir. Áhugaverðara er: þurfa skákmenn að hafa gott minni? Er mikilvægt fyrir skákmann að ...

Lesa grein »