Jólaskákmót í Stofan Café á fimmtudagskvöld

Logo_hrokurinnHrókurinn og Stofan Café, Vesturgötu 3, efna til jólaskákmóts fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 20. Tefldar verða 8 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma og leggur Stofan til verðlaun í formi gjafabréfa, auk þess sem sérstakt tilboð verður á veitingum fyrir keppendur.

Skák hefur um aldir notið mikilla vinsælda á kaffihúsum, og Stofan hefur fest sig í sessi sem vinsælasta skákkaffihús borgarinnar. Þar er góð aðstaða til taflmennsku, einstaklega góður andi og fjölbreyttar veitingar. Í október var haldið fyrsta hraðskákmót Hróksins og Stofunnar, sem heppnaðist sérlega vel. Þar sigraði Róbert Lagerman og hreppti titilinn Stofumeistarinn 2014. Nú er spurningin hver verður Stofujólasveinninn!

Keppendur eru hvattir til að skrá sig í chesslion@hotmail.com þar sem hámarksfjöldi keppenda er 24.

Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

Facebook athugasemdir