Jólahlutavelta Hróksins 2014: Gott málefni og glæsilegir vinningar

1 Jólahlutavelta HróksinsGlæsilegir vinningar eru í boði í jólahlutaveltu Hróksins, meðal annars ferð til Grænlands og listaverk eftir Huldu Hákon. Miðaverð er 2000 krónur og fá kaupendur miða senda heim ásamt grænlensku jólakorti. Úrslit ráðast á þrettándanum, 6. janúar, og verður eingöngu dregið úr seldum miðum.

Vinningar í jólahlutveltunni eru sannarlega glæsilegir. Útgefnir miðar eru 500 og kemur vinningur á næstum 10. hvern miða:

 • Ferð fyrir 2 til Nuuk, höfuðborgar Grænlands, með Flugfélagi Íslands.
 • Listaverk eftir Huldu Hákon, sem er meðal fremstu listamanna Íslands.
 • Miði að eigin vali til áfangastaðar Icelandair.
 • Gjafabréf fyrir 2 á Hótel Rangá, eitt besta hótel landsins.
 • Gjafabréf í útsýnisflug með þyrlu hjá Norðurflugi.
 • Gjafabréf í Þjóðleikhúsið.
 • Gjafabréf í Bláa lónið.
 • 4 x gjafabréf á veitingastaðinn Einar Ben.
 • 3 x gjafabréf frá Stofunni.
 • 4 x áskrift að Lifandi vísindum.
 • 15 bókavinningar frá Bjarti, Forlaginu og Sögum útgáfu.
 • 10 geisladiskar frá 12 tónum og Senu.

Hrókurinn skorar á velunnara að kaupa miða í Jólahlutaveltunni og styðja þannig kraftmikið starf á Íslandi og Grænlandi.

Miðapantanir á hrokurinn@gmail.com og hrafnjokuls@hotmail.com

Facebook athugasemdir