Íslendingar með á Ólympíuskákmóti 1930: Frumraun íslenskra skákmanna á erlendri grund!

hamburg_blick_über_den_jungfernstieg_postkarte_historisch_9f3d230298_978x1304xinÓlympíuskákmótið í Tromsö er hið 41. í röðinni. Íslendingar tóku fyrst þátt í þriðja Ólympíuskákmótinu, sem haldið var í Hamborg 1930. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenskir skákmenn tefldu á alþjóðlegu móti. Þarna var sjálfur heimsmeistarinn Alekhine og margir af helstu meisturum samtímans. En íslenska sveitin stóð fyrir sínu.

Mótið fór fram 12. til 20. júlí og tóku 18 þjóðir þátt í mikilli skákveislu. Hver sveit var skipuð fjórum liðsmönnum, auk varamanns.

Íslendingar gátu vart teflt fram sterkari sveit á þessum tíma: Eggert Gilfer, Ásmundur Ásgeirsson, Einar Þorvaldsson, Jón Guðmundsson.

Poland_at_1930_Chess_OlympiadPólverjar urðuu meistarar, hlutu 48,5 vinning. Í liði þeirra voru m.a. snillingarnir Rubenstein og Tartakower. Ungverjar hlutu silfrið og Þjóðverjar bronsið.

Asmundur3-teiknÍslendingar lentu í 15. sæti af 18, og náðu samtals í 22 vinninga. Fyrir neðan okkur voru Spánverjar, Finnar og Norðmenn.

Eggert Gilfer (1892-1960) varð sjö sinnum Skákmeistari Íslands á árunum 1918 til 1952. Á mótinu í Hamborg fékk þessi hæfileikaríki tónlistarmaður að kljást við suma bestu skákmenn heims. Gilfer hlaut 6 vinninga í 17 skákum, og átti góða spretti.

Ásmundur Ásgeirsson (1906-1986) átti öllu erfiðari daga, fékk 3,5 vinning af 17. Ásmundur var á þessum árum að taka stórstígum framförum, varð Íslandsmeistari strax árið eftir, og síðan á toppnum í hálfan annan áratug.

Einar Þorvaldsson (1902-1967) var um árabil í hópi okkar bestu manna, og Íslandsmeistari í tvígang. (Hann var einn fjögurra sem sigruðu Alekhine í fjöltefli árið 1931.)

EggertG2-teiknJón Guðmundsson  (1904-1980) var enn einn ungur hæfileikamaður í íslenska liðinu. Hann braust til æðstu metorða á fjórða áratugnum og var í hinu sögufræga liði, sem vann Forsetabikarinn í Argentínu á ólympíumótinu 1939. Þar sigraði Jón alla andstæðinga sína í úrslitakeppninni, en dró sig síðan í hlé frá skák. Jón fékk 5 vinninga af 17 í Hamborg.

duchamp og man  ray teflaAnnars vekur athygli að franska sveitin hafnaði aðeins í 12. sæti. Þar var sjálfur Alexander Alekhine á efsta borði (enda hafði hann snúið baki við Rússlandi) og á þriðja borði var snillingurinn sjálfur Marcel Duchamp, einhver mikilvægasti listamaður Frakka á 20. öld. Það var einmitt Duchamp sem sagði: ,,Ekki eru allir listamenn skákmenn, en allir skákmenn eru listamenn.“

Íslendingar voru mjög sáttir við frumraun sína í keppni við bestu skákmenn heims. Bent var á aðstöðumun íslensku áhugamannanna, en samanburður við Norðurlönd var mjög uppörvandi!

220px-Akiba-RubinsteinCPétur Zóphóníasson (1879-1946) var forseti Skáksambandsins þessi árin, og hafði frumkvæði að því að ráðist var í þetta ævintýri. Pétur segir í grein í Morgunblaðinu í júlí 1930 að skáksambandinu hafi getað ,,með hjálp forsætisráðherra búið sína menn svo úr garði, að þeir fengju að mestu leyti greiddan óhjákvæmilegan kostnað við förin, en vasapeningum urðu þeir sjálfir að sjá fyrir, sjálfir að eyða tíma í förina og til undirbúnings, án nokkurs gjalds.“

Pétur fer mörgum orðum um þann aðstöðumun, sem Íslendingar búa við. Í útlöndum séu fjölmargir atvinnumenn, sem framfleyti sér með taflmennsku og skrifum um skák. Á Íslandi hafi enginn helgað sig skákinni. En það átti nú eftir að breytast!

Meira

Sigurskák Eggerts Gilfer gegn þýska meistaranum Carl Ahues á Ólympíumótinu 1930

Marcel Duchamp http://en.wikipedia.org/wiki/Marcel_Duchamp

Facebook athugasemdir