ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA – DEILDAKEPPNIN 2015-16

Vettvangsmyndir frá deildakeppninni sept. 2015 -ese-016

 

Fjölmennasta skákmót landsins fór fram um helgina í Rimasskóla en það er teflt í tveimur lotum, að hausti og vetri. Segja að má að þar mætist ekki bara stálin stinn heldur mikil meirihluti virkra skákmanna af landinu öllu, hátt í 400 skákmenn úr fjölmörgum félögum og klúbbhum, sem tefla í nú í 47 sveitum, 6 manna, nema í 1. deild þar sem telft er á 8 borðum. Um 300 manns sitja að því tafli hverju sinni og svo er skipt inn á eftir eftir þörfum milli umferða svo fleiri fái að spreyta sig. Keppnin hefur verið afar spennandi og skemmtileg að venju og hart barist. Þátttakendur njóta þess líka að hittast og geta stungið saman nefjum þegar stund gefst milli stríða.

Stóru félögin Huginn og TR eru í algjörum sérflokki í úrvalsdeildinni að loknum fimm umferðum af níu en sveitir þeirra mætast ekki fyrr en síðar í vetur eða í áttundu og næstsíðustu umferð. Huginn er núverandi Íslandsmeistari og hefur á að skipa 7 stórmeisturum í sínum röðum á móti 2 hjá TR enn sem komið er. Það verður því að teljast afar sigurvænlegt þó erfitt sé um slíkt að spá. Hins vegar er KR-ingum, sem unnu sig upp í fyrra í annað sinn spáð falli í palladómi forseta SÍ. Liðið hefur vissulega átt undir högg að sækja en haft þó sigur gegn A- sveit Bolvíkinga og haldið jöfnu við B-sveit TR. Til frekari tíðinda gæti dregið í síðari hluta keppninnar á hinum víðfræga skákstað Rimaskóla í Grafarvogi þar sem spennan er jafnan í algleymingi.

Meðf. er myndir af stöðunni í deildunum fjórum auk yfirlitsmynda af vettvangi.

Öllu úrslit má sjá á Chess-Results


 

Myndagallerí – Smellið á myndir til að stækka

Facebook athugasemdir