Ísabella brallar með Kolumbusi: Kóngur leggur Ameríku undir í skák

Kolumbus

Kólumbus. Þurfti stuðning Ferdinands konungs, sem lagði málið í hendur skákgyðjunnar.

Skák var talsvert útbreidd á Íslandi á seinni hluta 19. aldar, en enginn skipulagður félagsskapur var með skákáhugamönnum. Sáralítið var skrifað um skák í blöðin, en öðru hvoru komu þó fréttir sem glöddu hjörtu skákmanna. Hér er frétt úr Þjóðólfi frá 17. ágúst 1888, sem ber fyrirsögnina ,,Skáktafl og fundur Ameríku“. Og þetta er engin smáfrétt — hún fer hér á eftir í heild.

Eptir munnmælasögu, sem gengur á Spáni, var það að þakka vinningi í skák, að Kolumbus fann Ameríku. Ferdinand konungur á Spáni var vanur að tefla á hverjum degi við einn vin sinn.

Kolumbus hafði lengi beðið um hjálp af konungi til landaleita, og hafði enn eigi orðið meir ágengt en að fá Ísabellu drottningu á sitt mál. Sá dagur var kominn, er Kolumbus skyldi fá fullnaðarsvar hjá konungi.

Þegar drottningin heyrði, að Kolumbus væri kominn og biði svarsins, gerði hún nýja tilraun við konung, sem þá var sokkinn niður í tafl við vin sinn.

isabella_clara_eugenia_spain_albrecht

Ferdinand og Ísabella. Voldugustu hjón Evrópu. Tefldu bæði af ástríðu, enda var skák skyldufag hjá aðalsfólki, ásamt bogfimi, skáldskap, dansi, skylmingum og fleiri undirstöpugreinum.

Hann tók það mjög óstinnt up, að vera ónáðaður við taflið og í reiði sinni jós hann skömmum og formælingum yfir sjómenn yfir höfuð og sérstaklega yfir Kolumbus.

,,Nú skal jeg gefa honum svar eptir því, hvernig taflið fer,“ sagði konungurinn. ,,Ef ég vinn, skal hann fá styrk til fararinnar.“

Drottningin settist við hlið konungs og horfði á taflið með mikilli eptirtekt. Allt í einu hvíslar hún að konungi, að nú sé hægðarleikur fyrir hann að máta vin sinn.

Konungur íhugaði það, og sá, að hún hafði rjett fyrir sér. Hann vann — og Ameríka fannst.

Facebook athugasemdir