Hrókurinn tilkynnir — með stolti!

Hápunktur! Þriðja verkefni 12. starfsárs okkar Hróksliða á Grænlandi, gjörið svo vel: Um miðjan maí höldum við skákhátíð í Nuuk, til minningar um Íslandsvininn Jonathan Motzfeldt, landsföður Grænlands. Hann var ástríðfullur skákáhugamaður og gaman að segja frá því að fyrsta skákin sem ég tefldi á Grænlandi var einmitt við Jonathan — þá var ég gestur hans og Kristjönu. Nú heiðrum við minningu kempunnar og förum til Grænlands með suma efnilegustu skákmenn Íslands, og hetjur af eldri kynslóðinni. ,,Saman erum við sterkari!“ einsog Jonathan sagði eftir að hafa teflt tvískák með bosníska ofurmenninu Ivan Sokolov.
.

Facebook athugasemdir