Hrókurinn í Hringnum í 10 ár!

Í dag var stórkostleg afmælisveisla í Barnaspítala Hringsins, þegar því var fagnað að 10 ár eru liðin síðan við Róbert Lagerman hófum vikulegar heimsóknir á þennan dásamlega griðastað íslenskra barna. Á þessum tíu árum hafa verið tefldar margar eftirminnilegar skákir, en miklu meira skiptir að ánægjustundirnar eru óteljandi. Við þökkum hinu frábæra starfsfólki Hringsins fyrir samvinnuna, og sendum öllum börnunum sem við höfum hitt, fjölskyldum þeirra og öðrum velunnurum Hringsins hátíðarkveðju í tilefni dagsins. Og einsog Róbert sagði í viðtali við Ölmu á RÚV, þegar hún spurði hvort við ætluðum að halda áfram 10 ár til viðbótar: ,,Við stefnum nú að helst 20 eða 30 árum í viðbót!“

Facebook athugasemdir