Ekki missa af þessu

Góður Hróksmaður kveður

Kempan Böðvar Böðvarsson, einn af stofnfélögum Hróksins, lést 9. mars 2014. Böðvar fæddist 23. júní 1936, og var landskunnur trésmíðameistari. Hrafn Jökulsson minntist Böðvars á Facebook-síðu sinni með þessum orðum:

Við Böðvar hittumst fyrst á horninu á Klappastíg og Hverfisgötu; ég sat þar yfir skák og maður sem mér fannst endilega vera sjálfur Bólu-Hjálmar hafði sitthvað við taflmennsku mína að athuga. Við urðum vinir. Seinna varð hann einn af stofnfélögum Hróksins, ómissandi í mörgum hildarleik, glaðbeittur jafnan; hann var stálgreindur húmoristi, völundur á allt handverk, og hafði frá ótalmörgu að segja. Hann tefldi við Pilnik og Polgar, og jafnan kallaður til þegar mikið lá við. Kempan góða kvaddi okkur á vordögum.

 

.


Created with flickr slideshow.

Facebook athugasemdir