Góður Hróksmaður kveður

Kempan Böðvar Böðvarsson, einn af stofnfélögum Hróksins, lést 9. mars 2014. Böðvar fæddist 23. júní 1936, og var landskunnur trésmíðameistari. Hrafn Jökulsson minntist Böðvars á Facebook-síðu sinni með þessum orðum:

Við Böðvar hittumst fyrst á horninu á Klappastíg og Hverfisgötu; ég sat þar yfir skák og maður sem mér fannst endilega vera sjálfur Bólu-Hjálmar hafði sitthvað við taflmennsku mína að athuga. Við urðum vinir. Seinna varð hann einn af stofnfélögum Hróksins, ómissandi í mörgum hildarleik, glaðbeittur jafnan; hann var stálgreindur húmoristi, völundur á allt handverk, og hafði frá ótalmörgu að segja. Hann tefldi við Pilnik og Polgar, og jafnan kallaður til þegar mikið lá við. Kempan góða kvaddi okkur á vordögum.

 

.


Created with flickr slideshow.

Facebook athugasemdir