Jón Viðar Björgvinsson (1945-2004)

Hraðskákmeistari hristir fram drottningarfórnir

Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Akureyringurinn Jón Björgvinsson (1945-2004) var þekktur skákmeistari og sérlega sigursæll. Jón varð 6 sinnum Akureyrarmeistari og vann flestallt sem hægt var að vinna í skák fyrir norðan. Hann var sérstaklega snjall í hraðskák og listfengni hans naut sín þar vel. Jón varð a.m.k. 12 sinnum Hraðskákmeistari Akureyrar ásamt því að vinna Norðurlandstitilinn og Jólahraðskákmótið  og Einisbikarinn oft og mörgum sinnum en þetta eru jafnan stærstu hraðskákmót bæjarins ásamt Einisbikarnum. (Voru það allavega á meðan ég bjó fyrir norðan!).

Í þessum pistli fjalla ég að mestu leyti um hraðskákir Jóns en kappskákir bíða betri tíma.

Við Jón vorum góðir vinir alla tíð og tefldum mikið saman í hraðskák. Ég á mjög margar hraðskákir okkar skrifaðar en þegar ég var ungur og ferskur gat ég yfirleitt munað eftir á  helstu hraðskákir mínar á mótum hvort sem það voru æfingamót eða alvörumót.

Eftirminnilegt er Hraðskákmót Akureyrar 1980. Ég hafði unnið kappmótið og hefði því átt samkvæmt venjulegri formúlu (sem ekki er til!) að ná efstu sætum í hraðskákinni en svo varð ekki. Jón  sigraði léttilega með 15v af 18 og annar varð Áskell Kárason með 13v og þriðji Þór Valtýsson með 12,5v en ég fékk 11v og varð langtum neðar.

DROTTNINGARFÓRNIR Á FÆRIBANDI

Ég tapaði báðum skákum fyrir Jóni sem sýndi allar sínar bestu hliðar. Með svörtu tefldi hann Drekann. Og eins og Skellurinn sagði eitt sinn þá sleppur enginn úr klóm drekans! Ég gerði stöðuleg ófyrirgefanleg mistök (í tímahraki auðvitað!) með því að láta svartreita biskupinn minn af hendi og Jón fékk stórsókn og fórnaði drottningu með 26.Dxb3!!.. Tveimur leikjum síðar vakti hann upp nýja drottningu en fórnaði henni svo strax í næsta leik! Ég gat ekk annað en tekið hattinn ofan fyrir þessum tilþrifum Jóns þótt ég hefði engan hatt…

Hvítt: Kári Elíson
Svart: Jón Björgvinsson

KENNSLUEFNI Í KÓNGSBRAGÐI

Það vita allir að ekki má drepa með peði á e5 í Falkbeer afbrigðinu í blábyrjuninni: 1.e4 e5 2.f4 d5 3.fxe5?? vegna 3.Dh4+ sem vinnur í fáum leikjum. Þessu gleyma menn samt stundum! Það hefur  þó enginn svo ég viti unnið jafnflott úr þessum einfalda vinningi á svart og Jón Björgvinsson. Til samanburðar er ein smásnotur frá mér í þessu stórslysi.

Akureyri Bikarmót 1988

Hvítt: Lárus Pétursson
Svart: Jón Björgvinsson

Í eftirfarandi slysi sér svartur ekki stysta mátið eftir 11 leik hvíts en mátið er samt á næsta leyti:

Hraðskákmót Akureyri 1983

Hvítt: Jón Árni Jónsson
Svart: Kári Elíson

Facebook athugasemdir