
Hafdís Sveinsdóttir frá Flugfélagi Íslands færir Héðni Steingímssyni stórmeistara sigurlaunin, ferð fyrir tvo til Grænlands.
Héðinn Steingrímsson stórmeistari sigraði í Flugfélagssyrpu Hróksins, sem lauk á föstudag, en margir af bestu skákmönnum landsins tóku þátt í hraðskákmótunum fimm þar sem keppt var um ferð fyrir tvo til Nuuk, höfuðborgar Grænlands. Héðinn sigraði á 3 mótum og var öruggur sigurvegari syrpunnar. Það var hinsvegar Róbert Lagerman sem sigraði með fullu húsi á síðasta móti Flugfélagssyrpunnar.
Flugfélagssyrpan var haldin af Hróknum og FÍ í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, en þar miðstöð fatasöfnunar Hróksins í þágu barna á Grænlandi. Flugfélagið hefur frá upphafi verið helsti bakhjarl Hróksins við skáklandnámið á Grænlandi, sem hófst árið 2003.
Alls tóku á fimmta tug skákmanna þátt í Flugfélagssyrpunni. Meðal þeirra voru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Hannes H. Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson.
Í mótslok dró Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, heiðursforseti Hróksins á Grænlandi, út nafn heppins keppanda sem líka fékk ferð fyrir tvo til Grænlands. Ferðavinninginn hlaut Sigurður Örlygsson myndlistarmaður.
Sæti | Nafn | Skákstig | Vinningar |
1 | Róbert Lagerman | 2305 | 5 |
2 | Helgi Áss Grétarsson | 2500 | 4 |
3-6 | Arnljótur Sigurðsson | 1820 | 3 |
Vignir Vatnar Stefánsson | 1980 | 3 | |
Hjálmar Sigurvaldason | 1560 | 3 | |
Gunnar Freyr Rúnarsson | 2079 | 3 | |
7-9 | Finnur Kr. Finnsson | 1500 | 2 |
Björgvin Kristbergsson | 1300 | 2 | |
Kristján Stefánsson | 1527 | 2 | |
10-11 | Þorvaldur Ingveldarson | 1250 | 1 |
Sigurður Örlygsson | 1000 | 1 |