
Helgi Hrafn Gunnarsson lék fyrsta leikinn fyrir Hannes gegn Jon Olav. Róbert Lagerman varaforseti Hróksins fylgist með. Róbert verður dómari á Ólympíumótinu í Bakú.
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varð efstur á mjög sterku skákmóti sem Hrókurinn og Stofan Café efndu til á fimmtudagskvöldið, í tilefni af Ólympíuskákmótinu sem hefst í Bakú í Aserbaídsjan í næstu viku. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir sigraði í kvennaflokki. Keppendur voru 32 og var mótið æsispennandi og bráðskemmtilegt frá upphafi til enda.
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir Hannes Hlífar gegn Jon Olav Fivelstad. Hannes hefur orðið Íslandsmeistari tólf sinnum, oftar en nokkur annar, og hann tefldi af miklu öryggi á mótinu. Goðsögnin Jóhann Hjartarson veitti honum harða keppni framan af, sem og stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson, en Hannes gaf engan höggstað á sér.

Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í móti Hróksins á Stofunni. Þær eru á leið á Ólympíuskákmót í næstu viku. Frá vinstri Guðlaug, Hrund, Lenka, Verónika og Hallgerður.
Helgi Áss varð í 2. sæti í karlaflokki og hinn ungi og bráðefnilegi Dagur Ragnarsson náði bronsinu.
Keppni var mjög tvísýn í kvennaflokki, enda allar landsliðskonurnar fimm meðal keppenda, sem og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, fv. Íslandsmeistari. Leikar fóru svo að Hallgerður Helga hreppti gullið, Lenka Ptacnikova silfrið og Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir bronsið. Þær skipa íslenska kvenna liðið á Ólympíumótinu í Bakú, ásamt Hrund Hauksdóttur og Veróniku Steinunni Magnúsdóttur.
Í mótslok afhenti Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, heiðursforseti Hróksins á Grænlandi, verðlaun frá Stofunni og óskaði íslenska landsliðsfólkinu gæfu og gengis á Ólympíumótinu í Bakú.
Liðsmenn Hróksins hafa undanfarin misseri staðið fyrir mörgum viðburðum á Stofunni, Vesturgötu 3, og þar er góð aðstaða til skákiðkunar.
Lokastaðan
Nafn Feder Rtg Loc Score M-Buch. Buch. Progr. 1 Hannes Hlífar Stefánsson 2575 7 30.5 39.5 33.0 2-3 Helgi Áss Grétarsson 2489 6 29.5 39.5 27.5 Dagur Ragnarsson 2277 6 27.5 35.0 24.0 4-6 Jóhann Hjartarson 2559 5.5 31.5 41.5 30.5 Bragi Þorfinnsson 2466 5.5 31.0 42.0 25.5 Björn Ívar Karlsson 2289 5.5 29.5 39.0 27.0 7-11 Omar Salama 2312 5 28.5 39.5 24.0 Elvar Örn Hjaltason 1655 5 25.5 34.5 21.0 Ingi Tandri Traustason 1899 5 24.5 31.5 21.0 Hallgerður Þorsteinsdóttir 2050 5 23.0 31.5 22.0 Kristján Örn Elíasson 1811 5 23.0 30.5 18.0 12-14 Lenka Ptacnikova 2200 4.5 31.5 42.5 23.0 Ingvar Þór Jóhannesson 2355 4.5 28.0 38.0 25.0 Guðlaug Þorsteinsdóttir 2100 4.5 24.5 33.5 22.0 15-20 Magnús Örn Úlfarsson 2386 4 28.0 36.5 20.0 Stefán Bergsson 2088 4 27.5 35.5 21.0 Gunnar Björnsson 2135 4 26.5 34.0 19.5 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir 1733 4 24.0 31.0 16.0 Veronika Steinunn Magnúsdóttir 1800 4 21.0 29.0 16.0 Páll Andrason 1963 4 20.0 27.5 17.0 21-26 Kjartan Ingvarsson 1869 3 24.0 31.5 17.0 Ágúst Örn Gíslason 1777 3 22.5 29.5 15.0 Jon Olav Fivelstad 1888 3 21.0 30.0 11.0 Magnús Kristinsson 1863 3 20.5 28.5 13.0 Hörður Jónasson 1599 3 20.5 27.0 13.0 Þorvaldur Ingveldarson 1466 3 18.5 25.0 10.5 27 Hrund Hauksdóttir 1722 2.5 18.0 25.0 10.0 28-31 Tómas Ponzi 1658 2 19.5 27.5 9.0 Hjálmar Sigurvaldason 1544 2 17.0 22.5 9.0 Björgvin Kristbergsson 1333 2 16.0 22.5 5.5 Björn Agnarsson 1422 2 14.5 20.0 5.0 32 Óskar Einarsson 1600 1.5 16.5 23.5 5.0
Myndasyrpa
- Gleðin var allsráðandi á skákmótinu Hróksins á Stofunni. Guðlaug Unnur, landsliðskona og læknir, og Björgvin Kristbergsson, skákmeistari og borgarstarfsmaður, bregða á leik.
- Helgi Hrafn Gunnarsson lék fyrsta leikinn fyrir Hannes gegn Jon Olav. Róbert Lagerman varaforseti Hróksins fylgist með. Róbert verður dómari á Ólympíumótinu í Bakú.
- Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í móti Hróksins á Stofunni. Þær eru á leið á Ólympíuskákmót í næstu viku. Frá vinstri Guðlaug, Hrund, Lenka, Verónika og Hallgerður.
- Liðsmenn Vinaskákfélagsins, Hörður Jónasson og Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, tóku þátt í mótinu og stóðu sig með miklum sóma.
- Ung og efnileg. Verónika Steinunn og Hrund er á leið á Ólympíumótið. Dagur Ragnarsson stóð sig með glæsibrag á Hróksmótinu og náði 3. sæti.